Fara í innihald

Vefrallý/Fjarðabyggð

Úr Wikibókunum

''Vefrallý um Fjarðabyggð''

Höfundur Bylgja Þráinsdóttir

Þetta verkefni er fyrir 10 - 12 ára gamla grunnskólanemendur. Vinnið þrjú saman að því að svara spurningunum hér fyrir neðan og verið fljót að því.

Svörin finnið þið á þessum vefslóðum: http://www.fjardarbyggd.is/ http://www.austurbyggd.is/

  1. Hvar er skrifstofa Fjarðabyggðar til húsa?
  2. Hver er forstöðumaður safnastarfsemi í Fjarðabyggð?
  3. Hvar er Stríðsárasafnið?
  4. Hvar er Sjóminjasafn Austurlands?
  5. Náttúrugripasafnið er í Norðfirði. Hver er opnunartími þess yfir sumarmánuðina?
  6. Nefnið fjöllin fimm sem Ferðafélag Fjarðabyggðar skorar á fólk að ganga?
  7. Hvar er völvuleiðið?
  8. Í templaranum á Fáskrúðsfirði er safn um veru Fransmanna í Fáskrúðsfirði. Hver er sýningarstjóri safnsins?
  9. Á hvaða tímum er sundlaugin á Eskifirði opin um helgar?
  10. Eitt stærsta og glæsilegasta steinasafn í heimi er á Stöðvarfirði. Hver á það?
  11. Hvað heitir vinabær Fáskrúðsfjarðar?
  12. Hvaða ár var fyrsta skíðalyftan tekin í notkun í Oddskarði?