Vefleiðangrar/Jón Sveinsson - Nonni
Útlit
Um verkefnið
Verkefni þetta er ætlað nemendum í miðstigi grunnskóla. Sá sem vinnur sig í gegnum ferlið eða svarar öllum spurningunum ætti að verða fróðari um ævi og störf Jóns Sveinssonar, eða Nonna eins og hann var kallaður.
Námsmarkmið skv. aðalnámskrá
- Að nemendur kynnist verkum valinna íslenskra rithöfunda (Aðalnámskrá grunnskóla, Íslenska. 1999: 37)
Kynning
[breyta]Í þessu verkefni er ætlunin að þið kynnist ævi og störfum Jóns Sveinssonar. Hvaða bækur skrifaði hann? Hvaða menntun hlaut hann? Verkefnið er ætlað nemendum á miðstigi.
Ferli
[breyta]- Þið setjist tvö og tvö saman eða eitt við hverja tölvu. Skiptist á að vinna á tölvuna.
- Svarið þeim spurningunum sem þið fáið úthlutað. Þið ráðið vali á leturgerð en letrið verður að vera 16 - 20 punktar að stærð.
- Leysið verkefnið á Word-skjali, notið hlekkina undir liðnum Bjargir til að svara. Mjög mikilvægt er að svara í heilum setningum.
- Þegar spurningunum hefur verið svarað, prentið svörin út, klippið til og límið á litað karton.
Verkefni
[breyta]- Hvenær og hvar er Jón Sveinsson fæddur?
- Hver var heitasta ósk Nonna sem ungs pilts?
- Hvað varð til þess að Jón Sveinsson fór erlendis í nám og hvert fór hann í nám?
- Hvernig voru aðstæður heima hjá Nonna þegar hann var yngri? Hvernig var fjárhagur foreldra hans?
- Hvar lést Nonni og hvar var hann jarðsettur?
- Hver var Manni og hvað varð um hann?
- Hvaða tungumál kunni Jón?
- Hvað heita bækur Nonna?
- Á hvaða tungumáli skrifaði Jón bækur sínar? Hvað var hann gamall þegar hann byrjaði rithöfundarferil sinn?
- Hvað fannst Íslendingum um kaþólikka á þeim tíma sem Nonna var boðið að fara út í nám? Hverrar trúar voru Íslendingar á þessum tíma?
- Hvað bjó Nonni lengi í Pálshúsi og hvað er það hús kallað í dag?
- Af hverju er nafni Nonna haldið á lofti í ár og sérstaklega núna í nóvember?
- Hvernig var á Akureyri á tímum Nonna?
- Finnið mynd af Jóni Sveinssyni og límið á kartonið. (Til að klippa mynd á að hægri-smella á hana, velja afrita (copy) , fara síðan í Word-skjalið og velja þar líma (paste)). Skrifið texta með myndinni sem útskýrir efni hennar og límið hann neðan við myndina á kartonið.
Bjargir
[breyta]- Vefur um Nonna eftir Þuríði Jóhannsdóttur
- Vefur um Nonna og Nonnahús eftir Aðalheiði Hreiðarsdóttur
- Um Nonna og Nonnahús
- Ágrip af sögu Nonna
- Um afmæli Nonna
- Merkileg minning um Nonna
- Um fæðingarstað Nonna
Niðurstaða
[breyta]Að loknu verkefninu ættuð þið að vera fróðari um ævi og stöf Jóns Sveinssonar.
Höf: Vala Tryggvadóttir, nemi í Kennaradeild HA, haustið '07. Samið fyrir þemadaga um Jón Sveinsson í Síðuskóla, Akureyri 14. og 15. nóvember 2007. Síðast uppfært 14. nóvember 2007.