Vefrallý/Vefrallý um utanríkisráðuneytið
Vefrallý um Utanríkisráðuneytið
Þetta vefrallý er ætlað fyrir 5. - 6. bekk. Markmiðið með þessu verkefni er að nemendur fái örlitla innsýn í störf utanríkisþjónustunnar og fái æfingu í að leita að upplýsingum á vef.
Gert er ráð fyrir að verkefnið sé unnið sem einstaklingsverkefni eða þá tveir og tveir saman. Niðurstöðum skal skilað til umsjónarkennara á wordskjali í tölvupósti.
Svör við spurningum má finna á vef utanríkisráðuneytisins.
1. Hver er utanríkisráðherra Íslands?
2. Hvað eru sendiráð Íslands mörg?
3. Hvað eru fastanefndir Íslands hjá alþjóðastofnunum margar?
4. Hvaða ár varð ísland aðili að Sameinuðu Þjóðunum?
5.Hvað heitir ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins?
6. Hvar var fyrsta sendiráð Íslands opnað og hvaða ár var það?
7. Hvaða ár var utanríkisráðuneytið stofnað?
8. Hvað heitir sendiherra Íslands í Stokkhólmi?
9. Hvert er netfang Fastanefndar Íslands hjá Nato?
10. Hvaða ár var gerður fríverslunarsamningur við Færeyjar og hvenær var hann staðfestur?
11. Nefnið 3 nefndir á vegum utanríkisráðuneytisins?
12. Nefnið 3 alþjóðastofnanir sem Ísland er aðili að?
13. Nefnið 2 stofnanir sem eru tengdar utanríkisráðuneytinu?
14. Hvert er heimilisfang utanríkisráðuneytisins í Reykjavík?
15. Ef þú ert að fara til Búrkina Faso, þarftu þá vegabréfsáritun?
17. Er Ísland í stjórnmálasambandi við Óman?
Höfundur: Hafþór Þorleifsson