Fara í innihald

Upplýsingatækni/Palringo

Úr Wikibókunum

Um Palringo

Palringo er ókeypis samskiptaforrit sem hægt er að nota á ýmsa vegu. Hægt er að fá Palringo fyrir stýrikerfin Mac OS, Windows, Linux og flesta snjallsíma eins og Android, iPhone og Symbian kerfin. Notendur Palringo geta skráð inn aðganga úr mörgum forritum meðal annars AIM, Yahoo!, Windows Live Messenger, Jabber, Google talk, iChat, Facebook og fleira. Með Palringo getur notandinn verið inn á öllu þessu í einu. Þá þarf hann til dæmis ekki að hafa Facebook, MSN og Yahoo! allt þrennt opið í einu heldur koma vinirnir allir upp saman í Palringo. Það er einnig hægt að vera offline á einum aðgangi en en online á öðrum.

Í Palringo getur þú búið til hópa og ef vinir þínir eru líka með Palringo þá getið þið öll skráð ykkur í hóp og spjallað saman. Þú getur líka leitað að hópum og spjallað við annað fólk hvaðan sem er í heiminum. Til dæmis ef þú ert tölvuleikjaaðdáandi þá getur þú fundið hóp fyrir leikinn Black ops og skrifast á við aðra áhugasama um leikinn. Einnig er hægt að finna hóp eins og Dating og fleira. Það er um að gera og prófa og sjá hvað maður finnur.

Hægt er að senda myndir og raddskilaboð á milli sín eins og í flestum öðrum samskiptaforritum. Það sem hinsvegar gerir Palringo frábrugðið öðrum er að það er líka hægt að deila staðsetningu sinni með öðrum. Aðrir geta þá fengið að sjá hvort ég er í skólanum, heima eða annarsstaðar.

Ég valdi Palringo af því að mér finnst það mjög þægilegt og skemmtilegt forrit, og það er handhægt að geta verið inn á mörgum aðgöngum í einu án þess að hafa mörg forrit opin.

Kostir og Gallar.

Stærstu kostirnir við Palringo er að hægt er nota marga e-mail aðganga inn á einu forriti. Sumir eiga til dæmis tvo MSN aðganga en geta bara notað annan í tölvunni. Með Palringo getur þú notað báða og jafnvel fleiri. Svo er hópa kerfið mjög skemmtilegt enda gaman að geta spjallað við annað fólk úr heiminum sem hefur sömuð eða svipuð áhugamál.

Gallarnir eru þeir að það virðist eins og ekki sé hægt að sýna öðrum staðsetningu sína nema með símum sem eru með GPS. Annar galli er að það er ekki hægt að framkvæma víða leit að hóp heldur verður þú að prófa og sjá hvort hópurinn sé til.

'Að nota Palringo

Það helsta sem þú þarft að vita til að byrja á að nota Palringo er að fara inn á heimasíðuna þeirra https://www.palringo.com/en/gb/ og hala niður forritinu sem þú sérð til hægri sem stendur á Desktop Download eða Mobile Download. Þar velur þú hvort þú vilt hala niður forritinu inn á Windows, Apple eða Linux útgáfunni í tölvuna þína eftir því sem við á eða hvort þú vilt fá Palringo inn á símann þinn.

Þegar þú ert búinn að setja upp forritið í tölvuna þína þá ferðu aftur inn á heimasíðuna og velur efst uppi registration og skráir þar inn e-mailið sem þú vilt nota. Síðan opnaru Palringo á tölvunni og skráir þig inn.

Til að skrá inn nýjan aðgang - Efst uppi ættiru að sjá File/Accounts og fara í það og síðan velja managa IM services og þar geturu skráð inn aðgangana þína.

Til þess að setja inn nýjan vin - Þá ferðu efst upp í flipann og velur contact og síðan add contact og þaðan geturu valið inn á hvaða aðgang þú vilt setja inn nýja vininn.

Til þess að skrá þig inn í hóp eða búa til hóp – þá ferðu efst upp í flipann og velur Group og síðan skrá þig í hóp sem er til eða búa til nýjan hóp. Þegar þú ætlar að skrá þig inn í hóp þá skráiru inn nafnið á hópnum sem þú vilt fara í og join. Til þess að hætta í hóp ferðu líka í Group efst uppi og velur leave við þann hóp sem þú vilt skrá þig úr. Ef þú átt þinn eigin hóp þá ert þú stjórnandi þess hóps og getur bannað öðrum að vera í hópnum eða hent þeim út sem ekki eiga þar að vera.

Notkunarmöguleikar í námi og kennslu

Tilvalið væri fyrir kennarann að búa til hóp inn á Palringo fyrir aðra nemendur að skrá sig í og þannig getur kennarinn haft samskipti við alla nemendurnar og sent þeim skilaboð og fleira.

Það sem mér þykir einna helst sniðugt við Palringo í námi er að hægt sé að nota það sérstaklega fyrir nýja nemendur þegar þeir byrja. Semsagt búa til hóp fyrir þá til dæmis í faginu Inngangur að tölvunarfræði þar sem líklegast fáir þekkja hvorn annan og svo eru margir í bekk saman þannig að það er kannski erfitt að kynnast og inn á Palringo geta nemendur komið saman og spjallað um námskeiðið og notað forritið til að kynnast hvort öðru. Nafnið á hópnum gæti til dæmist verið Inngangur2011 og allir skrá sig í þann hóp og byrja að spjalla og kynnast. Það myndi gera námið skemmtilegra og persónulegra.

Heimildir: http://www.palringo.com/en/gb/