Kennt í gegnum tölvur – fjarnám

Úr Wikibókunum

Kennt í gegnum tölvur – fjarnám[breyta]

Inngangur[breyta]

Eftir því sem tækninni fleygir fram, hafa möguleikum þeirra sem vilja stunda nám án þess að setjast á hinn hefðbundna skólabekk aukist til muna. Nemendur hafa sótt í skjóli þessa í svokallað fjarnám, en það er ein leið sem að skólar eru farnir að bjóða nú. Aðsókn hefur verið mikil í þetta nám. Með auknu fjarnámi hafa einnig komið fram nýjar kennsluaðferðir. Aðferðir sem áður þóttu góðar hafa vikið fyrir nýjum aðferðum sem henta betur til þeirra þarfa sem snýr að nútímakennslu. Ég ætla að fjalla hér um eina aðferð kennslu sem mér fannst gefa góða raun, en það eru svokölluð (kennslubréf). Þessi aðferð hefur verið notuð í nokkrum fögum hér við Kennaraháskólann í tengslum við fjarnemendur í nokkur ár. Kennslubréfin svokölluðu hafa þó vikið fyrir nýrri leiðum með aukinni tækni og eru þau nú í formi verkefna. (Meyvant Þórólfsson 21.11.06) Verkefnin leggur kennarinn fyrir nemendur í gegnum tölvur, þar kemur fram hvað ætlast er til að nemandinn gerir t.d. hvaða efni á að lesa og hvaða verkefni á að leysa í tengslum við námsefnið. Í verkefninu rúmast glærusýningar (power point) og síðan leiðarbókarverkefni, allt eftir því sem að kennarinn ákveður. Verkefnin eru sett upp á aðgengilegan hátt þannig að ekki fari á milli mála hvað ætlast er til af nemandanum. Leiðarbókarverkefnin hafa oftar en ekki upp á það að bjóða að settar eru upp nokkrar spurningar sem nemandinn velur til að svara, oft eina til tvær spurningar. Kennsluaðferðin eru byggð þannig upp að í hverri viku (fer eftir stærð námskeiðsins) fær nemandinn send til sín eitt verkefni sem þeir svo lesa yfir og svara. Hér á eftir verður skoðaðar kenningar Vygotsky og Piaget um námskenningar og félagslegt nám og hvernig það stemmir við kennsluaðferðir í fullorðinsfræðslu. Einnig kennsluaðferð kennarans og nútímatæknin í tengslum við kennsluaðferðir fullorðna.


Hugsmíða og atferlishyggja[breyta]

Námskenningar byggjast upp af kenningum uppeldisfrömuðanna Vygotsky og Piaget ásamt fleirum. Nám fullorðinna námsmanna lítur að sama brunni þegar kemur að kennsluaðferðum. Uppbygging kennsluaðferða, fyrir fullorðna námsmenn, sem nú verður fjallað um verður skoðað frá mörgum hliðum hugsmíða- og atferlishyggjunnar.

1. Hugsmíðin er sívirk

2. Aðhæfing og samlögun

3. Tungumálið

4. Félagsleg hugsmíði

5. Að hlusta og skilja

6. Scaffolding

7. Að veita stuðning

8. Gagnkvæm samvinna

9. Breytt hugsun

10. Rökræður og rannsóknir

11. Aðferðir kennslu


Í kennslufræði eru verkefni byggð á kenningum Piaget og Vygotsky. Umsjónamaður eins slíks námskeiðs er Meyvant Þórólfsson lektor við Kennaraháskóla Íslands. [1] Þessar kenningar koma heim og saman við þær kennsluaðferðir sem nú tíðkast í fjarnámi í gegnum tölvur. Í lið 1 kemur fram að hugsmíðin er sívirk, hér hefur umhverfi tölvunnar gert það að verkum að hægt er að miðla ótrúlega miklum upplýsingum til nemandans á skjótvirkan hátt. Þannig getur nemandinn verið sívirkur í sínu námi. Í lið 2 sést að með öllum þeim, tækninýjungum í samskiptum, í gegnum tölvufjarskipti hefur einstaklingurinn tækifæri til að laga sig að aðstæðum hverju sinni samkvæmt skilgreiningu Piaget um aðhæfingu og/eða samlögun [[2]] Í lið 3,4 og 5 telur Vygotsky að með því að nota tungumálið öðlast nemendur færni á mörgum sviðum þ.e að nemendur geti átt tjáskipti sín á milli um það sem verið er að læra hverju sinni en í fjarnámi er það einmitt stór kostur vegna þeirra einangrunar sem oft vill verða hjá þeim sem stunda fjarnám. Það að geta brotið upp hugmyndir og kannað ofan í kjölinn, velta upp hlutunum frá mörgum hliðum ásamt öðrum nemendum gerir mikið gagn. [3] Það minnir á vinnu vísindamanna sem rýna ofan í smásjánna til að fá frekari vitneskju um eðli hlutanna en hér kemur margt upp á yfirborðið við það eitt að tala saman. Í bók Ingvars Sigurgeirssonar Litróf Kennsluaðferðanna segir að leitaraðferðir innihalda ígrundaða hugsun (reflective thinking) en það eru hugmyndir frá John Dewey. Einmitt þannig getur tölvan virkað, sett er fram eitthvert viðfangsefni sem þarf að skilgreina og ígrunda og nemendur glíma síðan við að leita svara með því að viða að sér upplýsingum og skiptast á skoðunum.

Leitaraðferðir[breyta]

Leitaraðferðir þurfa að innihalda gagnagreiningu, vettvangsathuganir, viðtöl, efnis og heimildakönnun svo og kannanir. Hér er slóð inn á síðu Ingvars Sigurgeirssonar um þetta efni. [4] Með því að vinna saman að verkefnum læra nemendur að hlusta á og skilja hugmyndir annarra ekki síður en þeirra sjálfra. Í lið 6, 7 og 8 kemur fram að sá sem er að kenna, byggir upp kennsluna þannig að aðgengi sé gott fyrir nemendur. Hann þarf að huga að ytri skipulagningu námskeiðsins um leið og hann ákveður hvaða kennsluaðferð hentar þ.e það tölvuumhverfi sem kennt verður í gegnum sé ávallt aðgengilegt, auðvelt í notkun og umfram allt umhverfisvænt. Öll þau verkfæri sem nauðsynlegt er að notast við séu til staðar þegar kennsla hefst. Hann býr til vinnupalla fyrir nemendur. [5] Vinnupallar auðvelda nemendum að feta sig áfram í átt að þeirri þekkingu sem leitað er. Kennslubréfin gömlu voru þannig uppbyggð, kennarinn varðaði slóðina sem átti að feta og ekki fór á milli mála hvert var stefnt. Áður en bréfin voru send til nemenda voru gefnir út listar sem gáfu til kynna hvenær vænta mátti bréfa frá kennaranum. Í þessum lista kom fram kennsluáætlun í faginu þ.e númer hvað bréfin væru og hvaða daga þau yrðu send og síðan hvaða lesefni nemendur áttu að kynna sér. Þá voru vefslóðir og áríðandi tilkynningar s.s eins og hvenær átti að skila heimaverkefnum og s. fr. inn á þessum kennslubréfum

Kennarinn og leitaraðferðin[breyta]

Kennarinn þarf að huga að öðrum efnum í skipulagningu kennsluaðferðanna, hann þarf að flokka, fræða, setja sér markmið, miðla og ekki síður að gera kröfur með kennslunni. En aðferðir sem hann beitir við kennsluna þurfa að miðast við aðstæður þeirra sem hann er að kenna hverju sinni og þær geta verið mjög misjafnar. Í fjarnámi þurfa upplýsingar að vera hnitmiðaðar til nemenda þannig að hlutirnir gangi fljótt og vel fyrir sig. Sjá [6] um námskenningar.

Kennarinn þarf að geta útskýrt efnið á ábyrgan hátt, hann þarf að bera ábyrgð í kennslunni, sameina markmið og þarfir nemenda og einnig að gæta að sínum eigin hæfileikum í kennslunni. Hann þarf að bera verkefnin þannig á borð að um samfelldan námsferil sé að ræða með samhæfðri kennslu og aðferðum. Hann þarf einnig að átta sig á sinni eigin íhugunarfærni. Markmið með verkefna-kennsluaðferðinni verða að vera skýr, þau verða að henta þátttakendum, virða þátttakendur, þau verða að byggja á þörfum hvers og eins og ávalt vera skapandi og við hæfi svo að nemendum finnist þeir ekki útundan. Í þessu sambandi er gott að líta á þessa vefsíðuna [7] Þar hefur breskur fræðimaður Gilly Salmon sett fram 5 stiga model sem gott er að lesa til þess að átta sig á því hvernig ferli það er sem nemendur ganga í gegnum þegar lært er í gegnum tölvur (netið). Flestir nemendur þurfa að ganga í gegnum þessi stig, auðvita eru sumir nemendur komnir lengra þegar þeir hefja nám en þeir hafa að öllum líkindum áður glímt við það sama. Mér fannst til dæmis erfitt í fyrstu að fara að vinna í gegnum netið í mínu fjarnámi og það tók mig nokkurn tíma að venjast því. Hvatning frá kennara gerði mikið. Í grein Gillyar sést hvernig hún fer í gegnum þessi 5 stiga (þrep). Verkefnin sem kennarinn leggur fram þurfa að taka mið að þeim stefnum og straumum sem við eiga hverju sinni og þar sem tækninni fleygir svo hratt fram sem fyrr segir þurfa kennarar stöðugt að vera vakandi í þeim efnum sjá [8] Í bókinni Litróf kennsluaðferðanna hans Ingvars Sigurgeirssonar segir að margt geti haft áhrif á áhuga nemenda í námi og að margar rannsóknir hafi verið gerðar um námsáhuga. Jere Brophy hefur nefnt um 33 atriði sem og aðferðir sem kennari geti beitt til þess að glæða áhuga þeirra. Hann talar um ytri og innri hvatningu, væntingar, og forsendur sem gagnlegt er að lesa þegar huga skal að kennsluháttum í skólum. Þeir sem hafa áhuga á að skoða Brophy nánar líti hér á [9] Þó svo að rannsóknir Brophy miðast við nemendur á yngri skólastigum er hægt að skoðað þær í fullorðinsfræðslunni líka. Slóðin inn á heimasíðu Ingvars er [10] þar kennir margra grasa. Ekki hef ég fjallað nánar um leiðarbækurnar en sjá má hvernig kennarinn getur haldið leiðarbækur fyrir nemendur sína hér [11] en þær eru ákveðin kennsluaðferð sem vert er að skoða nánar.

Webct[breyta]

Webct er einn möguleikinn í kennsluaðferðum sem nemendum býðst til að notast við í sínum lærdómi. Byggt hefur verið upp tölvuumhverfi sem eiga að auðvelda öll samskipti milli bæði nemenda og kennara sem og á milli nemendanna sjálfra. Webct heldur utanum alla vinnu sem kennarinn leggur fyrir, hann býður upp á gagnvirka leiðir þ.e hægt er að tala saman í gegnum tölvuna svipað og MSN það er hægt er að vera beintengdur og spjalla saman um það sem verið er að læra hverju sinni. Hægt er að koma með fyrirspurnir um námsefnið þannig að allir hinir nemendurnir sem eru á sama námskeiði geti fylgst með og komið með sitt innlegg í umræðuna líka. Einnig er hægt að senda eingöngu einhverjum einstökum aðilum bréf. Webct heldur utanum allt sem viðkemur öllum nemendum inn á hans sérsvæði. T.d. eins og einkunnir eða hve oft nemandinn hefur skilað inn verkefnum eða hvort að hann hafi verið virkur eða ekki þ.e það ferli sem hann gekk í gegnum. Þetta kerfi gerir það að verkum að enginn getur í raun verið afskiptur sökum þess að ekki næst í viðkomandi, (nemendur sem og kennara) því að allir fá úthlutað sínu svæði. Þegar búið er að logga sig inn á Webct þá birtist svæði þar sem kennarinn hefur sett inn verkefni, lýsingu á þeim, og þá vinnu sem hann ætlast til að unnið verði á meðan á námskeiðinu stendur. Vinstra megin eru 14 litlir gluggar sem hægt er að smella á (flýtihnappar) þeir hafa að geyma, aðalsvæði, tilkynningar, yfirfærslu, dagatal, spjall-svæði en þar geta nemendur rætt um ákveðið efni sem kennari setur fram. Síðan er svæði sem ætlað er til umræðu um ákveðið þema frá kennara, síðan kemur pósthólf þar sem hægt er að bæði að fá og senda póst. Einn glugginn leitar að skjölum og annar gluggi er með linkum inn á vefsíður sem kennari bendir á. Næsti gluggi sýnir hverjir eru inn á Webct núna þ.e hvaða nemendur eru að vinna þar. Fyrir neðan þessa glugga eru sérsvæði fyrir nemendur en þar er gluggi sem geymir einkunnir fyrir einstök verkefni og annar sem geymir möppur viðkomandi nemanda, næsti gluggi er síðan línurit og fleira sem geymir allar upplýsingar um þátttöku nemandans á námskeiðinu og að síðustu er gluggi sem hægt er að skrifa ritgerðir eða annað í þeim dúr. Kennsluaðferðin í gegnum Webct fylgir kenningum hugsmíðahyggjunnar nákvæmlega því að í henni er gert ráð fyrir að hugurinn sé sívirkur. Gaman er að skoða söguna á bakvið kennsluaðferðir nemenda sem stundað hafa fjarnám í gegnum tíðina ef litið er á síðu sem Haukur Ágústson ritaði kemur margt forvitnilegt í ljós [12]

Problem-solving (þrautalausnir)[breyta]

Markmið með þrautalausnum er að þjálfa nemendur í rökhugsun. Í fullorðinsfræðslu er það einmitt það sem málið snýst um. Nemendur koma á námskeið eða setjast á skólabekk með það í huga að efla þekkingu sína á ákveðnu sviði. Í námi sínu þarf nemandinn alltaf að leita úrlausnar á efninu sama hvort hann sé að læra til meistara eða bara að hefja stutt námskeið í spænsku. Hann þarf alltaf að átta sig á því hvernig best sé að ná tökum á viðkomandi grein. Í raun þarf að beita rökhugsun og vega og meta hluti í öllu því sem við tökum okkur fyrir hendur ekki bara í námi heldur í lífinu öllu. Margar aðferðir þrautalausna eru til og skiptir miklu máli hvernig þær eru settar fram. Nauðsynlegt er að kennarinn útskýri fyrir nemendum hvað ætlast sé til af þeim. Eins hve langan tíma þeir fá til þess að leysa þrautina og hvort að einn, tveir eða fleiri reyna í sameiningu að ráða hana. Einmitt vegna þess að þegar um hreina hugarleikfimi er að ræða er stundum gott að margir að leita að lausninni. Skemmtilegar eru til dæmis þrautir sem settar eru þannig fram að allir eiga að finna út hvað felst í textanum. Dæmi..

hvað er verið að biðja um hér?


The beginning of the end

the end of life

the beginning of eternity

the end of time and space


hér má setja svarið


Í fjarnámi getur þetta hentað mjög vel sem hópefli en oft kemur það fyrir að nemendur læra saman í hópum, þeir hittast oft einu til tvisvar sinnum á meðan á námskeiðinu stendur.

[13] einnig er vert að skoða þessa vefsíðu [14]

Lokaorð[breyta]

Þegar ég ber saman kennslubréfin gömlu á móti nýjustu aðferðunum í kennslu fjarnema finnst mér tækninni hafa miðað mjög vel áfram. Í raun hefur hún farið fram úr björtust vonum. Kennarinn hlýtur að fagna þessari nýju tækni, ekki þarf að fara á marga staði til þess að innheimta skil hjá nemendum heldur er allt á sama stað. Kennarinn velur þá aðferð sem hann veit að hann getur rökstutt fyllilega með tilliti til kenningar fræðimannanna í uppeldisfræðum. Nákvæm þekking á kennsluaðferðinni eru einmitt forsenda farsællar kennslu.

Bestu kveðjur Magnea þ. Ingvarsdóttir