Vefrallý/Upplýsingaveita sjávarútvegsins

Úr Wikibókunum

fisheries.is - upplýsingaveita sjávarútvegsráðuneytisins

Höfundur Salvör Gissurardóttir

Þetta vefrallý er fyrir 12-16 ára grunnskólanemendur.

Hvað veistu um íslenskan sjávarútveg og hversu fljót(ur) ertu að finna upplýsingar um hann? Svaraðu eftirfarandi spurningum á blað um íslensku landhelgina, fiskistofnana og veiðarnar. Hvað varstu lengi að finna öll svör? Vefurinn sem þú átt að skoða er Upplýsingaveita sjávarútvegsráðuneytisins

  1. Hvenær lýsti Ísland yfir 3 sjómílna landhelgi?
  2. Hvenær var landhelgin færð út í 200 mílur?
  3. Hver er heildarafli íslenska flotans á Íslandsmiðum (í tonnum)?
  4. Hvað er þorskur mörg prósent af aflaverðmæti?
  5. Hvað eru sjávarafurðir mörg prósent af vöruútflutningi frá Íslandi?
  6. Hvað er árlegur ýsuafli mikill að meðaltali?
  7. Hvernig er steinbítur veiddur?
  8. Hvernær ársins hrygnir loðna?
  9. Á hverju lifir ufsi?
  10. Hvað veiddist mikið af hrognkelsum árið 2000?
  11. Hvar við landið er mest af Hörpudiski?
  12. Hvað eru margir síldarstofnar eru á Íslandsmiðum og hvað heita þeir?
  13. Hver mikill var rækjuaflinn árið 2000?
  14. Hvað lönduðu togarar mörg prósent af heildarverðmæti afla árið 2000?
  15. Hvað voru gerðir út margir ísfiskstogarar og frystitogarar árið 2000?