Markaðsfræði

Úr Wikibókunum

Markaðsleg hugsun

Almenn skilgreining[breyta]

Markaðshugsun er mjög víðtækt orð og margir menn búnir að koma með hinar ýmsu kenningar um hana í gegnum tíðina. Allt sem fólk talar um á markaðslegum nótum flokkast undir markaðshugsun, hvernig hugsun er á bak við þær markaðsaðgerðir sem maður er að spá í. Einnig mætti segja að markaðshugsun er þveröfug á framleiðsluhugsun, þ.e. framleiða það sem maður getur selt, tala við viðskiptavininn, í stað þess að selja það sem maður getur framleitt, þ.e. að búa til vöru og reyna að selja hana! Í raun getur maður líkt markaðshugsun við kennslu, það er ekki til nein ein rétt leið. En eins og kemur fram í bókinni Sigur í samkeppni eftir Boga Þór Siguroddsson; “Markaðshugsun er lengi að lærast og fljót að gleymast.”

Söluráðarnir[breyta]

Söluráðarnir eru vara –verð – kynning – dreifing eða eins og þeir eru kallaðir á ensku the 4 p's (product – price – promotion – place). Fyrirtæki þurfa fyrst og fremst að huga að þessum atriðum, hver er varan, hvert á verðið að vera, kynning á vörunni eða auglýsingar og hvernig og hvar á að dreifa vörunnu. Út frá þessum atriðum er síðan hægt að fara dýpra og nánar í greiningar.

Samkeppni[breyta]

Á samkeppnismarkaði eru margir kaupendur og seljendur, þannig að hver og einn hefur lítil áhrif á markaðsverð. Ef um sé að ræða fullkomna samkeppni þá er talað um að varan eða varningurinn sé algerlega einsleitur, kaupendur og seljendur eru það margir að enginn einn aðili sé einráður um markaðsverð og að það sé frjáls aðgangur á markaðinn. Einokun á markaði er síðan það að ef einn aðili býður vöru til sölu og hann ákveður verðið. Annað hugtak er síðan fákeppnismarkaður en þá eru fáir seljendur sem keppa ekki af hörku, oft vegna sameiginlegra hagsmuna um að halda verði háu. Samkvæmt Samkeppnisráði er þeirra starf að annast framkvæmd samkeppnislaga, en markmið þeirra er að efla virka samkeppni í viðskiptum. Samkeppniseftirlitinu ber að ná markmiðum samkeppnislaga með því að vinna gegn óhæfilegum hindrunum og takmörkunum á frelsi í atvinnurekstri, vinna gegn skaðlegri fákeppni og samkeppnishömlum og auðvelda aðgang nýrra keppinauta að markaðnum.

Markaðshlutun[breyta]

Það er það kallað þegar við erum að skipta markaðinum upp í smærri einingar eða að hluta hann niður í smærri og skilgreindari hópa. Skiptingin getur falist í landfræðilegri skiptingu eða lýðfræðilegri eins og eftir aldri eða kyni. Mikilvægt er að markaðshluturinn sé mælanlegur, aðgreinanlegur og aðgengilegur.