Fjarkennsla í fullorðinsfræðslu
Hafsteinn Eggertsson
Verkefni unnið á námskeiðinu: Fullorðinsfræðsla við KHÍ Haustið 2006
Kennsla
[breyta]Um hugtakið hafa verið skrifaðar margar lærðar bækur, en hér verður notuð sú einfalda skýring, að kennsla sé markviss miðlun þekkingar, bóklegarar sem verklegrar frá einstaklingi (kennararnum) til annars (nemandans). Algengasta formið er, að kennarinn sé einn, en nemendur margir, þ.e. hópkennsla. Annað form er að kennari kenni einum nemenda, t.d. í einkakennslu. Við þessar kennsluaðferðir eru kennari og nemendur á sama tíma í sama rými.
Fjarkennsla. Kennsla sem fer fram með óbeinum samskiptum nemenda og kennara, m.a. bréflega, í fjölmiðlum, símleiðis eða með annarri fjarskiptatækni. Námsefni er einkum í rituðu máli en getur líka verið t.d. á mynd- eða hljóðböndum.
Löngum voru fjarskipti hægfara, en hraðinn breyttist með tilkomu loftskeyta og síma skömmu fyrir aldamótin 1900 og má með nokkrum sanni segja að heimsmyndin yrði að flestu ný. Einangrun afskekktra staða var rofin og fréttir og skilaboð hvers konar bárust á undraskömmum tíma á öldum ljósvakans. Nútímamanninum eru hin fornu samskipti líklega ekki vel skiljanleg hann er alinn upp við ört vaxandi sendihraða og á hverju ári, á hverju misseri bætast í nútímalegan tækjakost hans sífellt hraðvirkari tæki. Þar er hlutur tölvunnar og veraldarvefsins afar stór.
Með sífellt almennri tengingu í gegnum þessi furðutól samtíma okkar við æ víðfeðmara svið þekkingar og fjölþátta miðlunar af öllu tagi hafa opnast nýjar leiðir til þess að veita tilsögn og skólun hvort heldur á kerfisbundinn hátt til réttinda eða í almennri leit hins þekkingafúsa manns að upplýsingum á hverju því sviði, sem hugur hans hneigist til.
Þessi stóra og víðfeðma undraveröld á sviði rafræna samskipta tekur stórstígum framförum og gerir fólki mögulegt að leita sér sífellt nýrrar þekkingar eða dægradvalar án mikillar sérfræðiþekkingar á þeirri tækni, sem því stendur til boða. Nú er svo komið að börn eiga þennan kost og eru mörg þeirra furðu snögg að nýta sér hann og standa fullorðnum ekkert að baki. Þá má ekki gleyma að skólamenn hafa margir nýtt sér þessa tækni í kennslu sinni, bæði til að vísa nemendum á gott viðbótanámsefni er ekki er í bókum þeirra og einnig til að veita beina kennslu með þessari nýju tækni og ná m.a. til nemenda, sem af einhverjum ástæðum eiga ekki heimangengt til náms.
Internetið rekur upphaf sitt til sjöunda áratugarins og eftir að ýmiss konar eriðleikar höfðu verið yfirstignir árið 1985 má segja að Internetið hafi náð fullri fótfestu. Það voru einkum háskólar og vísindastofnanir sem nýttu sér kosti Internetisins í fyrstu, en fljótlega tóku þeir, sem lögðu stund á fjarkennslu að veita því athygli og þeim fjölþættu möguleikum sem það opnaði.
Á meðal allra fyrstu kennslustofnana til að gera tilraunir á þessu sviði var Verkmenntaskólinn á Akureyri, en hann hóf fjarkennslu sína á vorönn 1994. Aðferðir sem til urðu við skólann reyndust það vel að tilraunin er orðin að fastri starfsemi, hefur aukist stórlega ár af ári. Meðal frumkvöðla í þessari tegund miðlunar kennsluefnis og kennslu, bandarískan skóla, sem nefndi sig ,,Cyberschool” og hóf starfsemi árið 1995. Skólinn taldi sig þá fyrstan skóla í heiminum til þess að kenna með tölvusamskiptum. Þessi stofnun varð að byrja upp á nýtt árið eftir (1996), þar sem hugmyndir að baki starfseminni reyndust ekki nógu vel ígrundaðar.
Á síðustu árum hefur skólum, sem kenna með tölvusamskiptum fjölgað mjög. Þetta má ganga úr skugga um með því að líta yfir lista yfir stofnanir, sem nýta þetta samskiptaform, en hann er að finna á vefnum. Listinn er tekinn saman af CISAER, sem er verkefni á vegum Leonardo áætlunar Evrópusambandsins. Á þessum lista má finna Verkmenntaskólann á Akureyri enda er hann í flokki frumkvöðla þeirrar miðlunaraðferðar, sem listinn nær til.
Ef nú er litið til baka til hugsjóna þeirra er fyrstir hófu tilraunir með fjarkennslu í formi bréfa í gegnum ljósvakamiðla og með fjarfundarbúnaði, þá má með sanni segja að tölvutæknin sem nú er öllum þorra fólks a.m.k. í hinum svokallaða vestræna heimi tiltæk með sífellt notendavænnibúnaði og einfaldari tækni að ákveðnu takmarki sé náð með því kennsluformi sem fjarkennsla gegnum tölvur er. Fyrrnefndu formin, t.d. útvarp, sjónvarp og fjarfundabúnaðurinn gerðu og gera beinlínis ráð fyrir að nemandinn sé á tilteknum stað á tilteknum tíma ella fari kennslan fram hjá honum og námsferillinn gæti raskast svo að til tjóns leiddi. Hin nýja tækni, Internetið og vefurinn hefja kennslu og nám yfir stað og stund nemandinn getur notað lausar stundir til námsins og lagað námið að aðstæðum sínum hverju sinni.
Áður hefur verið minnst á aðrar aðferðir til fjarkennslu, en þessi aðferð sem hér lýst hefur mikla yfirburði yfir hinar þó segja megi að þær geti stutt hverja aðra og engin sé útilokuð. Kosturinn við fjarkennslu með tölvum er sá mestur umfram aðra að nemandinn er ekki bundinn við að vera staddur á ákveðnum stað á tilteknum tíma. Þá skiptir samskiptahraðinn afar miklu máli. Nemandinn fær póstinn í pósthólfið sítt ,,móðurtölvunni” hann sækir hann á skömmum tíma með því að tengja tölvu sína símakerfinu örskamma stund. Sama gerist þegar nemandi sendir úrlausn sína til kennarans. Örskömm tenging við símalínu og sendingin er farin í pósthólf kennarans. Þessi fljótvirku samskiptamöguleikar ættu að verða nemendanum hvatning til starfa, hann ætti fyrr að geta fundið árangur af námi sínu og þannig ætti honum að vaxa ásmegin svo um munar. Möguleikarnir að geta leitað til kennarans ef eitthvað bjátar á eru ætið til staðar eftir sömu samskiptaleiðum.
Hér á landi og um heim allan er fjöldi karla og kvenna bæði í þéttbýli og dreifbýli, sem hefur þrá til mennta en hefur ekki tök á að sækja dagskóla, kvöldskóla, námskeið eða fundi eftir fastri stundaskrá og staðsetningu. Hér má nefna bændur, sem ekki komast frá búum sínum, verkafólk, sem getur ekki hætt að stunda vinnu sína afkomu vegna mæður og feður sem geta ekki farið frá börnum sínum, sjómenn sem verða að stunda sjóinn á öllum tímum, fólk sem býr afskekkt og hefur ekki tök á að fara langar leiðir til náms, vaktavinnufólk sem hefur óreglugegan vinnnutíma og þannig mætti áfram halda.
Þarna er einmitt skýringin á því að margt fullorðið fólk sækist eftir að stunda fjárnám vegna þess að það hefur fundið lífi sínu fastan farveg og getur í fjarnáminu bæði haldið við fyrri þekkingu og bætt við nýrri á tiltöluleganódýran hátt. Ennfremur má minnast á þann mikla fjölda Íslendinga sem er búsettur um lengri eða skemmri tíma erlendis og getur með fjarnámi safnað námseiningum eða jafnvel lokið tilteknu bóklegu námi.
Nú er sá búnaður er þarf til tölvusamskipta orðinn tiltölulega ódýr og einfaldur í notkun og ætti því að vera flestum viðráðanlegur af þeim sökum. Þannig er unnt fyrir nemandann að stunda námið heima hjá sér og velja til þess þann tíma innan þeirra tímamarka sem verkefnið skammtar honum. Þetta hefur vitaskuld í för með sér mikið hagræði og einnig styrkir það sjálfstjórn nemandans, sem situr einn að vinnu sinni og agar vinnubrögð hans því næsta skref að skila frá sér fullbúnu verkefninu til kennarans er aðeins eftir fáeina daga. Markmiðið er svo augljóst þessi nálægð í tími er mikill kostur. Þeir sem muna þá daga er skólaárinu lauk með prófum í maí kannast kannski við að undir veturnætur er skóli var að hefjast var vorið svo ógnarlangt undan og prófáhyggjur svo fjarlægar að menn höfðu meiri tilhneigingu en ella að slá slöku við og varð sumum ansi dýrkeypt.
Í fjarkennslunni er í reynd um einstaklingskennslu að ræða og það gerir hlut kennarans meiri en ella. Hann er ekki bara kennari hann er líka persónulegur leiðbeiðandi allra nemenda sinna og honum ber auðvitað eðli málsins samkvæmt að hrósa nemendum fyrir góða frammistöðu og hvetja þá sem virðist hafa vindinn í fangið til að duga nú sem best. Rétt ein og í annarri kennslu ber kennaranum að sýna nemandanum fulla virðingu. Samskipti verða ætíð að vera í jákvæðum tóni og hafa skýrt markmið að treysta vinnubrögðin. Kennarar eiga ætíð að vera jákvæðir gagnvart nemendum sínum hvort sem er í skólastofu eða í fjarkennslu þar getur námsárangur verið í húfi ef illa fer um samskipti. Þetta er ein mikilvægasta reglan í allri kennslu og uppeldi.
Þáttur nemandans í fjarkennslunni er annars konar en í venjulegri bekkjakennslu, þar sem nemendur geta oft verið ærið misvirkir hafa stundum ekki unnið heimavinnuna sína og sýna kennara og kennslu stundum næsta lítinn áhuga. Í fjarkennslunni er eins áðan var drepið á um raunverulega einstaklingskennslu að ræða. Nemandinn situr einn við verk sitt en hefur kennarann í bakhöndinni. Sumum kann að þykja þetta ópersónulegar aðstæður, en svo þarf ells ekki að vera. Allt nám kallar á aga. Sá agi kemur bæði að utan og birtist okkur t.d. í námskrám, áfangalýsingum og tímasetningum verkefna. Hinn aginn, sjálfsaginn er sprottinn í okkur sjálfum. Báðar þessar tegundir aga birtist okkur í skólanámi og þá er enn sú þriðja sem er að lúta aga viðfangsefnisins sjálfs skynja það lögmál sem það felur í sér. Allt þetta verða nemendur að temja sér til að góður árangur náist. Líklega verður þó krafan um sjálfsaga sterkari hjá fjarkennslunemandanum vegna þess að hann býr við annað námsumhverfi en venjulegur dagskólanemi.
Í hinum hefðbundna skóla er kennarinn augliti til auglitis við nemendur, en í fjarkennslunni eru þeir hvor öðrum fjarri og samskipti þeirra fara nær eingöngu fram um tölvur. Báðar kennsluaðferðir í kennslustofu og fjarkennslan hafa sína kosti og galla og auðvitað eru viðhorf nemendanna til viðfangsefna sinna ærið misjöfn.
Það kennsluform sem við lærðum að nota og héldum reyndar sum hver að engin breyting yrði þar á, er hin hefðbunda aðferð þar sem kennari kennir nemendum í skólastofu. Við erum alin upp við þetta form og höfum haft nemendahópinn fyrir framan okkur alla okkar tíð. Með fjarkennslunni um tölvur birtist annað kennsluform því eins og áður hefur komið fram hittast nenemendur og kennarar ekki og skólastofan verður því reynd á heimili nemendans og stundaskrána semur hann sjálfur innan þess ramma sem fjarkennslan setur honum.
Öll kennsluform hafa bæði kosti og ókosti er til alls nemendahópsins er litið. Það verður því eitt af hlutverkum kennarans að styrkja nemendur sína sem kostur er. Þetta á að sjálfsögðu við um fjarkennsluna sem alla aðra kennslu. Þetta veldur því að í mörgum tilfellum er erfitt um vik að segja hverjir eru gallar og kostir sérhvers kennsluforms. Það mat hlýtur í reynd að vera mjög almenns efnis og því er rétt að muna að þar eins og svo víða er enginn einn sannleikur til.
Nemendur geta lært þegar þeim hentar og hvar sem þeim hentar nemandi er í stórum dráttum óháður yfirferð kennarans. Kennslustundinn þýtur ekki hjá eyrum nemanda sem hljóðbylgjur eins og venjulegri kennslustofu. Nemdendur geta hæglega flutt sig milli kennslustunda fram í tímann eða aftur í tímann til að vinna að námsefni fara yfir bera saman og endurtaka eins oft og þeir vilja þar sem kennsla er jú skrifleg. Allir nemendur eru virkir aftur og aftur. Í skólastofunni er það oftast kennarinn sem hefur orðið og hver nemandi fær aðseins fá tækifæri til að tjá sig í hverri kennslustund. Í fjárnáminu vinna allir þátttakendur með öll verkefni og svara öllum sprurningum. Fjarnám er óháð stund og stað að mestu leyti og gefur þannig þeim sem búa í strjálbýli mikla möguleika á nám á viðráðanlegu verði. Fjarkennsla er einstaklingskennsla og nemandinn ákvarðar sjálfur eins og fyrr hefur verið nefnt, námtími sinn eftir eigin aðstæðum.
Í fjarkennslu skrást að jafnaði eldri nemendur og skipuleggjendur fjarkennslu og yngri nemendur hafa gjarnan minni hvata til að bera og að þeir væru líklegri öðrum til að falla frá námi. Ljóst er að nemendur meta mikils það frelsi að geta unnið þegar þeir sjálfir kjósa að fá andsvör frá kennara þegar næsta dag. Oft er það þannig að tölva fer yfir úrlausnir nemenda og geta þeir þá unnið áfram þar til þeir hafa náð því að svara rétt. Því njóta allir árangurs. Auk þessa kemur þessi aðferð í veg fyrir svindl og það að nemendur mæti ekki í kennslustundir. Allt þetta styrkir nemendur í því að hafa ánægju af námi sínu auk þess sem það eykur líka sjálfsaga og sjálfstæði og vekur nemendur þá tilfinningu að kennari láti sér annt um þá sem einstaklinga. Kannanir hafa sýnt að um 60% telja einangrun ókost í fjarnámi. Það er staðreynd að nemendur geta einnig fundið til einangrunar í venjulegum dagskólabekk.
Verkefni nemenda á námskeiðinu Fullorðinsfræðsla. Námskeiðið skiptist í sjö þemu. Nemendur fjalla á almennan hátt um þessi þemu í þessari Wikibók: