Vitar á Íslandi

Úr Wikibókunum
<- Aftur í efnisyfirlit fyrir Wikibækur kennaranema

Ágrip af vitasögu Íslands

Tekið saman af Tómasi Lárusi Vilbergssyn, í tengslum við nám í NKN-2007

Garðskagaviti

Margir sjá vita í gegnum rómantísk augu, þeir draga upp mynd í hugum manna af björgunarafrekum og hetjudáð annars vegar og kyrrð og náttúrufegurð út á afskekktu nesi hins vegar ásamt heillandi byggingarlist. Vitabyggingar eru sér arkitektúr út af fyrir sig og rísa yfirleitt einir mannvirkja á þeim stöðum sem þeir eru. Vitar hafa frá örófi alda gegnt veigamiklu hlutverki fyrir sjófarendur og oft og tíðum verið það leiðarljós sem skyldi milli lífs og dauða hjá sjómönnum. Vitar höfðu lýst sjómönnum um alla Evrópu í margar aldir áður en fyrsti vitinn var byggður hér við land. FiskveiðarÍslendinga höfðu að mestu verið stundaðar á opnum bátum þar sem menn létu sér nægja að hafa mið af kennileitum í landi. Þó að þilskipaútgerð hafi eitthvað verið stunduð í kringum 1875 var ekki haldið út um dimmasta tímann og menntaðir skipstjórnarmenn það fáir að þeir mynduðu ekki neinn þrýstihóp. Stopular siglingar voru að landinu og var talið að ekki færu nema um 70 skip hjá Reykjanesi árlega. Samt sem áður vara reynt að leggja fram frumvarp um sérstakt vitagjald árið 1875, þrátt fyrir að enginn viti væri risinn á landinu.

Fyrsti vitinn rís

Árið 1877 voru veittar 14000 krónur úr landssjóði til vitabyggingar á Valahnúk á Reykjanesi og 12000 úr ríkissjóði Dana. Þar með reis fyrsta vitabyggingin á Íslandi og kveikt var á Reykjanesvita 1. desember 1878. Verkið var erfitt því torsótt var að draga grjót og annað efni upp á Valahnjúk við allskyns aðstæður og frekar litla verkþekkingu á svona byggingum.Eins og títt er um opinberar byggingar á Íslandi þá fór þessi bygging 10000 krónur fram úr áætlun.

Vitavörðurinn

Mynd:Svalbarðseyrarviti.jpg
Svalbarðseyrarviti í Eyjafirði

Vitinn þurfti mikla umhirðu þar sem hann hafði verið reistur á svo afskekktum stað og því var ráðinn vitavörður í fullt starf við vitann. Landshöfðinginn réð Arnbjörn Ólafsson til starfans árið 1878 og átti hann að fá 800 krónur í árslaun og þurfti að halda vinnumann og borga honum af þeim launum. Einnig hafði hann endurgjaldslaus afnot af vitavarðarbústaðnum og mátti nota til eigin þarfa 30 potta árlega af steinolíubirgðum vitans. Vitavörðurinn starfaði eftir ítarlegu erindisbréfi eftir danskri fyrirmynd. Erindisbréfið kvað ítarlega á um alla umsýslu við vitann, húsin og landið í kring, umhirðu á ljósabúnaði og nákvæma útlistun hvernig halda átti dagbók yfir embættisstörfin. Í 10 gr.

Erindisbréfsins segir m.a.: „Hálfri klukkustund fyrir sólsetur, ber vitaverði og aðstoðarmanni hans að vera til staðar við vitann, til þess samkvæmt starfsreglugjörðinni að undirbúa allt, til þess að kveikja vitann. Byrjað skal að kveikja svo snemma, að vitinn sje klukkustund eptir sólsetur með fullri birtu og á að halda henni við þangað til 45 mínútum fyrir sólaruppkomu“. (Vitar á Íslandi, 2002: 38). Einnig var ætlast til þess að vitaverðir sýndu gestum vitana enda margir forvitnir um þessar byggingar. Útbúnar voru sérstakar reglur um heimsóknir gesta í vita og máttu vitaverðir, frá 1910, heimta gjald af gestum. Í reglum um heimsóknir segir m.a.: „Vitavörður hefir leyfi til að sýna aðkomandi mönnum vitann að innan, frá því er hann hefir lokið hinni daglegu ræstingu , þangað til stundu áður en hann kveikir á vitanum aptur…. Það er fyrirboðið að leyfa nokkrum ölvuðum manni að ganga í vitann, eða þeim, sem eru ræfalega til fara. Vitavörður skal vera þægilegur í viðmóti við þá, sem óska að sjá vitann, og skýra þeim frá ásigkomulagi allra vitafæranna.“ (Stjórnartíðindi 1897 B, bls.446-447).

Óblíð náttúruöfl

Hafnir

Náttúra landsins fór hörðum höndum um vitann, bæði veður og jarðskjálftar sem skuku Reykjanesskagann annað veifið og í jarðskjálfta 1887 fór ljósabúnaður vitans illa. Farmenn í siglingum voru farnir að kvarta út af ljósleysinu og sumarið 1896 var danskur vitafræðingur T.N. Brinch kvaddur til landsins til að kanna ástandið. Brinch kom með tillögu að endurnýjun ljósabúnaðar, vita með snúningsljósi á Garðskaga, hornvita á Gróttu við innsiglinguna til Reykjavíkur. Einnig voru samþykktir, samkvæmt hans ráði, vitar við innsiglinguna við Reykjavík og Hafnarfjörð. Þessar framkvæmdir voru framkvæmdar sumarið 1897 undir stjórn Brinch vitafræðings auk þess sem það var samþykkt að ráða vitaeftirlitsmann sem sæi um eftirlit með viðhaldi og rekstri vitanna. Í sumum tilfellum bjuggu vitaverðirnir á svokölluðum vitajörðum þar sem þeir gátu drýgt tekjur sínar með hlunnindum af jörðinni og stundum fiskveiðum. Lítið gerðist í vitamálum næstu árin.


Fyrsti vitinn í einkaframkvæmd

Austfirðingar vildu fá vita til sín en töluðu fyrir daufum eyrum. Þá tók Otto Wathne, útgerðarmaður á Seyðisfirði, sig til og lét byggja vita á sinn eigin kostnað 1895 á Dalatanga, en danska vitamálastjórnin lagði til ljósabúnað. Var vitinn starfræktur til 1908, en þá lét vitamálastjórnin reisa nýjan vita á Dalatanga.

Vitavæðing

Mynd:Malarrifsviti.jpg
Malarrifsviti

Árið 1908 voru komnir vitar í alla landsfjórðunga og nokkrir litlir innsiglingarvitar hér og þar um landið. Hæðir og lægðir voru í byggingu vita næstu áratugina, aðallega vegna peningaskorts, stríðs og fleira. Á afskekktustu stöðunum voru reist íbúðarhús fyrir vitaverðina og þeirra fjölskyldur, annars var þeirra gætt af næstu bæjum. Með fjölgun vitanna var gert út sérstakt vitaskip sem sá um að þjónusta vitana. Með tilkomu Veðurstofu Íslanda urðu vitaverðir fastir veðurathugunarmenn og drýgði það aðeins tekjur þeirra en krafðist líka mikillar yfirlegu og nákvæmni. Um þarsíðustu aldamót voru vitarnir 5 að tölu en uppbyggingu vitakerfisins lauk með byggingu Hrollaugseyjavita árið 1954 en þá var ljósvitahringnum um landið lokað. Í dag er fjöldi ljósvita við strendur landsins alls 104. Í dag fá flestir ljósvitaanna 104 orku sína frá rafmagni, samveitum, eða rafgeymum. Sólarorkan sér um að knýja 41 vita. Hvaleyrarviti í Hvalfirði er eini vitinn sem enn er með gasljósi. Starfsmenn Siglingarstofnunar sinna viðhaldi vitanna og baujanna fyrir utan innsiglingar og hafnarvita sem eru í eigu og umsjón sveitarfélaga. Öryggishlutverki vitanna má skipta í þrennt. Þeir leiðbeina um staðsetningu, vara við siglingahættum og vísa leið inn á hafnir og skipalægi.

Verkefni

Mynd:Reykjanesviti.jpg
Reykjanesviti

Nú skuluð þið spreyta ykkur að þessu krossaprófi um íslenska vita. Gangi ykkur vel.

1 Hvaða ár var fyrsti íslenski vitinn reistur ?

rétt
1234
1874
1878
1973

2 Hvar var fyrsti vitinn reistur ?

rétt
Í Keflavík
Á Reykjanesi
Í Reykjavík
Á Bessastöðum

3 Hvað hét fyrsti vitavörðurinn á Íslandi ?

rétt
Arnbjörn Ólafsson
Jón Sigurðsson
Bubbi Morthens
Skúli Magnússon

4 Hvar var fyrsti vitinn í einkaframkvæmd reistur ?

rétt
Á Hornbjargi
Á Langanesi
Í Mosfellsbæ
Á Dalatanga

5 Hverjum máttu vitaverðir ekki sýna vitana ?

rétt
Síðhærðum og ógreiddum mönnum
Ræfilslegu og nöldrandi fólki
Drukknu og tötralegu klæddu fólki
Aðkomumönnum

6 Hvaða ár voru komnir vitar í alla landsfjórðunga ?

rétt
1900
1908
1862
1988

7 Hvaða þrennskonar öryggishlutveri gegna vitarnir ?

rétt
Lýsa upp skammdegið, skapa stemmingu, hjálpa fólki
Leiðbeina um staðsetningu, lýsa upp skammdegið, vara við siglingarhættu
Vísa leið inn á hafnir og skipalægi, leiðbeina um staðsetningu, vara við siglingarhættu
Vísa leið inn á hafnir og skipalægi, leiðbeina um staðsetningu, senda út skilaboð

8 Hvernig fá flestir ljósvitanna orku sína ?

rétt
Með bensíni
Úr orkudrykkjum
Með gasi
Með rafmagn

9 Einn viti á landinu er enn með gasljósi, hvar er hann ?

rétt
Hvalfirði
Gasstöðinni
Hveragerði
Bolungarvík

10 Af hverju er ekki ljósviti á Egilsstöðum ?

rétt
Þeir eru svo ratvísir
Þeir sjá svo vel í myrkri
Liggur ekki að sjó
Tíma ekki að borga rafmagnið


Heimildir

  • Vitar á Íslandi, Leiðarljós á landsins ströndum 1878 – 2002, Siglingastofnun Íslands, Kópavogur, 2002.
  • Einar Vilhjálmsson, „Íslenskir vitar“ Sjómannablaðið Víkingur, 4.-5. tbl. 1987.
  • Vefur Siglingarstofnunar