Vextir og vaxtaútreikningar

Úr Wikibókunum, frjálsa kennslubókasafninu
Jump to navigation Jump to search

Vextir og vaxtaútreikningar[breyta]

Hafþór Einarsson


Efnisyfirlit[breyta]

- Inngangur

- Hvað eru vextir

- Hvað er vaxtatímabil

- Hvernig skal reikna út vexti

- Hvað eru vaxtavextir

- Hvernig skal reikna út vaxtavexti


Inngangur[breyta]

Hérna er ætlunin að fjalla um vextir eru og hvernig reikna á þá út. Vextir snerta alltaf meira og meira líf okkar hérna á íslandi þar sem flestir eru í með einhver lán eða að lána einhverjum pening. Bankakerfið byggir að mestu leiti upp á lánaviðskiptum.

Hvað eru vextir[breyta]

Vextir er það sem lánadrottnarinn fær borgað fyrir að hafa lánað lánþeganum umfram höfuðstól. Þannig að vextirnir eru þóknun fyrir afnot af peningum annara. Leigan fyrir peninga.


Hvað er vaxtatímabil[breyta]

Vaxtatímabil geta verið mismunandi. Vextir geta verið reiknaðir á mánuði eða ári eða í raun bara eftir samkomulagi á milli lánadrottnara og lánþega. Í vaxtaárinu eru hins vegar 12 mánuði eða 360 dagar. Það eru alltaf 30 dagar í mánuði í vaxtaárinu. Óháð því hvort um janúar, febrúar eða apríl er að ræða. Allir telja þeir 30 daga í vaxtaárinu.


Hvernig skal reikna út vexti[breyta]

Þegar reiknaðir eru út vextir þá er notuð eftirfarandi formúla.

v = i * H * t

Þar sem v = vextir; i = prósentutugabrot (prósenta/100); H = höfuðstóll, t=n tímabil

Vextir ofan á höfuðstól eru hins vegar reiknaðir með þessari formúlu

H + v = H + i * H * t

Þar sem v = vextir; i = prósentutugabrot (prósenta/100); H = höfuðstóll, t=n tímabil


Hvað eru vaxtavextir[breyta]

Vaxtavextir verða í raun til þegar að farið er að reikna vexti ofan á vextina. Þ.e. þegar að tímabilið sem peningarnir sem eru fengnir að láni eru lengur í láni heldur en í eitt vaxtatímabil.


Hvernig skal reikna út vaxtavexti[breyta]

Þegar að reiknaðir eru vaxtavextir þá breytist formúlan aðeins því tímabilið getur innihaldið mismunandi fjölda vaxtatímabila.

Vaxtavextir eftir eitt ár með mismunandi fjölda vaxtatímabila

H(i/m)^m

Þar sem H = höfuðstóll; i = prósentutugabrot (prósenta/100); m = vaxtatímabil; ^ = veldi

Höfuðstólinn auk vaxtavaxtanna eftir eitt ár með mismunandi fjölda vaxtatímabila

H(1+i/m)^m

Þar sem H = höfuðstóll; i = prósentutugabrot (prósenta/100); m = vaxtatímabil; ^ = veldi

Vaxtavextir eftir n ár

vn = H(i/m)^m*n

Þar sem v = vextir; n = tímabil; H = höfuðstóll; i = prósentutugabrot (prósenta/100); m = vaxtatímabil; ^ = veldi

Höfuðstóll auk vaxtavaxta eftir n ár

Hn = H(1+i/m)^m*n

Þar sem v = vextir; n = tímabil; H = höfuðstóll; i = prósentutugabrot (prósenta/100); m = vaxtatímabil; ^ = veldi