Fara í innihald

Vefleiðangrar/Ísland

Úr Wikibókunum



Kynning

[breyta]

Íslandsvefleiðangurinn er ætlaður til að þjálfa nemendur í 8.-10. bekk í upplýsingasöfnun og sjálfstæði í vinnubrögðum auk þess sem verið er að vinna markvisst með staðhætti innanlands. Nemendur eiga að skipuleggja Íslandsferð fyrir spænska fjölskyldu sem ekki hefur komið hingað til lands áður. Fjölskyldan ætlar að vera hér í 10 daga og þau vilja helst ná að sjá sem mest á ferð sinni hér um landið. Nemendur skila kennara tilbúinni ferðaáætlun sem inniheldur ítarlega dagskrá fyrir hvern dag þar sem fram kemur ferðamáti, áfangastaður, afþreying og gisting á hverjum degi auk nákvæmrar lýsingar á ferðatilhögun. Fram þarf að koma hvers vegna áfangastaður var valinn og upplýsingar um hann. Nemendur vinna fjórir saman í hóp og fá þrjár vikur til að vinna verkefnið.




Verkefni

[breyta]

Það eina sem fjölskyldan ætlar að gera sjálf er að bóka sér far til og frá Íslandi. Hún kemur að morgni dags 1 og fer að kvöldi dags 10. Þú þarft að finna gistingu fyrir fjölskylduna, skipuleggja skoðunarferðir og afþreyingu, finna góð veitingahús og fleira til að gera upplifun þeirra sem skemmtilegasta. Þú þarft að ákveða hvort þú býður þeim upp á að fara á safn eða í bíó, á tónleika eða í leikhús ofl. Helst bjóða þeim upp á sem mest, þau geta þá ákveðið hvaða afþreyingu þau vilja. Þú þarft að ákveða ferðamáta þeirra, hvort þau fara í rútu, fljúgi til áfangastaðanna eða leigja bílaleigubíl. Fjölskyldan er mjög auðug og er sama þótt ferðin sé dýr, bara að þau fái að sjá sem mest af okkar fallega landi.



Vefslóðir/bjargir

[breyta]

Ykkur er frjálst að leita á öllum helstu leitarsíðunum á netinu eins og

http://www.google.is/

http://www.yahoo.com/

http://leit.is/


Hér fyrir neðan eru nokkrar slóðir sem geta hjálpað ykkur en þetta er alls ekki tæmandi listi:

Gott er að leita inná Vísir.is en þar er sér dálkur sem inniheldur ferðalög og samgöngur og gæti gagnast ykkur:

http://www.visir.is/apps/pbcs.dll/section?Category=ALLT

Einnig er fullt af upplýsingum fyrir ykkur inná Ara Fróða:

http://www.arifrodi.com/Flug.htm

og inná Visit.is:

http://www.visit.is/visit/default.asp


Flug :

http://www.icelandair.is/

http://www.icelandexpress.is/

http://www.flugfelag.is/


Rútur:

http://www.hopbilar.is

http://www.austurleid.is/Austuleid_menu2.htm


Bílaleigubílar:

http://www.carrentalicelandcompare.com

http://www.hertz.is

http://www.bilaleiga.is/

http://www.avis.is/

http://www.route1carrental.is/


Merkir staðir á Íslandi:

http://www.nat.is/travelguide/ferdavefur_isl_inngangur.htm

http://www.islandsvefurinn.is/


Gististaðir:

http://www.sveit.is/

http://www.hoteledda.is/

http://www.icehotel.is/default.asp?catId=39


Afþreying:

http://www.leikhus.is/

http://sambioin.is/

http://www.nordursigling.is/

http://www.golf.is/

http://www.travelnet.is/GHI/isl/culture/Museums.htm

http://www.tonleikar.is/

http://www.rvk.is/desktopdefault.aspx


Veitingastaðir :

http://www.dining.is/page_3.html

http://www.nat.is/travelguide/reykjavik_matsolust.htm

Ferli

[breyta]

1. Þegar þið eruð komin í hópa skuluð þið byrja á að finna sameiginlegan flöt á ferðatilhöguninni.

       Hvernig sjáið þið ferðina fyrir ykkur? Hvaða staði mynduð þið helst vilja sýna fjölskyldunni? 

2. Best er að ákveða áfangastaðina fyrst út frá því hvað er að sjá þar og skipta síðan með sér verkum.

       Sameiginlega þurfið þið að afla ykkur upplýsinga um það sem skiptir höfuðmáli en það er hvað á að 
       sýna fjölskyldunni,  hvaða merkisstað eða staði þau skoða hvern dag. Endilega vistið myndefni sem 
       þið finnið af merkum viðkomustöðum.

3. Síðast en ekki síst þarf að setja allar upplýsingarnar saman og útbúa ferðaáætlunina.

       Ferðaáætlunin þarf að vera skipulega uppsett og nákvæmlega útfærð. Helst á að skila verkefninu
       á tölvutæku formi en það má einnig prenta það út og skila því þannig til kennara.


Hafið þessa punkta til hliðsjónar við vinnu verkefnisins:

1. Hvaða merkisstaði er að sjá á Íslandi?

2. Hvaða ferðamáta er best að nota til að komast þangað?

3. Hvaða gisting er nálægt?

4. Hvaða afþreying og veitingahús eru á staðnum?

5. Eru fallegar myndir til af viðkomandi stað?

6. Er dagurinn sem þið hafið skipulagt áhugaverður og skemmtilegur?


Hafið þessar spurningar í huga við lokafrágang verkefnisins:

1. Er búið að ákveða áfangastað á hverjum degi og gera umfjöllun um hann?

2. Er búið að ákveða ferðamáta og gistingu fyrir hvern dag?

3. Er nægt framboð af afþreyingu?

4. Er ferðatilhögunin skipulega uppsett og nákvæm?

5. Er ferðin áhugaverð og skemmtileg? Gætuð þið hugsað ykkur að fara í hana?

Mat

[breyta]

Hópurinn verður metinn saman. Einkunn veltur á því hversu vel er að ferðinni staðið, hvort hún sé skipulögð, áhugaverð og skemmtileg. Matið byggist einnig á því hversu góður frágangurinn á verkefninu er og hvort myndefni var notað. Síðast en ekki síst verður matið byggt á því hversu vel nemendur nýttu sér upplýsingar á netinu og í því sambandi er meira betra en minna.



Niðurstaða

[breyta]

Eftir að hafa farið í þennan vefleiðangur ættu nemendur að hafa kynnst landinu sínu betur og vonandi verður það til þess að þeir fari sjálfir í ferð af svona tagi. Nemendur ættu að hafa öðlast reynslu í að leita að upplýsingum á netinu og vera betur undir það búnir að afla sér upplýsinga á þeim vettvangi. Nemendur ættu einnig að hafa betri hugmynd um það hversu mikilvægur undirbúningur er og að vinna skipulega. Næsta verkefni gæti verið fólgið í því að skipuleggja ferð fyrir bekkinn til dæmis til stórborgar í Evrópu, þá væri hægt að láta þau skoða fargjöld hjá flugfélögunum líka og jafnvel láta þau finna ódýrustu ferðatilhögunina. Þá væri líka sniðugt að bæta enskunni við því það eru til margar vefsíður á ensku um erlendar borgir.





Höfundur

[breyta]

Ásdís Helga Hallgrímsdóttir