Vefleiðangrar/Indiana Jones
Um verkefnið
Höfundar: Georg Þór Ágústsson og Guðni Hjörvar Jónsson
Kynning
[breyta]Indiana Jones á í vandræðum og þarfnast þinnar hjálpar. Hann er á höttunum eftir sjaldgjæfum krossi sem sagður er smíðaður af Jesú Kristi sjálfum. Vandinn er sá að vondi kallinn er búinn að ná krossinum og er í felum einhversstaðar útí hinum stóra heimi. Hr. Jones veit ekki hvar vondi kallinn er niðurkominn og því þarfnast hann þinnar hjálpar til að finna vonda kallinn og ná krossinum aftur í sínar hendur. Því svona ómetanlegir forngripir eiga heima á söfnum.
Verkefni
[breyta]Verkefnið skal vinna í 2ja manna hópum. Með þessu verkefni þjálfist þið í að nota margvíslegar leiðir til upplýsingaöfluna á netinu.
Þær spurningar sem þarf að svara:
Hvað heitir vondi kallinn?
Hvenær er vondi kallinn fæddur?
Hvert er hið rétta nafn Ali G?
Hvað heitir eyjan sem vondi kallinn er að fela sig á?
Hver eru hnitin (lengdar-, breiddargráða og hæð) á höfuðborg þeirrar eyju?
Vísbendingar
[breyta]Vondi kallinn er leikinn af Alison Doody í einni Indiana Jones myndinni.
Fæðingardagur vonda kallsins er fæðingardagur leikkonunnar.
Eyjan er nafn þeirrar teiknimyndar þar sem Ali G talar fyrir Julien.
Vinnuferli
[breyta]Byrjað er á að fylgja fyrstu vísbendingu og nota þá vefi sem nefndir eru í björgum til að svara þeim spurningum sem nefndar eru hér að ofan. Að því loknum er skrifuð lítil skýrsla um hvernig gekk, verkaskiptingu og smávægileg umsögn um verkefnið.
Bjargir
[breyta]Til eru margar góðar síður með upplýsingum um kvikmyndir og leikara. Einnig hafa leitarvélar gefist vel við leitir af þessu tagi, þá sérstaklega til að minnka rammann af mögulegum síðum. Til eru forrit á netinu sem hægt er að nálgast ókeypis sem snú að landafræðilegum hlutum svo sem hnitum og staðsetningum. Það getur verið gott að nýta sér kraft leitarvéla til að hafa uppá slíkum forritum.
Mat
[breyta]4 | 3 | 2 | 1 | |
---|---|---|---|---|
Hvernig gekk að svara spurningunum? | Öllum spurningum var svarað | Flestum spurningum var svarað | Sumum spurningum var svarað | Engum spurningum var svarað |
Tími | Verkefnið kláraðist í tímanum | Verkefninu var skilað 1-2 stundum eftir tímann | Verkefninu var skilað 3-5 stundum eftir tímann | Verkefninu var skilað seinna en 6 stundum eftir tímann |
Samvinna | Allur hópurinn vann saman | Flestir unnu saman | Sumir unnu saman | Enginn samvinna |
Málfar | Engar villur fundust | Örfár villur fundust | Nokkrar villur fundust | Margar villur fundust |
Niðurstaða
[breyta]Þegar þið hafið lokið við þetta verkefni hafið þið öðlast gríðarlega reynslu í hinni margvíslegustu upplýsingaöflun á netinu. Þið hafið fengið hugmyndir um hvar þið getið leitað að hinum og þessum fróðleik og lært hversu góðar leitarvélar geta verið í að minnka ramma leitarmöguleika.