Fara í innihald

Vefrallý/Jarðskjálftar á Íslandi

Úr Wikibókunum

Þetta vefrallý er fyrir 10 – 12 ára grunnskólanemendur. Góð hugmynd er að nemendur leysa verkefnin í þessum vefrallý tveir og tveir saman og skrifa lausnirnar á Word-skjal og senda kennaranum.


Hvað vitið þið um hvar og hvenær jarðskjálftar verða á Íslandi? Hversu fljót eruð þið að finna upplýsingar um nýjustu skjálftana og hvað þeir eru stórir?

Jarðskjálftafræðingar á eðlisfræðisviði Veðurstofu Íslands fylgjast með jarðskjálftum á Íslandi. Þið getið einnig fylgst með þeim með því að heimsækja vefsíðuna þeirra.

Farið þangað og leitið að svörunum við spurningunum hér að neðan.


Spurningarnar:

  • Hvað merkja punktarnir á Íslandskortinu?
    • 1. Hvar eru þeir flestir þessa stundina?
    • 2. Hvað merkir liturinn á þeim?
    • 3. Hvað tákna dökkbláir punktar?


  • Smelltu á punkt á Íslandskortinu.
    • 4. Hvað gerist þá?
    • 5. Smelltu aftur: Hvað gerist þá?


  • Smelltu á orðið Órói á appelsínugula borðanum efst á myndinni.
    • 6. Hvað merkja rauðu ferningarnir sem koma þá á Íslandskortið?
    • 7. Ef þið smellið á einn af ferningunum sjáið þið línurit yfir óróann í jörðinni.
      Blátt táknar hraðasta titringinn, rautt hægasta titringinn og grænt er þar á milli.
      Hvaða litur er efst?


  • Funduð þið eitthvað annað áhugavert? Hvað?


Hvað voruð þið lengi að finna öll svörin?

Björn E. Árnason