Setningarfræði
Setning er orðasamband með einni umsögn. Umsögn er sögn í persónuhætti (framsöguhætti, viðtengingarhætti eða boðhætti)
Sérhert orð í setningu gegnir ákveðnu hlutverki. Þau eru kölluð setningarhlutar.
Umsögn (us) : Er kjarni eða aðalliður setningar og allir aðrir setningarhlutar tengjast henni á einhvern hátt. Setning er orðasamband með einni umsögn. Þes vegna eru í málsgrein ein eða fleiri setningar eftir fjölda umsagna. Dæmi: Hann skrópaði í íslensku Þær munu hafa skrópað í gær ( hér er munu persónuleg ) Stattu úti, þú verður laminn þegar þú kemur inn.
Einkunn (eink): er fallorð sem stendur með og beygist með fallorði, oftast nafnorði. Er nátengd því og þrengir merkingu þess svo úr verði ein heild.
Hliðstæð einkunn : er fallorð í sama kyni, tölu og falli og orðið sem hún stendur með.
Dæmi : Gamla(eink) konan kyssti litla(eink) strákinn.
Ungi strákurinn keyrði nýja bílinn sinn í rosalega klessu.
Frumlag (frl) : Frumlag er fallorð, fallsetning, fallhátur eða bein ræða og stendur alltaf í nefnifalli. Frumlag er gerandi, tákar þann sem gerir, er eða verður það sem umsögnin segir. Dæmi : Gunnhildur keyrir bíl (sérnafn)
Gamli hundurinn beit póstinn (nafnorð) Fæstir falla á prófinu (lýsingarorð) Þau komu hingð í gær (fornafn)
Forsetningarliður (fsl): Það eina sem forsetning getur gert er að stýra falli. Forsetningarliður er forsetning ásamt því að fallorði ( fallsetningu/fallhætti) sem hún stýrir . Fallorð sem stýrist a forsetningum er aldrei andlag. Dæmi : Krakkarnir fóru á ball. (nafnorð)
Komdu heim til mín. (fornafn) Hún talaði um að koma. (fallháttur, nh)
Fyrir þetta kemur að forsetning missir fallorð sitt ( hættir að stýra falli ). Þá er kallað að hú hætti að vera forsetning og verði að atviksorði. Dæmi : Farðu úr úlpunni ( fsl) farðu úr (ao)
Stökktu af bílnum (fsl) stökktu af (ao)
Sagnfylling (sf): Frumlæg sagnfylling er fallorð í nefnifalli sem stendur með áhrifslausri, ósjálfstæðri sögn ( vera, verða, heita, þykja, kallast o.s.frv.) og afmarkar, ákveður eða fyllir merkingu hennar. Hér reynir á að greina á milli lýsingar (sf) og þess sem lýst er (frl)
Dæmi : Hún er leikari en hann viðvaningur.
Kaupmaðurinn var rikur þótt hann virtist fátæklegur