Vefleiðangrar/Snjóflóð
Kynning
[breyta]Íslendingar hafa oft þurft að takast á við óblíð náttúruöfl og hættulegar afleiðingar þeirra. Á árunum 1901-2001 fórust 166 manns á Íslandi í snjóflóðum. Slysum af völdum snjóflóða utan byggðar hefur farið fjölgandi á síðustu árum vegna aukinna ferða um óbyggðir. Grundvallaratriði í viðbúnaði við náttúruvá er þekking á hættunni sem við er að eiga. Þessi vefleiðangur er hugsaður fyrir nemendur í 8. bekk enda kveður svo á um í námskrá að nemendur í 8. bekk læri um helstu náttúruferli sem geta valdið hamförum á Íslandi s.s.eldgos, jarðskjálfta, snjóflóð og vinda. Áætlað er að verkefnið taki u.þ.b. 10-12 kennslustundir.
Farið er fram á að þið, nemendur, setjið ykkur í spor starfsmanna á auglýsingastofu sem hafa fengið það hlutverk að hanna kynningarbækling og veggspjald þar sem koma fram upplýsingar um ýmislegt sem tengist snjóflóðum. Þið eigi að vinna í hópum og miklar væntingar eru gerðar til vinnu ykkar og umfjöllunin á vera ykkur til sóma.
Verkefni
[breyta]Verkefnið felst í að:
- gera veggspjald þar sem upplýsingar eru til dæmis um hvar snjóflóð falla helst á Íslandi,við hvaða veðurskilyrði þau falla, til hvaða ráða á að grípa þegar snjóflóðahætta er í byggð, hvernig haga á ferðum í fjalllendi til að forðast snjóflóð og hvað á að gera ef lent er í snjóflóði eða ef einhver sést lenda í snjóflóði. Einnig á að gera stutt yfirlit yfir sögu snjóflóða á Íslandi og til hvaða varna er hægt að grípa við að verja byggð fyrir snjóflóðum.
- gera kynningarbækling fyrir almenning um snjóflóð og hættuna sem stafar af þeim. Hér reynir á ykkur að velja hvaða upplýsinga er þörf í þessu sambandi.
Í lok verkefnisins þurfa hóparnir að kynna verk sín. Að verkefninu loknu verða veggspjöld og kynningarbæklingar til sýnis á göngum skólans.
Verkefnið gerir kröfur til ykkar um sjálfstæð og skapandi vinnubrögð. Ykkar er að afmarka viðfangsefnið. Skipuleggið það og leysið í samræmi við hvert annað. Munið að kennarinn er ykkur til leiðbeiningar og stuðnings.
Bjargir
[breyta]Almannavarnir ríkisins Á þessum vef er ýmislegt varðandi forvarnir og viðbrögð gegn snjóflóðum.
Veðurstofa Íslands Á þessum vef er hægt að finna t.d. upplýsingar um þá þéttbýlisstaði á Íslandi þar sem snjóflóða hætta er
Náttúruhamfarir og mannlíf Á þessum vef er að finna t.d. upplýsingar um sögu snjóflóða á Íslandi, eðli og gerðir snjóflóða og snjóflóðavarnir
Google Ef þið viljið leita sjálf að upplýsingum er upplagt að nota Google
Útbúnaður útivistarfólks Hér er að finna upplýsingar um útbúnað sem gæti hjálpað ef lent er í snjóflóði
Snjóflóðaýlar Hér er að finna upplýsingar um snjóflóðaýla sem eru mjög nauðsynlegir fjallafólki
Landsbjörg Hér eru upplýsingar um björgunarsveitina Landsbjörgu
Vísindavefurinn Hér eru upplýsingar um orsakir snjóflóða og tegundir þeirra
Ferli
[breyta]- Þið vinnið í þriggja manna hópum. Kennari skiptir í hópana. Þið eigið að ímynda ykkur að þið séuð starfsmenn auglýsingastofu þannig að þið þurfið að finna nafn á stofuna. Skiptið með ykkur verkum á sanngjarnan hátt.
- Byrjið á að afla ykkur upplýsinga, greinið þær og flokkið og geymið á skipulegan hátt.
- Gerið uppkast af veggspjaldinu. Þið hafið nokkuð frjálsar hendur með stærð þess en gætið þó að því að það verði ekki alltof stórt. Ákveðið hvaða upplýsingar og myndir eiga að vera á því og hvernig uppröðun á að vera. Hafið fyrirsagnir lýsandi fyrir efnið. Ákveðið hvaða leturgerð og litasamsetningu þið ætlið að nota. Hafið í huga heildarmynd veggspjaldsins og að einfaldleikinn er oft bestur. Það þykir ekki bera vott um góða hönnun að öllu ægi saman svo sem mismundandi leturgerðum. Fyrirsagnir, myndir, litir og letur þarf allt að spila vel saman.
- Búið til uppkast af kynningarbæklingum. Hann á að vera þríblöðungur. Hér þarf að huga vel að innihaldi, hvað er nauðsynlegt í svona bæklingi. Hafði sömu atriði í huga og talin voru upp fyrir veggspjaldið varðandi hönnun útlits.
- Gætið þess vel að samræmi sé milli veggspjalds og bæklings.
- Hannið veggspjaldið í samræmi við uppkastið sem þið voruð búin að gera. Notið teikniforrit t.d. Inkscape og myndvinnsluforrit t.d.Photoshop til að búa til og lagfæra myndir.
- Hannið kynningarbæklinginn í Publisher í samræmi við uppkastið sem þið voruð búin að gera. Notið teikniforrit og myndvinnsluforrit til að búa til og lagfæra myndir.
- Undirbúið kynningu (u.þ.b. 10 mínútur) fyrir bekkinn á afrakstri vinnu ykkar.
Mat
[breyta]Verkefnið verður metið af nemendum og kennara. Umsögn verður gefin um verkefnið og einnig einkunn.
- Hver hópur heldur dagbók meðan á vinnu stendur. Í dagbókinni á að koma fram hvernig gengur að afla upplýsinga og vinna úr þeim, hvernig samvinnan gengur, hvað hver og einn gerir og hvernig gengur að nýta sér tæknina. Á grundvelli dagbókarinnar verður hver hópur beðinn um að meta vinnu sína. Þetta gildir 40% á móti mati kennarans.
- Mat kennara gildir 60% á móti mati nemenda, þar af er mat á kynningu verkefna 10%. Mat kennarans byggir á:
- skipulagi vinnu í hverjum hópi (samvinna,starfsandi, virkni hvers og eins)
- hvernig upplýsinga var aflað úr heimildum og hvernig úrvinnsla þeirra er
- hvernig framsetning efnis er í kynningarbæklingi og á veggspjaldi (innihald, útlit, frágangur)
- áhuga og sjálfstæði í vinnubrögðum
- framsetningu, tjáningu og efnistökum á kynningu
Niðurstöður
[breyta]Í lok verkefnisins ættu nemendur að hafa gert sér góða grein fyrir orsökum snjóflóða og hvar á landinu snjóflóðahætta er talin mikil. Einnig ættu þeir að hafa lært nokkur grundvallar atriði í forvörnum gegn snjóflóðum. Þeir hafa líka lært að vinna eftir ákveðnu ferli.
Höfundur: Dagný Birnisdóttir