Vefrallý/Hafið og fjaran
Fjaran og hafið.
[breyta]'Vefrallý.' Höfundur: Ólöf Birna Björnsdóttir.
- Þetta vefrallý er einkum ætlað grunnskólanemendum frá 5. bekk.
- Markmiðið með þessu verkefni er að kynna nemendum lífríki fjörunnar og hafsins. Einnig er þetta æfing fyrir nemendur í að leita að upplýsingum á Netinu og vera snögg að því.
- Verkefnið getur verið einstaklingsverkefni eða hópaverkefni og niðurstöðunni á að skila ásamt spurningum á Word-skjali til kennara.
- Svörin við spurningunum fáið þið á vefnum: Fjaran og hafið sem er samvinnuverkefni Námsgagnastofnunar og Hafrannsóknastofnunar.
Verkefni
[breyta]Leitaðu nú svara við eftirtöldum spurningum á vefnum: Fjaran og hafið.
1. Hvað nefnum við þann hluta sjávar sem er yfir landgrunni og í úthafinu?
2. Nefndu þrjú spendýr sem lifa í uppsjónum.
3. Hvað er miðað við að landgrunnið sé á margra metra dýpi?
4. Af hverju er þetta svæði í hafinu mjög mikilvægt?
5. Nefndu fimm tegundir af fiskum sem lifir við landgrunninn.
6. Hvað getur háfurinn orðið langur?
7. Lýstu lúðu (Hippoglossus hippoglossus ) í einni setningu.
8. Grunnsævi kallast svæði í hafinu sem er næst landi.
9. Hvað einkennir þetta svæði?
10. Hvaða spendýr lifa í grunnsævi?
11. Hvað fleiri dýr getur þú nefnt sem lifa í grunnsævi?
12. Í fjörunni kennir ýmissa grasa, nefndu fjórar tegundir þörunga sem lifa í skjólsælli fjöru.
13. Nefndu þrjár tegurnir fugla sem lifa í klettafjöru.
14. Nefndu fimm tegundir af öðrum dýrum sem lifa í fjörunni.
15. Hvaða þjóðsögur tengjast hafinu og fjörunni?
16. Hvað eru mörg dýr á lífverulistanum sem byrja á stafnum þ og hvaða dýr eru það?
17. Eru svampar dýr?
18. Bóluþang er brúnþörungur. Hvar eru heimkynni þess?
Höfundur:
[breyta]Ólöf Birna Björnsdóttir / Nemi í KHÍ --Ólöf Birna 23:27, 14 september 2006