Vefleiðangrar/Tannheilsa

Úr Wikibókunum

Kynning[breyta]

Það er okkur vel ljóst hve mikilvægt er að huga að heilsunni. Tannvernd er stór hluti af heilbrigðum og hollum lífstíl. Mikilvægt er að huga vel að tannheilsunni frá upphafi tanntöku. Nú ætlum við að biðja nemendur í 7. bekk að gera könnun á sælgætisneyslu bekkjarfélaga sinna og kynna sér áhrif óhóflegrar sælgætisneyslu á tannheilsuna.

Verkefni[breyta]

Þið eigið að skoða vel vefina hér fyrir neðan auk þess sem þið getið notað leitarvélar til að viða að ykkur frekari upplýsingum um tannheilsu. Þið eigið að leggja spurningar fyrir bekkjarfélagana þar sem þið kannið sælgætisneyslu þeirra. Að lokum skuluð þið setja fram helstu niðurstöður úr könnunum ykkar.

Ferli/Vinnulag[breyta]

Hver bekkur skiptir sér niður í fimm manna hópa. Þið búið til 10 ólíkar spurningar til að nota í könnunina. Notið vefina eða leitarvélarnar til að búa til spurningarnar. Þið skiptið með ykkur verkum þar sem tveir skrifa spurningar og svör og einn tekur könnunina. Tveir sameina síðan niðurstöður á sameiginlegt veggspjald þar sem raðað verður eftir fjölda niðurstaðna.


Bjargir[breyta]

Hér finnum við ýmislegt sem viðkemur tannhirðu.

  • Tannvernd

http://wayback.vefsafn.is/wayback/20060304202550/www.landlaeknir.is/template1.asp?PageID=1070 http://www.lydheilsustod.is/fraedsla/fraedsluefni/tannvernd/ http://www.heilsugaeslan.is/?PageID=749

  • Tannheilsa

http://www.tannheilsa.is/interpro/heilb/tannvernd.nsf/pages/index.html http://brunnur.stjr.is/interpro/heilb/tannvernd.nsf/pages/wpp0010 http://doktor.is (t.d. tannheilsa í leitarskilyrði)

  • Tannhirða

http://www.tannsi.is/fraedsluefni/tanntaka-og-tannhirda-barna/ http://um.margmidlun.is/um/tannsi/vefsidur.nsf/index/7.021?open http://www.ismennt.is/vefir/namskra/g/heimili/tr02.html (Aðalnámskrá/..góð tannhirða mikilvæg)

  • Andremma

http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=5700 http://www.tannsi.is/fraedsluefni/andremma-og-munnthurrkur/

  • Fegurri tennur

http://wayback.vefsafn.is/wayback/20050616123054/www.doktor.is/Article.aspx?greinid=1035

  • Fyrsta tönnin

http://barnaland.mbl.is/main/main.aspx?sid=445

  • Sterkar tennur

http://wayback.vefsafn.is/wayback/20041109134922/www.ms.is/category.aspx?catID=126

  • Tannverndardagurinn

http://www.tannheilsa.is/interpro/heilb/tannvernd.nsf/pages/wpp0143

  • Tannlæknafélag Íslands

http://www.tannsi.is/

  • Flúor

http://wayback.vefsafn.is/wayback/20050616123049/www.doktor.is/Article.aspx?greinid=1952



Mat[breyta]

Þetta er hópverkefni sem verður metið eftir því hversu vel nemendum tekst að nálgast efnið. Hvort spurningar séu vel framsettar og innihaldið skýrt og hnitmiðað. Mikilvægt er að vinna vandlega með svör könnunarinnar og samræma niðurstöður.

Niðurstöður[breyta]

Það er hægt að fræðast um ýmislegt sem tengist tannheilsu og tannhirðu á netinu. Við sjáum að það er nauðsynlegt að hugsa vel um tennurnar og hirða þær reglulega. Hollt mataræði er líka nauðsynlegt til að viðhalda góðri tannheilsu. Ýmsum spurningum sem tengjast tannhirðu hefur verið svarað og við erum fróðari um tannvernd.