Fara í innihald

Vefleiðangrar/Svarthol

Úr Wikibókunum
Þegar svarthol færist fram fyrir vetrarbraut sveigir það ljósið frá henni í kring um sig. Þá koma svokallaðir Einstein-hringir fram.

Hvað eru svarthol? Vefleiðangur handa 12-14 ára krökkum í náttúrufræði.

Vinnið þrjú eða fjögur saman í hóp.


Kynnning

[breyta]

Flestir krakkar vita ekki mikið um hvað er í geimnum. En þegar þeir verða eldri læra þeir smám saman meira og meira um heiminn og þá finnst þeim hann verða skrítnari og skrítnari!

Eitt af undarlegustu fyrirbærum alheimsins eru svokölluð svarthol.

Í þessu verkefni lærið þið ýmislegt um svarthol sem flestir fullorðnir vita mjög lítið um ennþá því það er svo margt sem vísindamenn eru nýbúnir að uppgötva um þau. Það er ekki einu sinni komið í kennslubækurnar okkar!


Verkefnið

[breyta]

Verkefni ykkar er að raða saman fróðleiksmolum og myndum um svarthol þannig að til verði lítil frásögn um þau.


Frásögnin á að vera í fjórum köflum:

  1. Hvað eru svarthol
  2. Hvernig verða þau til
  3. Hvað gerist nálægt þeim
  4. Hvernig má finna þau


Í verkefninu verða að vera:

  1. Að minnsta kosti 10 staðreyndir um svarthol
  2. Að minnsta kosti 2 kenningar um hvernig þau myndast
  3. Að minnsta kosti 2 aðrir hlutir í geimnum sem tengjast svartholi
  4. Að minnsta kosti 8 skýringarmyndir
  5. Og svör við eftirfarandi spurningum:
    • Hver er massi svarthols?
    • Hvað eru sjónhvörf?
    • Hvaða áhrif hefur svarthol á rúmið (geiminn) í kring?
    • Hvað getur slitið hluti, til dæmis geimskip, í sundur í grennd við svarthol?


Skiptið með ykkur verkum, þannig að

  • ein(n) verði myndasafnarinn sem safnar myndum og velur þær bestu
  • ein(n) verði fræðimaðurinn sem útskýrir hvað helstu fyrirbærin eru
  • ein(n) verði skýrsluhöfundur sem setur saman kynningu um svarthol
  • ein(n) verði kynnir sem heldur fyrirlestur fyrir hin í bekknum


Bjargir (efni sem er hægt að nota)

[breyta]

Á íslensku, ætlað öllum:


Á íslensku frá íslenskum krökkum:


Hreyfimyndir á ensku, ætlaðar krökkum:


Örstuttar hreyfimyndir:


Aðrar myndir (með texta á ensku):


Lesmál á ensku, ætlað krökkum:


Lesmál á erfiðari ensku, ætlað öllum:



Úrvinnsla

[breyta]

Kennarinn segir ykkur nánar hvernig þið eigið að vinna þetta verkefni. Það er mjög líklegt að hann vilji að þið kynnið niðurstöður ykkar fyrir hinum í bekknum, ef til vill með því að

  1. Flytja fyrirlestur með tölvu og skjávarpa eða
  2. Gera plakatt með myndum og texta eða
  3. Skrifa ritgerð sem á að vera að minnsta kosti 200 orða löng og lesa hana fyrir bekkjarsystkinin


Loks eigið þið að segja hvernig ykkur fannst að vinna þetta verkefni.


Gangi ykkur vel!


Sett saman af Birni E. Árnasyni.