Franska/Lærðu frönsku 1/Intro

Úr Wikibókunum

Lærðu frönsku 1 | Kaflar: Inngangur | Stafróf og Framburður | 01 | 02 | 03


Bienvenue!

Velkomin(n) að þessari Wikibók um frönsku1! Bókin er ætluð fyrir byrjendur sem vilja læra frönsku.

Almennt um frönsku[breyta]

Franska er töluð víðsvegar í heiminum eins og sjá má merkt með bláu.

Franska er indóevrópskt tungumál af ætt rómanskra tungumála. Málið á uppruna sinn í latínu.

Franska er töluð víðs vegar í heiminum og er ellefta mest notaða tungumál heims. Hún er móðurmál um 77 milljóna manns, auk þess sem hún er annað tungumál um 51 milljón manns. Hún er upprunin í Frakklandi og töluð þar og víða þar sem Frakkar áttu áður nýlendur.

Franska er opinbert tungumál í Frakklandi, Lýðveldinu Kongó, Kanada, Madagaskar, Fílabeinsströndinni, Kamerún, Búrkína Fasó, Malí, Senegal, Belgíu, Rúanda, Haítí, Sviss, Búrúndí, Tógó, Miðafríkulýðveldinu, Kongó, Gabon, Kómoreyjum, Djíbútí, Lúxemborg, Guadeloupe, Martiník, Máritíus, Vanúatú, Seychelleseyjum og Mónakó. Auk þess er hún nokkuð mikið töluð í Alsír, Túnis, Marokkó og fleiri löndum en er þó ekki opinbert tungumál þar.

Ástæður þess að læra frönsku[breyta]

  • til að læra um fransku menningu
  • til að tala við yfir 100.000.000 fólk í heimi frá 48 löndum
  • til að skilja sögu Frakklands
  • til að skilja önnur tungumál, svo sem ítölsku, spænsku og portugölsku.
  • til að nýta á ferðum um lönd þar sem fransku er töluð.
  • til að fá vinnu á Íslandi eftir að það varð mikilvægt að kunna Frönsku, af því að Sviss er í EFTA eins og Ísland
  • til að bæta framburð með rómönsk tungumálum.
  • ánægjan af því að kunna tungumál!

Er erfitt að læra frönsku?[breyta]

Öll tungumál eru erfið. Ef móðurmál þitt er íslenska, þá gæti þetta orðið erfitt. Rómönsk tungumál eru erfið fyrir fólk sem hafa íslensku sem móðurmál. Það er erfitt að læra að skrifa og tala Frönsku En ekki hafa áhyggjur, þessi wikibók hjálpa til að læra frönsku, á ekki svo erfiðan hátt.

Hvernig á að nota þessa kennslubók[breyta]

Í fyrsta lagi þarftu að hafa stílabók. Það er til þess að þú getir skrifað allt sem þú lest í hana, en það er mikilvægt upp á skilning að gera.

Til að læra ný orð og setningar er gott að skrifa þau 5 sinnum í stílabókina til þess að muna þau betur. Gerðu þetta daglega þar til þú manst orðin.

Seinna, þegar 'Verkefnabók' verður tilbúin í PDF, skaltu prenta hana og nota hana til æfinga.

Áður, á meðan, eða eftir að þú ert búinn með kaflann í dag, hlustaðu á franskt útvörp hérna og smelltu á Foreign Radio Online. Þetta ætti að hjálpa þér að skilja talaða frönsku.

Lærðu á þínum eigin hraða. Hægara er betra! Og mundu, 20 eða 30 mínútur á dag eru miklu betri en 1 klukkutími á víku!

Gangi þér vel!


Efnisyfirlit