Vefrallý/Kynning á upplýsingavefnum Ara fróða
Vefrallý
Kynning á upplýsingavefnum Ara fróða
Samvinnuverkefni fyrir 11 – 14 ára.
Höfundur: Ívar Sigurbergsson
Tilgangur þessa vefrallýs er að nemendur kynnist og læri að notfæra sér þær upplýsingar sem eru að finna á veraldarvefnum með aðstoð upplýsingavefsins Ara fróða. Verkefnið er hugsað sem samvinnuverkefni þar sem 2 til 3 vinna saman.
Finnið svör við eftirfarandi spurningum með því að nota arifrodi.com
1. Upplýsingavefurinn Ari fróði heitir eftir Ara Þorgilssyni hinum fróða. Aflið ykkur tveggja til þriggja staðreynda um Ara Þorgilsson.
2. Hvert er hitastigið í London í dag?
3. Finnið gengi dönsku krónunnar.
4. Hvað er klukkan í Hong Kong og hversu mikill tímamunur er á Hong Kong og Íslandi?
5. Finnið vefslóð um mannanöfn og athugið hvað nöfnin ykkar merkja?
6. Finnið símanúmerið hjá Alþingi.
7. Á arafrodi.com er tengill sem vísar á síðu um ferðalög og þar er hægt að finna upplýsingar um Túnis. Hvert er opinbert tungumál í Túnís?
8. Finnið eina fréttafyrirsögn sem ykkur finnst athyglisverð og takið fram hjá hvaða fréttamiðli þið funduð fyrirsögnina.
9. Á arafrodi.com er leitargluggi frá google.com þar sem er hægt að slá inn leitarorð. Sláið inn orðið Ísland og athugið hversu oft Ísland kemur fyrir á leitarsíðunni.