Vefleiðangrar/Tyrkjaránið árið 1627

Úr Wikibókunum, frjálsa kennslubókasafninu
Fara í flakk Fara í leit

Vefleiðangur - Tyrkjaránið[breyta]

Kynning

Fyrir næstum 400 árum réðust útlendingar til landsins og rændu fólki og fóru með það til ókunnugra landa. Flest fórnalömbin voru Vestmanneyjingar og er Tyrkjaránið eflaust óhugnalegasti atburður sem yfir Vestmanneyjar hefur dunið. Því næst kemur eldgosið á Heimaey árið 1973.


Verkefnið er ætlað miðstigi en samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla á sá aldur að fræðast um þennan fræga atburð.


Verkefni

Bekknum er skipt í þriggja mann hópa. Hver hópur undirbýr verkefni og kynnir það fyrir bekknum. Framsetning er frjáls en hægt er að notast við Power point sýningu, kynningu í Photo story, veggspjald, bækling, bók eða annað sem ykkur dettur í hug. Leggið hugmyndir ykkar fyrir kennara. Allir hópar eiga að afla sér heimilda um Tyrkjaránið ásamt því að nefna nokkrar persónur sem vitað er mest um.Bjargir

http://is.wikipedia.org/wiki/Tyrkjar%C3%A1ni%C3%B0

http://www.ismennt.is/vefir/eyglob/sagave/tyrkir.html

http://www.heimaslod.is/?title=Tyrkjar%C3%A1ni%C3%B0

http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=5738
Ferli

1. Farið í hópana og ákveðið hvernig ykkur langar að setja verkefnið fram

-power point sýning

-veggspjald

-photo story kynning

-bók

-annað


2. Gerið verktilhögun og berið undir kennara


3. Aflið ykkur heimilda og byrjið á verkefninu


4. Undirbúið kynningu fyrir bekkinn


Mat

Áhersla verður lögð á að meta virkni í hópastarfinu, hvernig leiðbeiningum er fylgt sem og samvinna hópsins. Við kynningu á verkefninu dæmir kennari framsögn þar sem skýr framburður, rétt líkamsstaða og framkoma er aðalatatriði.


Niðurstaða

Við lok verkefnisins hafa nemendur kynnst einum stærsta atburði í sögu Íslands. Einnig ættu nemendur að hafa öðlast reynslu í því að leita sér heimilda á Netinu og vera betur undir það búnir að afla sér upplýsinga á þeim vettvangi. Síðasti hluti verkefnisins, kynningin, er góð æfing fyrir alla nemendur og nauðsynlegt að reyna að stinga þeim þætti að í kennslu við hvert tækifæri.


Höfundur

Sara Dögg Ólafsdóttir

--Saraolaf 12:57, 10 mars 2007 (UTC)