Vefleiðangrar/Dublin

Úr Wikibókunum

Höfundur Elísa Henný Sigurjónsdóttir

Vefleiðangur[breyta]

Þessi vefleiðangur er hannaður fyrir nemendur í 9. - 10. bekk

Kynning[breyta]

Þú og vinur þinn unnuð í happdrætti og ákváðuð að fara í 5. daga ferð til Dublin. Fara á fimmtudegi og koma á mánudegi. Dublin er höfuðborg Írlands. Hún er með líflegri borgum Evrópu. Þangað sækja margir ferðamenn allt árið um kring. Þið þurfið ekkert hugsa um kostnaðinn. Þið eigið að kynna ykkur borgina og kanna hvað hún hefur upp á bjóða. Þið eigið að skipuleggja helgaferð fyrir þig og vin þinn.

Verkefni[breyta]

Þú og vinur þinn byrjið á því að ræða hvernig þið ætlið að ferðast þangað. Þið hafið ákveðið að útvega ykkur kort af Dublin til að merkja inn á það kennileiti (þá staði sem þið viljið skoða). Vegna þess að þetta er aðeins 5. daga ferð og þið hafið ákveðið að kynna ykkur borgina vel áður en lagt er í ferðalagið. Þið eigið að kanna hvað er í boði fyrir ykkur t.d hvaða tónleikar, skoðunarferðir, söfn, skemmtigarðar, leikhús eða veitingahús hafa upp á að bjóða. Þið hafið ákveðið að kynna ykkur írska tónlist. Hvaða tónlistamenn eru þekktir sem koma frá Dublin. Ykkur finnst ákaflega gaman að versla, finnið verslunargöturnar. Einnig eigið þið að finna herrafataverslun, dömuverslun og barnafataverslun. Því þið hafið skamman tíma í verslunarleiðangur. Einnig eiga þið að athuga með verð, ferðatilhögun og tímasetningu. Þið eiga að skrá niður dagsskrá fyrir hvern dag fyrir sig og taka fram hvaða staðir verða skoðaðir í hverju sinni. Þið eiga að skrifa stutta lýsingu á atburðinum, eins og dagbók og sendið póstkort til vina þinna í bekknum frá Dublin. Leitið upplýsinga í bókum, bæklingum, myndböndum og á netsíðum. Munið að skrá hjá ykkur hvaðan upplýsingarnar og myndirnar sem þið notið koma. Þið þurfið að geta þeirra í lokaniðurstöðum

Bjargir (námur)[breyta]

Flug

http://www.plusferdir.is/ 
http://www.atlanta.is/
http://www.urvalutsyn.is/

Hótel

http://www.visitdublin.com/ 
http://www.frequent-traveller.net/deals/Dublin.php?search=Dublin%20Hotels&utm_source=gg&utm_medium=cpc&utm_campaign=ggf12&utm_content=1&NUM=135&gc=1066066190

Kort af Dublin

http://plasma.nationalgeographic.com/mapmachine/index.html 
http://ibs.statravelgroup.com/IBSProduct/AniteNextPage.asp?p=STADCITY_12154&s=new

Verslanir

http://www.liffeyvalley.ie/
http://www.jervis.ie/
http://www.blanchardstowncentre.ie/
http://www.dundrum.ie/ 
http://www.gefx.co.uk/houseoffraser/members/D200609/gqmoty.php 

Afþrenging

http://www.dublintourist.com/


http://www.tourismireland.com/
http://www.visitdublin.com/
http://www.eventguide.ie/
http://wayback.vefsafn.is/wayback/20041109163144/www.plusferdir.is/borgarferdir/Dublin/skodunarferdir/
http://wayback.vefsafn.is/wayback/20041129201103/www.uu.is/borgir/dublin/gott-ad-vita/
http://www.theonlineticketshop.com/shopfront/home/

Veitingarstaðir

http://www.restaurantpatrickguilbaud.ie/
http://www.tasteofireland.com/

Ferli[breyta]

Þið vinnið tvö og tvö saman. 
Vefleiðangur til Dublin er ætlaður til að þjálfa nemendur í tungumálum, sjálfstæðum   vinnubrögðum og leit á vefnum. 
Kennarinn kynnir verkefnið fyrir nemendum. 
Nemendur eiga að vinna sjálfstætt – í tölvuveri eða heima.
Byrjið á að skoða í hverju verkefnið felst og hvað ykkur langar að gera meðan á dvöl ykkar stendur.  
Mjög gott er að búa til hugakort til að skipuleggja leitina á vefnum.  
Einnig er mjög gott að búa til gálist áður en farið er í verkefni sem inniheldur spurningar sem nota á til að greina upplýsingar eða segi til um hvað eigi að skoða sérstaklega. 
Skoðið bjargirnar sem fylgja þessum vefleiðangri. 
Þið megið gjarnan leita sjálf á Vefnum eftir því sem þið hafið áhuga á.
Þá farið þið inn á leitarsíður, t.d. Eniro – Yahoo – Jubii – Google – Leit - MSN - OFIR - DMI - TDC  og notið leitarorð. 
Þið ákveðið á hvaða hátt þið ætlið að ferðast. 
Öll vinna er skráð jafnóðum niður, annaðhvort í vinnubók eða í Wordskjal.
Þið finnið landakort af Dublin og merkið inná alla helstu og merkilegustu staði landsins. 
Þið haldið dagbók og færið til skiptis inn fréttir úr ferðalaginu.
Þið útbúið póstkort í photoshop og sendið til kennarans. 
Þið notið til þess ljósmyndir af ykkur og skeytið þeim inní ljósmyndir frá borginni, eða ykkar eigin teikningu. Þið skrifið aftan á póstkortið. 
Þið kynnið ykkur tónlist og tónlistamann frá Dublin. Þið haldið stutta kynningu um listamanninn eða verk hans.
Þið eigið að senda skýrslu til kennara sem viðhengi í tölvupósti, því vefleiðangrinum lýkur á því að þið gefið skýrslu um niðurstöður ykkar. 
Síðan búið til kynningu fyrir bekkinn. Frjálst val um framsetningu t.d. Power Point, veggspjöld eða leikrit. 
Kynningin má vera hljóðskreytt með tónlist sem einkennir borgina Dublin.
Verkefnið tekur u.þ.b. viku og eigið þið að vinna saman tvö og tvö. 
Þið þurfið að fullvissa ykkur að allir tengingar í síður á vefnum séu virkar.    

Mat[breyta]

Hópaverkefnið verður metið sem ein heild og hver hópur fær einkunn fyrir verkefnið sitt.. Þeir þættir sem metnir verða eru: Fer eftir fyrirmælum, Vinnur vel með öðrum, Nýtir sér heimildir vel, Vinnur öll verkefnin eða bara hluta þeirra, Gerð og flutningur kynningar.

Niðurstaða[breyta]

Þegar þessu ferðalagi er lokið hefur nemandinn öðlast þekkingu á höfuðborg Írland, Dublin. Hann hefur kynnt sér nokkra þætti UT sem nauðsynlegir eru til að halda kynningu og þjálfast í framsögu með því að kynna verkefnið fyrir öðrum. Hann er einnig fær um að leita að efni á Vefnum og senda tölvupóst með viðhengi. Nú er um að gera að láta hugmyndaflugið ráða! Gangi ykkur vel!