Vefleiðangrar/Fíkniefni

Úr Wikibókunum, frjálsa kennslubókasafninu

Vefleiðangur[breyta]

Þessi vefleiðangur er hannaður fyrir nemendur í 9. - 10. bekk

Kynning[breyta]

Það sem þú ætlar að gera í þessu verkefni er að fræðast um fíkniefni í þeim tilgangi að fræða aðra.

Verkefni[breyta]

Verkefnið er fólgið í því að þú og þinn hópur afla ykkur upplýsinga um gerð og áhrif fíkniefna sem þið síðan setjið upp sem powerpoint kynningu og kynnið fyrir öðrum nemendum. Síðan eigið þið að útbúa veggspjald þar sem þið setjið upplýsingarnar fram með myndrænum hætti.

Bjargir[breyta]

Myndbandið: Utangarðsunglingar (Hjá námsgagnastofnun.)

Hér er heimasíða félags íslenskra fíkniefnaögreglumanna: www.fikno.is og þar má finna ýmsan fróðleik um fíkniefni og skaðsemi þeirra.

Á síðunni: www.doktor.is/themaflokkar/forvarnir er að finna ýmsar upplýsingar um áhrif og verkan efna.

Á þessari síðu: www.logreglan.is er að finna ýmsan fróðleik um kannabisefni.

Hér er að finna ýmsar upplýsingar um fíkniefni, vímuefni og vímugjafa: www.lydheilsustod.is

Hér er m.a. hægt að finna áhrif fíknefna á miðtaugakerfið: www.forvarnir.is

Hér er nokkuð athyglisverð auglýsing frá lýðheilsustöðinni: www.lydheilsustod.is/media/afengi/rass.mov.mpg

og að lokum er hér dæmi um veggspjöld sem Lýðheilsustöð hefur látið gefa út: www.lydheilsustod.is/utgafa/veggsjold/

Ferli[breyta]

1)Verkefnið hefst á því að bekkurinn horfir allur saman á myndbandið “Utangarðsunglingar” (sýn.tími: 30 mín).

2)Síðan verður bekknum skipt í 4 hópa og þú færð uppgefið í hvaða hópi þú ert.

3)Hver hópur fær ákveðinn flokk fíkniefna sem hann á að kynna sér vel.

Flokkar fíkniefnanna eru: Amfetamín - Kókaín - Kannabisefni - Ofskynjunarlyf.


Hver hópur á síðan að útbúa powerpoint kynningu þar sem m.a. koma fram neðangreindar upplýsingar ásamt öðru því sem hópurinn vill koma á framfæri:

  (a)	Hvernig lítur fíkniefnið út 
  (b)	Hvernig áhrif hefur neysla efnisins á líkamann
  (c)	Hver eru líkamleg einkenni einstaklinga sem hafa neytt þessa efnis.
  (d)	Hver eru skaðleg áhrif neyslu efnisins á einstaklinginn – bæði líkam-leg og andleg. 
  (e)	Hver eru áhrif langvarandi neyslu efnisins.
  (f)	Hvert geta einstaklingar snúið sér sem vilja hætta neyslu efnisins en geta það ekki án hjálpar.


4) Að lokum á hver hópur að útbúa veggspjald sem á að vekja fólk til umhugsunar um áhrif fíkniefnisins með það að markmiði að forða fólki frá því að neyta efnisins í fyrsta sinn.


Hafðu eftirfarandi í huga þegar þú vinnur verkefnið:

Hvernig lítur fíkniefnið út?

Hvernig líður fólki eftir að hafa neytt þeirra?

Eru einhver útlitseinkenni á neytendum – og þá hver?

Hver eru langtíma áhrif efnanna? Hvað getur þú gert til að koma í veg fyrir að vinir þínir ánetjist fíkniefnum?

Mat[breyta]

Stuðst verður við jafningjamat þar sem nemendur meta vinnu annarra hópa (70%)en einnig mun kennari meta framlag einstaklinga innan hvers hóps (30%).

Niðurstaða[breyta]

Að loknu ofangreindu verkefni ættuð þið að vera nokkuð fróðari um fíkniefni og áhrif þeirra.

Ef þið hafið áhuga á að fræðast meira þá getið þið t.d. nálgast neðangreint efni sem er til á flestum bókasöfnum og fjallar um fíkniefni og forvarnir.

    Fíkniefni og forvarnir. 	
    Útgefandi: Fræðslumiðstöð í fíknivörnum. 
    Dagbók dauðans. 		    
    Höfundur: Ólafur Geirsson 
    Steinar er dáinn. 		    
    Höfundur: Vigdís Stefánsdóttir 
    Dýragarðsbörnin. 		    
    Höfundur: Kristjana F.
    Engill afkimans. 		    
    Útgefandi: P.E.A.C.E. útgáfan 
    Ekkert mál og Eftirmál. 	    
    Höfundar: Njörður P. Njarðvík og Freyr Njarðarson 
    Íslenskir utangarðsunglingar. 	    
    Höfundur: Sigurður Á. Friþjófsson 
    Ekki ég kannske þú. 		    
    Útgefandi: Reykjavíkurborg (sýn tími 60 mín)
    Krókódílar gráta ekki. 		    
    Höfundur: Elías Snæland Jónsson 
    Frá fíkn til frelsis. 		    
    Höfundur: Tholly Rósmundsdóttir 
    Dansað við dauðann. 		   
    Höfundur: Ragnhildur Sverrisdóttir 
    Fermingarblað. 			   
    Útgefandi: Átak til ábyrgðar 
    Vetrarvík, Glötuð og John-John.     
    Höfundur: Mats Wahl 
    Falskur fugl. 			   
    Höfundur: Mikael Torfason 
    Dís. 				    
    Höfundar: Birna Anna Björnsd., Oddný Sturlud. Silja Hauksd. 
    Martin og Viktoría. 		   
    Höfundur: Klaus Lynggaard 
    Maja, hvað er ferðalag? 	  
    Höfundur: Regine Schindler 
    Algjörir byrjendur. 		 
    Höfundur: Rúnar Ármann Arthúrsson 
    Annalísa 13 ára. 		 
    Höfundur: Tove Ditlevsen 
    Himnaríki fauk ekki um koll.	  
    Höfundur: Ármann Kr. Einarsson

    Hvít jól. 			 
    Höfundur: Ragnheiður Jónsdóttir 
    Manndómur. 			
    Höfundur: Andrés Indriðason 
    
    Stelpur í stuttum pilsum. 	
    Höfundur: Jenna Jensdóttir og Hreiðar Stefánsson 
    Útilegubörnin í Fannadal. 	 
    Höfundur: Guðmundur G. Hagalín 
    Aldrei aftur. 			 
    Höfundur: Þórey Friðbjörnsdóttir

    Ekki kjafta frá/Og hvað með það.  
    Höfundur: Helga Ágústsdóttir 
    Leðurjakkar og spariskór. 	 
    Höfundur: Hrafnhildur Valgarðsdóttir

Höfundur[breyta]

Hulda Hauksdóttir. Fyrsta útgáfa þessa vefleiðangurs var gerð í sept 2006.