Fara í innihald

Vefrallý/Að kveikja líf

Úr Wikibókunum

Höfundur: Jóna Karlsdóttir

Markmið: Verkefninu er ætlað að kveikja áhuga barna á ræktun ýmissa nytjajurta og kynna þeim frumþarfir plantna.

gulrót
Fræ MHNT.BOT.2007.40.124
Kartafla

Kveikjum líf

[breyta]

Verkefnið

[breyta]

Með þessu verkefni kynnist þú hvernig hægt er að kveikja líf plöntuhluta þannig að úr verði heil planta.

Efni og áhöld:

[breyta]

Plöntuhluti, fræ, kartafla, gulrót, sellery, lambhagasalat, afleggjari af plöntu, Vatn. Ílát; undirskál, skál, krukka, Munnþurrka (tissjú)

Framkvæmd:

[breyta]

Veldu þér einn eða tvo plöntuhluta og hentugt ílát. Ef þú ert með afleggjara eða kartöflu þá þarftu hátt ílát en ef þú velur fræ eða gulrót þá nægir undirskál. Settu eitt bréf af munnþurrku í ílátið og fylltu það svo með vatni. Munnþurrkan heldur dregur í sig vatn og vatnið helst lengur í ílátinu. Settu plöntuhlutann þinn í vatnið í ílátinu.

Fræ Settu á vel blauta munnþurrku á undirskál.

Kartöflur Stingdu þremur tannstönglum í kartöfluna þannig að þegar þú setur kartöfluna í krukkuna með vatninu þá er hún að hálfu leyti upp úr vatninu.

Gulrót Ef þú hefur valið gulrót getur þú valið um að setja hana í krukku þannig að efsti hluti hennar stendur uppúr eða skorið efsta hlutann af og sett hann á undirskál.

Sellerystöngulinn, lambhagasalatið og plöntuafleggjarann setur þú í krukku með vatni þannig að það geti staðið upprétt og upp úr vatninu.

Niðurstöður:

[breyta]

Fylgstu með plöntuhlutanum í 2 vikur og skráðu niður hjá þér allar breytingar. Mundu að hafa alltaf nægilegt magn af vatni því vatn gufar upp.

Skýrsla:

[breyta]
Skráðu daglega niður allt sem þú gerir og allar breytingar sem verða á ferlinum