Vefleiðangrar/Silfursmíði

Úr Wikibókunum, frjálsa kennslubókasafninu

Vefleiðangur smíða einfaldan skart- eða nytjahlut úr góðmálmi. Allir þeir sem hafa einhverja kunáttu í smíði geta hannað og búið til hluti eins og þeir vilja. Það er mikilvægt fyrir fólk að það noti eigin ímynunarafl við vinnu sína. Hægt er að sækja ýmiss námskeið og einnig er hægt að stunda nám í fjarkennslu og læra hvernig hlutir eru búnir til úr silfriEfnisyfirlit[breyta]

- Kynning - Verkefni - Bjargir - Ferli - Mat - Niðurstaða


Kynning[breyta]

Nemar eiga að hanna og smíða einfalda skart- eða nytjahlut úr góðmálm. Nemendur eiga að láta sitt hugmyndarflug njóta sína í verkefninu. Stefnt er að því að þeir nái tökum á grunnverkþáttum silfursmíðinnar svo sem sögun, þjölun, hömrun, kúbun, póleringu, tin- og silfurkveikingum og litun málma.


Verkefni[breyta]

Nemendur eiga að hanna einfaldan hlut og láta ímyndunaraflið sitt að njóta sín. Allir hlutir eru handgerðir og því enginn eins. Nemendur gera skissu hvernig hluturinn á að líta út áður en að byrjað er að búa til hlutinn. Dæmi um verkefni gætu verið nælur, hálsmen, hringar, eyrnalokkar, beltissylgjur eða það sem nemendur vilja búa til. Verkfæri og efni: Endurunnið silfur, kósangaslogi, flúx, lóð, vatn, þjöl, sandpappír, klofi, Póleringsvél, keila og hringamát.


Bjargir[breyta]

http://www.silverspiderforge.com/silversmithing.html - Grundvallaratriði í silfursmíði

http://www.smidakennari.is/ - Vefur smíðakennarafélags Íslands

http://wayback.vefsafn.is/wayback/20041027155130/kvoldskoli.kopavogur.is/namskeid.html - Kvöldskóli Kópavogs

http://www.erna.is/molar.htm - Fróðleiksmolar Ernu


Ferli[breyta]

Byrjað er á því að ákveða hvernig hlut nemandinn ætlar að smíða og gott er að búa til mynd af hlutnum. Dæmi um ferli á t.d. armbandi þá er best að byrja á því að afglóða silfrið með kósangasloga þar til það verpist á brúnunum. Síðan er snöggkælt og sett í sýru. Síðan er gott að pússa ræmuna, í póleringsvélinni, á báðum hliðum áður en hún er beygð til að ná fram glansinum á armbandinu. Næsta skrefið er að beygja armbandið/hringinn í það form sem maður óskar sér. Hafa ber í huga að til að endarnir á armbandinu geti krossað yfir hvorn annan er best að sníða bútinn á ská.


Mat[breyta]

Við mat á verkefninu skal fylgja verkefnalýsing og teikning (skissa) og skila með verkefninu. Tilgreina skal heiti verksins, efnivið og lýsa framkvæmdinni. Einnig er gott að láta ljósmynd fylgja með.


Niðurstaða[breyta]

Í lok námskeiðsins verður farið yfir og lagt mat á framistöðu nemandans og mun kennarinn hafa til hliðsjónar vinnubrögð, ástundun og gefa góð ráð um áframhald ef áhugi er fyrir hendi. Eftir að hafa búið til skartgrip úr endurunni silfri þá er það auðveld leið að geta búið til skartgrip án lítils kostnaðar.Höf: Áslaug Hreiðarsdóttir