Vefleiðangrar/Jón Sigurðsson
Jón Sigurðsson
[breyta]Sómi Íslands, sverð og skjöldur
Kynning
[breyta]Við höfum verið beðin um að útbúa kynningu fyrir Hrafnseyrarfélagið um Jón Sigurðsson. Kynningin á að höfða til allra aldurshópa, þó sérstaklega til grunnskólanema. Þið eigið að leita að efni á netinu eins og kostur er og eru nokkrar síður gefnar upp hér að neðan. Einnig hvet ég ykkur að leita að meira efni. Til þess er mjög hentugt að nota leitarvélar eins og Google, einnig má finna bækur með því að nota bókasafnsvefinn Gegni.
Verkefni
[breyta]Verkefnið fellst í því að fjalla um líf og störf Jóns Sigurðssonar forseta. Aðalmálið er að kynningin sé lífleg , skemmtileg, fjölbreytt og frumleg. Innihaldið skiptir náttúrlega miklu máli og því er nauðsynlegt að vandað sé vel til verka og rétt sé farið með heimildir og staðreyndir.
Bjargir
[breyta]Vefur Jónshúss í Kaupmannahöfn
Wikipedia, frjálsa alfræðiritið
Ferli
[breyta]Þið munum vinna í fjórum hópum og skiptið með ykkur verkum á eftirfarandi hátt. Jón S .- Lífsferill Jón S. – Menntun Jón S. – Sjálfstæðiðbaráttan Jón S. – Hvað skildi Jón S. eftir sig, arfleið og hvaða áhrif hann hafði. Þið hafið frjálsar hendur með skil en eigið samt að nota tölvutæknina á einhvern hátt. Verkefnin verða síðan flutt fyrir kennara og fulltrúa frá Hrafnseyrarfélaginu.
Mat
[breyta]Verkefnið gildir 20% af heildareinkunn vetrarins í samfélagsfræði. Mati verður þannig háttað að kennari metur , nemendur meta hvern annan og einnig verður sjálfsmat þar sem nemendur meta sín störf sjálfir. Einnig verður gefin sérstök einkunn fyrir hvert verkefni fyrir sig. Í kennaramati verður eftirfarandi haft í huga:
- Sjálfstæði í vinnubrögðum
- Frumkvæði
- Vandvirkni
- Áhugi
- Frumleiki
Nemendur eiga að hafa eftirfarandi í huga við mat á samnemendum:
- Samvinna
- Vandvirkni
- Áhugi
Niðurstaða
[breyta]Markmið verkefnisins er fyrst og fremst að þjálfa nemendur í að leita að heimildum og þá helst á netinu en einnig eftir öðrum leiðum. Einnig að þjálfa nemendur í því að útbúa efni og miðla til annarra. Siðast en ekki síst að nemendur kynnist sem best einni af Íslands mestu frelsishetju og störfum hans fyrir land og þjóð.
Höfundur
[breyta]Hafþór Þorleifsson