Tölvunarfræði/Upplýsingaþjóðfélagið

Úr Wikibókunum

Lýsing[breyta]

Upplýsingaþjóðfélagið er valnámskeið sem er kennt á tölvunarfræði braut Háskólans í Reykjavík, áfanginn hefur verið kenndur þar á hverri haustönn síðan árið 2004. Að venju er hann kenndur einu sinni í viku í 15 vikur, 3 tíma í senn. Í dag er bæði hægt að stunda þennan áfanga í staðarnámi og fjarnmámi. Upplýsingaþjóðfélagið er byggður þannig upp að í tímum eru fyrirlestrar og hópa umræður, á milli tíma er nemendum gert að fara yfir lesefni og vera tilbúinn þannig fyrir næstu hópa umræðu. Yfir önnina eru nokkur umræðu verkefni og áfanginn endar svo á rannsóknar lokaverkefni sem þarf að ná lágmarkseinkun í til að standast áfangann. Ekkert lokapróf er í þessum áfanga. Aðalkennari námskeiðsins er Ásrún Matthíasdóttir, hún hefur kennt ýmsa áfanga í tölvunarfræðinni við Háskólann í Reykjavík frá árinu 2000. Einnig hefur Eggert Ólafsson verið stundakennari í Upplýsingaþjóðfélagið frá 2008.

Markmið[breyta]

Markmið áfangans er að kynna nemendur fyrir notkun og áhrifum upplýsingatækni á heimilum, skólum og vinnustöðum. Nemendur eiga að öðlast skilning á mikilvægi upplýsingatækninnar í nútíma samfélaginu sem við búum í og geti lýst kostum og köllum hennar. Ætlast er til að nemendur geti í lok áfangans mótað sér framtíðarsýn um æskileg áhrif tölvuvæðingar og geti með gagnrýnum hætti metið þróun síðustu ára.

Námsefni[breyta]

Aðalbók áfangans heitir Facebook Nation. Total Information Awareness, höfundur: Lee Newton. Bókin er gefin út á netinu. Samhliða bókinni er nemendum gert að lesa ýmsar greinar og annað ýtarefni yfir önnina. Það er meðal annars sem undirbúningur fyrir hópa umræðurnar. Þessar greinar geta verið bæði nýjar og gamlar en þannig öðlast nemendur innsýn um hvernig upplýsingartækni var notuð fyrir ekki svo löngum tíma. Þróun upplýsingartækninnar er svo ör og gott er að nemendur viti hvernig tæknin var notuð svo að þeir geti tildæmis lært af mistökum þeirra sem unnu við hana og komið í veg fyrir slíkt í framtíðinni. Allir fyrirlestrar eru teknir upp og settir á innrivef Háskólans.

Verkefni[breyta]

Yfir önnina eru að venju 5 þemaverkefni sem eru unnin í tímum, þá er nemendum ætlað að hafa kynnt sér efni sem þeir vinnu svo útfrá í þessum verkefnum. Þessi verkefni gilda samtals 30% af lokaeinkun. Á önninni skrifa svo nemendur eina grein um efni sem þeir velja í samráði við kennarann, greinarnar eiga að tengjast upplýsingatækni og eru bestu greinarnar birtar á vef Skýrslutæknifélags Íslands, http://sky.is. Einkunin sem nemendur fá fyrir hana gildir 20%. Nemendur fá í lok annar einkuna fyrir mætingu og ástundun en hún gildir 10%, að lokum er það lokaverkefni sem gildir 30% og kynning á lokaverkefni 10%.

Lokaverkefni[breyta]

Nemendur eiga að vinna lokaverkefnið í 2-3 manna hópum. Nemendur skrifa skýrslu um efnið og kynna það svo fyrir kennurunum og hinum nemendunum. Hægt að að velja efni til að fjalla um sem kennarinn velur en hóparnir geta einnig fundið sér sjálfir efni í samráði við kennara. Tveir hópar meiga ekki fjalla um sama efnið en ætlunin á bakvið það er að nemendur áfangans fái dreifðari þekkingu innan upplýsingartækninnar.

Tenglar[breyta]

Facebook Nation
Háskólinn í Reykjavík
Háskólinn í Reykjavík: Kennsluskrá
Information technology
Ský - Skýrslutæknifélagið Upplýsingatækni Tengslanet Fræðsla

Heimildir[breyta]

Háskólinn í Reykjavík
Háskólinn í Reykjavík: Kennsluskrá
Háskólinn í Reykjavík: MySchool

Daniel M., Ingi Freyr 26.01.2014