Vatnajökull

Úr Wikibókunum
Hér sjáum við Vatnajökul

Þetta er Wikibók um Vatnajökul. Þetta er námsefni sem er ætlað sem hluti af námsefni eða ýtarefni í landafræði í grunnskólum. Síðan er ætluð nemendum á miðstigi.

Saga og staðreyndir um Vatnajökul[breyta]

Vatnajökull byrjaði að myndast fyrir 2500 árum.Vatnajökull var mun minni en hann er í dag á 14. öld. Hann stækkaði mikið og ört alveg til 1930 og hefur síðan þá verið að minnka. Vatnajökull er 8,100 km2 að flatarmáli sem gerir hann að stærsta jökli Evrópu. Hæsti punktur jökulsins er Hvannadalshnjúkur sem er 2110 metra hár. Að meðaltali er íshellan 400 metra þykk en þar sem hún er þykkust er hún 1000 metrar. Samkvæmt heimsmetabók Guinnes á Vatnajökull heimsmet fyrir að bjóða upp á lengstu sjónlínu séð með manns auga en samkvæmt breskum hermanni sá hann frá Hvannadalshnjúki til Slættartindur sem er hæsta fjall Færeyja. Árið 1950 var frægt flugslys þegar millilandarflugfélin Geysir brotlenti á jöklinum, blessunarlega komust allir lífs af.

Hér má sjá hæsta tind Íslands, Hvannadalshnjúk.

Eldvirkni[breyta]

Mynd af eldstöðvum og þekktum kennileitum í og við Vatnajökul
Í Vatnajökli er mikil eldvirkni, svo mikil að þjóðgarðinn mætti jafnvel kalla jarðfræðiþjóðgarð. Í garðinum eru virk eldfjöll, eldgígaraðir, öskjur, dyngjur og eldhraun. Undir Vatnajökli eru flekaskil tveggja jarðskorpufleka sem togast í sundur og kvika streymir upp. Í vestanverðum Vatnajökli má finna virkasta eldgosasvæði landsins. Þar má meðal annars finna Grímsvötn, Kverkafjöll, Bárðarbungu og Öskju. Það sem af er af 21. öldinni hafa verið 3 eldgos í Vatnajökulsþjóðgarðinum, tvö í Grímsvötnum og eitt í Holuhrauni. Grímsvötn er virkasta eldstöð landsins og hefur gosið yfir 100 sinnum frá landnámi g þrettán sinnum frá 1902.
 
Hér má sjá flekaskilin sem liggja þvert undir Vatnajökul

Þjóðgarður[breyta]

Vatnajökull hefur verið þjóðgarður síðan 2007. Það er ekki einungis jökullinn sjálfur sem er þjóðgarður heldur einnig töluvert af svæði í kringum hann. Þjóðgarðurinn þekur 14% af landsvæði Íslands. Þjóðgarðurinn er samtals 13.952 km2 sem gerir hann að einn af stærstu þjóðgörðum Evrópu. Fjölmargar ástæður eru fyrir að Vatnajökull og nærumhverfi hans var gerður að þjóðgarði. Saga mannlífs og menningar á sér enga sína líka. Náttúra sem býður upp á náttúruhamfarir, eldgos, jökulhlaup, gjóskufall, fjölbreytt lífríki, bæði gróðri og dýralífi. Á svæðinu eru 2000 hreindýr. Á flæðiengjum Eyjabakka er gríðarlega stór votlendissvæði sem er í hópi stærstu votlendissvæða hálendis Íslands. Skeiðarársandur og Breiðarmerkursandur eru mikilvægustu varpsvæði þórshana og skúms. Á svæður eru breiskjuhraunaahvist sem finnst líklegast hvergi annarstaðar í heiminum.

Hér má sjá dæmi um fjölbreytt landslag og lífríki í þjóðgarðinum

Skriðjöklar[breyta]

Frá Vatnajökli falla um það bil þrjátíu skriðjöklar. Skriðjöklar eru jöklar sem renna úr meginjökli, í þessu tilfelli Vatnajökull. Einkenni skriðjökla er framrennsli íssins oog sprungið yfirborð. Hér fyrir neðan er listi yfir helstu skriðjökla sem falla úr Vatnajökli

Suðursvæði

  • Breiðamerkurjökull
  • Brókarjökull
  • Falljökull
  • Fjallsjökull
  • Fláajökull
  • Heinabergsjökull
  • Hoffellsjökull
  • Hólárjökull
  • Hrútárjökull
  • Kvíárjökull
  • Lambatungnajökull
  • Morsárjökull
  • Skaftafellsjökull
  • Skálafellsjökull
  • Skeiðarárjökull
  • Stigárjökull
  • Svínafellsjökull
  • Viðborðsjökull
  • Virkisjökull
  • Öræfajökull (er syðsti hluti Vatnajökuls en er þó ekki skriðjökull).

Austursvæði

  • Brúarjökull
  • Eyjabakkajökull
  • Kverkjökull

Norðursvæði

  • Dyngjujökull

Vestursvæði

  • Köldukvíslarjökull
  • Síðujökull
  • Skaftárjökull
  • Sylgjujökull
  • Tungnaárjökull

Krossapróf[breyta]

1 Vatnajökull er þekktur fyrir að vera hvað?

Hæsti jökull Evrópu
Hvítasti jökull Evrópu
Stærsti jökull Evrópu
Þykkasti jökull Evrópu

2 Hvaða ár varð Vatnajökull að Þjóðgarði?

1944
2007
1994
2000

3 Hver er virkasta eldstöð landsins?

Grímsvötn
Bárðarbunga
Hekla
Katla

4 Hvað hét flugvélin sem brotlenti á Vatnajökli árið 1950?

TF-Fru
Gullfoss
Jökull
Geysir


Heimildir og ítarefni[breyta]