Fara í innihald

Vefrallý/Leikjavefurinn

Úr Wikibókunum

Höfundur: Ásdís Helga Hallgrímsdóttir

Þetta er vefrallý um Leikjavefinn ætlað nemendum í 3.-4. bekk.

Í þessu vefrallýi eigið þið að skoða Leikjavefinn á slóðinni www.leikjavefurinn.is [[1]].

Þið farið inn í Leikjasafnið og vinnið verkefnið þar. Markmiðið er að svara öllum spurningunum hér að neðan hratt og örugglega.

Þið megið vinna 2 og 2 saman. Skila skal niðurstöðum til kennara í lok tímans.Spurningar:

1. Hvað eru margir flokkar í leikjasafninu?

2. Í hvaða flokki eru flestir leikir?

3. Hvaða leiki kannast þú við í flokknum Námspil?

4. Fyrir hvaða aldur er leikurinn Frost og fjörefni í flokknum Ýmsir námsleikir?

5. Hver eru markmiðin í þeim leik?

6. Hvaða gögn þarf að hafa við hendina ef spila á Hittu í mark! í flokknum Námspil?

7. Hvernig er leiklýsingin á leiknum Að búa til orð í flokknum Orðaleikir?

8. Í hvaða flokki eru útileikir?

9. Í hvaða flokk er leikurinn Spottakynning?

10. Hvaða leikur fannst þér áhugaverðastur og af hverju?


Veljið einn leik úr leikjabankanum til að kynna fyrir bekkjarfélögum ykkar.

Prófið sjálf að fara í hann þannig að þið séuð viss um hvernig hann er áður en að kynningunni kemur.

Þið megið prenta út leikinn sem þið veljið.

Hvað tók ykkur langan tíma að svara öllum spurningunum?


Gangi ykkur vel :)

Ásdís