Fara í innihald

Vefleiðangur sturlungaöld

Úr Wikibókunum

Vopn og áhöld á Sturlungaöld

eftir

Guðmund Einarsson og Gunnar Steingrímsson


Kynning

Mikil þróun hefur verið í notkun vopna og áhalda frá því á landnámsöld. Sérstaklega hefur þróunin orðið hröð eftir að byssupúður var notað í skotvopnum. En hvernig var ástandið fyrr á öldum. Hvað var í boði á landnámsöld eða miðöldum? Var það á einhvern hátt betra eða öruggara að lifa á þeim tíma heldur en í dag.


Verkefni

Árið er 1250, þú ert staddur á miðri Sturlungaöld og vilt kynna þér vopn og áhöld sem eru í boði á þessum tíma. Þú vilt einnig kynna þér brynjur og annan stríðsbúnað sem geti komið þér að gagni í deilum við nágranna þinn eftir að hann kallaði þig “taðskeggling”.

  1. Leitaðu að almennum upplýsingum um þessi atriði í gagnasöfnum á netinu.
  2. Veldu þér eitt uppáhaldsvopn og skrifaðu stuttan texta sem lýsir vopninu og ástæðum þess að þú valdir það.
  3. Lýstu því hvernig þú myndir bera þig að í  atlögu að nágranna þínum og hvernig þú myndir vopnbúast, þ.m.t. lýstu bæði vopnunum og varnarbúnaði, s.s. brynju, skildi og hjálm.
  4. Lýstu þeim kostum og göllum sem þér dettur í hug að hafa ekki aðgang að nútímavopnum og búnaði.


Bjargir

Til að leysa verkefnið þurfið þið að afla ykkur upplýsinga. Hér kemur listi yfir nokkrar vefslóðir sem gætu verið áhugaverðar, en einnig þurfið þið að leita sjálf á netinu og svo er alltaf gamla, góða bókasafnið góður staður til að leita að upplýsingum.


Sturlungaöld. http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=4429


Sverð. http://en.wikipedia.org/wiki/Sword


Bogar. http://en.wikipedia.org/wiki/Long_bow

              http://www.britannica.com/eb/article-9028006/crossbow


Brynjur. http://en.wikipedia.org/wiki/Armour


Einnig geta almennar leitarvélar nýst vel í þessu s.s. Google: http://google.com