Fara í innihald

Vefrallý/Mannréttindi og borgaraleg vitund

Úr Wikibókunum

Mannréttindi og borgaraleg vitund

[breyta]

Vefrallýið er ætlað nemendum á unglingastigi með það að markmiði að efla borgaralega vitund unglinga og að þeir geri sér grein fyrir að þátttaka þeirra og virðing mannréttinda í samfélaginu skiptir máli.

Verkefnalýsing

[breyta]

Verkefnið má leggja fram sem einstaklingsverkefni að hluta eða öllu leyti og nýta niðurstöðurnar í umræður í stærri hópum. Einnig má leysa verkefnið í hópum og hvetja til umræðna áður en niðurstöður eru settar á blað. Framsetning úrlausna nemenda getur verið með margvíslegu móti allt eftir því hvað kennari ákveður að gefa mikinn tíma í verkefnið.

Upplýsingaveitur

[breyta]

Vefur námsgagnastofnunar um borgaravitund og lýðræði [1] Vefurinn barnasáttmálinn [2] Vefsvæði Humanrights.is [3]


Svarið eftirfarandi spurningum og orðið ykkar skoðun.

  1. Hvað er borgari?
  2. Hver er ykkar skilgreining á borgaralegri vitund?
  3. Hvað er lýðræði?
  4. Hvað teljið þið vera borgaralega þátttöku?
  5. Hver teljið þið vera grundvallar mannréttindi?
  6. Nefnið dæmi um brot á mannréttindum samkvæmt mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu Þjóðanna.