Vefrallý/Bláa Lónið
Útlit
< Vefrallý
Þetta vefrallý er fyrir grunnskólanemendur í 1. til 10. bekk. Vefrallýið má vinna í eins til tveggja manna hópum. Tilgangurinn er að nemendur kynnist Bláa Lóninu, sögu þess, uppruna og vistkerfi.
Miklu máli skiptir að vera snögg að svara eftirfarandi spurningum. Svörin finnið þið á vef Bláa Lónsins.
Niðurstöðum skal skilað skriflega til kennara að verkefni loknu. Gangi ykkur vel!
- Hvenær byrjaði fólk að baða sig í Lóninu?
- Á hvaða sjúkdóm hafa böð í Lóninu jákvæð áhrif?
- Á hve miklu dýpi má finna jarðsjóinn í Lóninu?
- Nefnið þau þrjú efni sem þekkt eru fyrir góð áhrif á ýmsa húðsjúkdóma.
- Af hverju er jarðsjórinn í Lóninu svona blár?
- Hvar liggja háhitasvæðin á Íslandi?
- Á hve miklu dýpi er hitastig vökvans um eða yfir 200°C?
- Hvar er ”Gjáin”?
- Hvað er ”Gjáin”?
- Hvað upplifa gestir ”Gjárinnar”?
- Hvar fara spa- og nudd meðferðir fram?
- Hvað tekur veitingastaðurinn marga gesti?
- Nefnið þrjár tegundir af líkamshreinsivörum (Body).
- Hvenær er opið í Bláa Lóninu á sumrin?
- Hvað kostar fyrir börn yngri en 11 ára ef þau eru í fylgd með fullorðnum?
Höfundur: Guðrún Kristjánsdóttir