Fara í innihald

Vefleiðangrar/Rick Astley

Úr Wikibókunum

Vefleiðangur Rick Astley

Efnið er fyrir 9.-10. bekk

Kynning[breyta]

Rick Astley vill koma til Íslands, hann vill halda hér tónleika en fær ekki leyfi til þess nema hann flytji lagið ,,Never gonna give you up" á íslensku og taki upp nýtt myndband á íslenskri grundu.

Verkefni[breyta]

Þið hafið verið fengin til þess að þýða texta úr laginu “Never gonna give you up” með Rick Astley og skrifa handrit af myndbandi við lagið, ásamt því að undirbúa framleiðslu myndbandsins.

Ferli[breyta]

• Þýða textann yfir á íslensku

• Skrifa upp nýtt handrit með hliðsjón af því sem Rick gaf út áður

• Finna hugsanlega leikara í myndbandið

• Finna staðsetningu fyrir upptöku á myndbandi

• Ákveða búninga

• Skila fullunninni þýðingu á textanum á rafrænu formi

• Skila handritinu í word skjali

• Skila pdf skjali með myndum og nöfnum hugsanlegra leikara og myndum af búningum.

Mat[breyta]

Verkefnið er metið sem 10% af lokaeinkunn í ensku. Handritið er metið sem 10% af lokaeinkunn í íslensku. Frágangur skjala á rafrænu formi er metinn sem 10% af lokaeinkunn í upplýsingatækni.


Niðurstöður[breyta]

Þegar verkefninu er lokið eigið þið að kunna skil á uppsetningu handrita í myndbandagerð. Frágangi skjala á word og pdf formi. Auk þess hafið þið fengið þjálfun í leit á textum, myndböndum og fleira efni á netinu.

Bjargir[breyta]

Heimasíða Rick Astley þar sem þið finnið allt um goðið.[1]

Youtube - myndbandasafn[2]

Textasíða [3]

Leikarasíða[4]

Félag íslenskra leikara[5]

Orðabók[6]

Hvernig á að skrifa handrit[7]