Stóru Kattardýrin/Jagúar

Úr Wikibókunum
Deplóttur Jagúar

Jagúarinn er stundum kallaður Onça af suður Ameríkönum og El Tigre (Tigurinn) af mið Ameríkönum. Fyrir löngu síðan, kölluðu þeir hannYaguara,sem þýðir "kötturinn sem drepur í einu stökki." Bæði nöfnin endurspegla mikilfengleika þessa stærsta nýja heims kattar. Gullna kápa þeirra skreytt með svörtum rósettum var sögð vera stjörnu prýddur himininn. Mayjar trúðu því að sólinn tæki á sig form jagúarsinns og ferðaðist undirheimanna um nætur. Jagúarinn er ná skyldur ljónum og hlébörðum.

Heimkynni[breyta]

Heimkynni jagúara lituð græn.

Jagúarinn lifir í regnskóginum og í frekar opnu landsvæði bæði í suður og mið Ameríku og eru stærstu og einu meðlimir stórkattafjölskyldunar þar. Jagúarinn er sterkur sundkappi og sannkallaður klifurköttur. Þeir kjósa oftast að búa nálægt ám og eða mýrlendi með þykkum skógarrjóðri til að sitja fyrir bráð.

Jagúarinn lifði einu sinni svo norðarlega sem í suðvestur Bandalagsríkjunum og dó síðasti lifandi villti jagúar í Bandaríkjunum um 1960. Sumir þessara katta eru nú enn og aftur flytjast norður frá Mexíkó aftur til Bandaríkjanna.

Útlit[breyta]

Svartur Jagúar sem sýnir greinilega dekkri bletti sýna

Jagúarinn líkist mjög hlébarða en hann hagar sér meira í ætt við tígra. Jagúarinn hefur mesta bit kraftinn í allrikattarfjölskyldunni. hinir mössuðu kynnvöðvar og hanns sterka kjálkabygging gerir jagúarnum með mun kringlóttara andlit en til dæmis hlébarðinn. Jagúarinn er einnig frekar stuttleggjaður ef miðað er við aðra ketti.

Jaguarinn hefur grunnfelld sem er einhvernveginn gul-appelsínugulur. Jagúarinn þekkist hins vegar vel á doppunum sem hann ber um allan líkama. Jagúörum og hlébörðum er oft ruglað saman en þann misskilning má þó koma í veg fyrir með því að bera saman blettina. Jagúarinn hefur rósettu lagaðra mynstur en hlébarðinn auk þess ber jagúarinn doppur innan í blettunum á meðan hlébarðar hafa engar doppur í sínum blettum. Sum vísindaleg gögn benda til þess að þessir tveir kettir eru náskyldir en jagúarinn lifir eingöngu í nýja heiminum á meðan hlébarðar lifa bara í þeim gamla. Til eru nokkur eintök jagúara sem virðast algerlega bleksvartir en blettir þeirra má auðveldlega greina ef vel er að gáð, Hins vegar hverfa þeir nær algerlega á næturnar og í þéttvöxnum skóg. Svarti jagúarinn er oftast kallaður svarti pardusinn, en er samt sem áður í raun og veru jagúar.

Matarræði og Fæðuöflun[breyta]

Peccary villisvín

Jagúarinn veiðir aðalega stóra bráð svo sem dádýr og villisvín en jagúarinn er mikill tækifæris sinni og munu éta allt frá froskum og músum til fugla og fiska. Jagúarinn getur hlaupið frekar hratt, en skortir þol og gerir því sjaldan langar atlögur. Sterkur kjafturinn gerir honum kleift að mylja þykk bein og getur hann meira að segja brotið skjaldbökuskel í tvennt án þess að hafa mikið fyrir því. Þessi mikli styrkur gerir jagúarinum kleift að brjóta höfuðkúpu bráðarinnar frekar enn að kæfa hana með biti í hálsinn eins og flestir kettir gera. Jagúarinn er með afburða góða nætursjón og veiðir því aðalega á næturnar. Jagúarinn er næturdýr sem þýðir að hann vill helst vera á fótum á nóttinni.

Uppeldi[breyta]

Jagúarar lifa og veiða venjulega einir enn koma saman um mökunartímann. Læður Jagúara gjóta yfirleitt um fjórum kettlingum í hverju goti, en vanalega komast bara tveir þeirra á legg. Kettlingarnir fæðast blindir en geta séð eftir einungis tvær vikur. Þeir halda sig afar lengi með móður sinni eða allt að 2 ár áður en þeir yfirgefa grenin til að geta komið sér upp sínu eigin óðali.

Skemmtilegar Staðreyndir[breyta]

  • Jagúarinn býður stundum við vatn og sveiflar rófunni ótt og títt í vatnið. Þegar fiskarnir bíta á agnið reynir hann að grípa fisk með klónum.
  • Eitt sinn kom það fyrir við dýralífsmyndatöku að hljóðmaðurinn heyrði skrítið hljóð í heyrnartólunum sínum og þegar hann leit við bar við stærðar karl jagúar að þefa af hljóðnemanum.
  • Jagúarinn hefur sterkasta bitkraft allra kattardýra og brýtur frekar höfuðkúpu fórnarlamba sinna en að kæfa það með biti í hálsinn
 <<Til baka(Hlébarði) | Áfram (Blettatígur)>>