Fara í innihald

Vefleiðangur - Vafrað um Veröldina

Úr Wikibókunum

Kynning

[breyta]

Til hamingju, verðlaunin eru ferð fyrir 3 að verðmæti 2 miljóna íslenskra króna. Áfangastaðir eru 7 talsins að eigin vali með þeim skilmálum að það þarf að heimsækja allar heimsálfurnar. Lagt er af stað frá Íslandi og ferðin endar þar einnig . Sé afgangur af ferðafénu er því varið til góðgerðarmála að eigin vali.


Verkefni

[breyta]

Verkefnið er miðað við 3ja manna hópa.

Í þessu verkefni þjálfist þið í :

· Að skipuleggja ferðalög með aðstoð vefsins.

· Umreikna ýmsar myntbreytur.

· Kynnast hinni raunverulegu veröld yfir veraldarvefinn.



Leikreglur

[breyta]

Einungis er hægt að fljúga til og frá höfuðborgum þeirra landa sem fyrir valinu verða.

Ekki má dvelja lengur en í 3 daga á hverjum stað.



Skil

[breyta]

Ferðaleið með upplýsingum um :

  • Áfangastað
    • Heiti höfuðborgar
    • Íbúa fjölda
    • Helstu staðir sem eru áhugaverðir innan landsins
    • Upplýsingar um mynt og gengi
  • Dagsetningu
  • Brottfarar og komu tíma í formi staðartíma hvers lands.
  • Heiti flugfélags
  • Verð með flugvallarsköttum
  • Heildar flugkostnaður
  • Upplýsingar um og ástæður fyrir vali á góðgerðarmáli sem valið er.



Vinnuferli

[breyta]

Byrja þarf á að koma sér frá Íslandi og því best að byrja á að leita að ferðum á netinu frá íslensku flug eða ferðaskrifstofunum. Halda þarf til haga upplýsingum um hvert flug og hvern áfangastað, ásamt þeim upplýsingum sem tilgreind eru undir „skil“ hér fyrir ofan. Hver hópur á að skila inn skýrslu um ferðina og ástæðu fyrir vali á góðgerðarsamtökum.



Bjargir

[breyta]

Iceland Air

Iceland Express

Travel Libary

Ryan Air



Mat

[breyta]
Mat
4 3 2 1
Hvernig gekk að svara spurningunum? Öllum liðum var svarað Flestum liðum var svarað Sumum liðum var svarað Engum lið var svarað
Tími Verkefnið kláraðist í tímanum Verkefninu var skilað 1-2 stundum eftir tímann Verkefninu var skilað 3-5 stundum eftir tímann Verkefninu var skilað seinna en 6 stundum eftir tímann
Samvinna Allur hópurinn vann saman Flestir unnu saman Sumir unnu saman Enginn samvinna
Málfar Engar villur fundust Örfár villur fundust Nokkrar villur fundust Margar villur fundust


Niðurstöður

[breyta]

Þegar þið hafið lokið við þetta verkefni ættuð þið að vera fær um að skipuleggja ykkar eigin ferð og vonandi sparað einhvern pening með því að gera það sjálf. Vonandi hafið þið kynnst einhverum nýjum stöðum í veröldinni og hugsað til þeirra sem þurfa á góðgerðar samskotum á að halda.