Vefleiðangrar/Flug
Um verkefnið:
Höfundar: Björn Þór Guðmundsson, Vilborg Hlöðversdóttir og Þröstur Berg.
Markmið: Að nemendur kynni sér sögu flugsins.
Kynning
[breyta]Þetta verkefni fjallar um flugvélar. Til þess að leysa þetta verkefni þurfið þið að kynna ykkur sögu flugsins. Þú þarft að leita þér allra upplýsinga um þetta málefni á leitarvélum á netinu. Að lokum þarftu að búa til Powerpoint kynningu á því efni sem þú aflaðir þér.
Verkefni
[breyta]Aflaðu þér upplýsinga um flugsögu tímabilsins 1903 - 1950. Við viljum fá Powerpoint sýningu um helstu hápunkta flugsögunnar. Sýnið á landakorti hvaða lönd fóru að nota flugvélar og á hvaða árum. Sýnið helstu breytingar á fyrstu flugvél til þeirra sem voru framleiddar árið 1950. Útskýrið í stuttu máli hvað flugvél þarf til þess að geta flogið.
Vinnuferli
[breyta]Nemendum er skipt í hópa. 2 í hóp. Hver hópur skal:
* Útvega sér landakort og teikna hvaða lönd fóru að nota flugvélar og á hvaða árum. * Útbúa stutta og hnitmiðaða kynningu á flugsögunni.
Bjargir
[breyta]http://www.google.com - Leitarsíða
http://www.yahoo.com - Leitarsíða
http://www.wikipedia.org - Alfræðirit
http://www.visindavefur.hi.is – Vísindavefur Háskóla Íslands
Mat
[breyta]Verkefnið verður metið eftir þátttöku nemenda og skiptir heildarútkoman mestu máli því verefnið verður aðallega metið sem hópverkefni.
* Þátttaka * Skipulag * Framsetning * Innihald efnis * Samvinna
Niðurstöður
[breyta]Þegar verkefninu er lokið ættu nemendur að vera búinir að fræðast mikið um tímabilið 1903 -1950 í flugsögunni. Takmarkið er að reyna að fræðast um þetta málefni á skemmtilegan hátt.