Vefleiðangrar/Fáskrúðsfjörður

Úr Wikibókunum

Kynning[breyta]

Við eigum von á forsetanum í heimsókn og okkur langar til að útbúa bækling eða litla bók þar sem fram kemur fróðleikur um fjörðinn okkar fagra Fáskrúðsfjörð. Þennan bækling getur hann tekið með sér heim. Einnig getur þessi bæklingur legið frammi hér í skólanum og aðrir gestir okkar fengið eintak.

Verkefni[breyta]

Nemendur 7. bekkjar fá þetta verkefni. Í bæklingnum eiga að koma fram upplýsingar um unhverfið, atvinnustarfsemi, söfn, tómstunda- og íþróttastarf, vinabæ staðarins og síðast en ekki síst grunn- og leikskólann. Nauðsynlegt er að myndskreyta bæklinginn með myndum úr byggðalaginu.

Bjargir[breyta]

http://www.austurbyggd.is/

http://www.austurbyggd.is/fransmenn/

http://gf.is/

http://123/sumarlína/

http://123.is/leiknirfaskrudsfirdi/

http://ville_gravelines.fr/

http://lvf.is/

http://hotel-bjarg.blog.is/blog/hotel-bjarg/

Þið athugið að þessi listi er alls ekki tæmandi. Einnig gæti verið nauðsynlegt að afla sér upplýsinga á öðrum vettvangi eins og úr bókum og með því að taka viðtöl við bæjarbúa.

Ferli[breyta]

Ykkur er skipt í 5 hópa og hver hópur tekur að sér að kynna sér ákveðin þátt verkefnisins. 1. hópur með grunn- og leikskólann. 2. hópur með söfn og vinabæinn. 3. hópurinn með atvinnustarfsemi. 4 hópurinn með umhverfið og 5. og síðasti hópurinn með tómstunda- og íþróttastarf. Í hverjum hóp eru 3-4 nemendur og ákveður hver hópur hvernig hann skiptir með sér verkum. Þið aflið ykkur áhugaverðra upplýsinga og færið þær inn í Word. Takið myndir af því sem passar ykkar verkefni. Þegar allir hópar hafa skilað sinni vinnu setjum við allt efnið upp í Publisher og gefum það út.

Mat[breyta]

Kennari metur vinnu nemenda á meðan á verkinu stendur. Með hliðsjón af vinnusemi, frumkvæði og vandvirkni.

Niðurstaða[breyta]

Markmiðið með þessu verkefni er að nemendur þjálfist í að vinna í hóp, og taka tillit til samnemenda sinna. Kynnist fjölbreytileika mannlífsins í sinni heimabyggð. Þjálfist í að nota Word og kynnist Publisher.

Höfundur[breyta]

Bylgja Þráinsdóttir