Vefleiðangrar/Kynfræðsla
Aldurshópur
[breyta]8.- 10. bekkur grunnskóla (og jafnvel 1. ár menntaskóla)
Efni
[breyta]Kynfræðsla
Kynning
[breyta]Sigga og Jói sváfu saman fyrir 2 vikum síðan. Þau notuðu engar getnaðarvarnir (kjánar!). Núna er Jói kominn með skrítin útbrot og kláða á kynfærunum. Hann er orðinn verulega áhyggjufullur og þorir ekki að segja neinum frá. Verkefni: Hvað gæti hugsanlega verið að Jóa? Hvert gæti hann leitað? Hvernig hefði hann getað komið í veg fyrir þetta? Þarf hann að tala við Siggu og segja henni frá þessu?
Ferli
[breyta]Verkefnið skal vinnast í 3 manna hópum og eru 2 kennslustundir ætlaðar til verksins. Við lok verkefnis skal hópurinn halda kynningu fyrir bekkinn. Hver hópur fær 10-15 mín sem mega notast að vild, t.d. má kynningin innihalda myndbönd. Einnig gætuð þið útbúið vefsíðu/dreifibréf með helstu upplýsingum úr kynningunni og dreift til samnemenda ykkar.
Bjargir
[breyta]Nokkrar gagnlegar krækjur:
Kynsjúkdómar - spurt og svarað
Mat
[breyta]Helmingur mats verður byggður á jafningjamati, þar sem nemendur meta vinnu annarra hópa. Hinn helmingur matsins byggist annars vegar á mati nemenda á hópmeðlimum (25%) og mati kennara á framlagi hvers einstaklings innan síns hóps (25%).
Niðurstaða
[breyta]Að loknu verkefninu ættu nemendur að vera fróðari um kynsjúkdóma, smitleiðir og forvarnir.