Vatnstúrbínur

Úr Wikibókunum, frjálsa kennslubókasafninu
Jump to navigation Jump to search

Efni: Gunnar Hörður Sæmundsson

Inngangur

Steingrímsstöð

Þetta verkefni er ætlað fyrir nemendur í framhaldsskóla sem vilja kynna sér vatnstúrbínur. (vatnsvélar /vatnshverflar). Í öllum vatnsaflsvirkjunum eru vatnstúrbínur sem breyta hreyfiorku yfir í raforku með hjálp rafala. Farið er yfir helstu tegundir vatnstúrbína og hvaða tegund hentar á hverjum stað m.t.t fallhæðar vatns og vatnsmagns. Markmiðið er að nemendur geti greint á milli túrbínutegunda og áttað sig á því hvaða tegund hentar á hverjum stað.

Pelton túrbínur Pelton túrbínur eru jafnþrýstitúrbínur sem henta vel við aðstæður þar sem fallhæð er mikil og vatnsmagn litið. Pelton túrbínur eru í Mjólkárvirkjun. Eðlissnúningur Pelton túrbína er 2 til 12 snúningar á mínútu. ´

Búrfellsvirkjun

Francis túrbínur Francistúrbínur eru algengustu vatnstúrbínur í heiminum og það er eins á Íslandi. Francistúrbinur vinna bæði á jafnþrýsting og gagnþrýsting, það eru þrjár gerðir af Francistúrbínum, hæghlaupari með eðlissnúning 11 til 38 snúninga á mínútu, normal hlaupari með eðlissnúning 28 til 82 snúninga á mínútu og hraðhlaupari með eðlissnúning 82 til 164. Francistúrbínur eru m.a. í Búrfellsvirkjun.


Kaplan túrbínur Kaplan túrbínur eru hreinar gagnspyrnutúrbínur. Kaplan túrbínur henta vel þar sem vatnshæð er lítil og vatnsmagn mikið. Eðlissnúningur Kaplan túrbína er um 110 til 500 snúningar á mínútu. Í Kaplan túrbínum er hægt að snúa blöðunum, ákveða stigningu blaðanna. Virknin er nánast eins og í skiptiskrúfu um borð í skipi. Kaplan túrbínur eru í einni af þremur virkjunum Sogsins, Steingrímsstöð, þar er jafnframt elsta Kaplan túrbína á Íslandi, sett upp árið 1963. Myndin hér að ofan er af stöðvarhúsi Steingrímsstöðvar. Einnig eru Kaplan túrbínur í Búðarhálsvirkjun.


Krossapróf[breyta]

1 Hvaða vatnstúrbínutegundir eru algengastar á Íslandi?

Pelton
Kaplan
Francis
Turgo

2 Hvar er elsta Kaplan vatnstúrbína á Íslandi?

Írafosstöð
Steingrímsstöð
Búðarhálsvikrjun
Búrfellsvirkjun


Heimildir

  • Björgvin Þór Jóhannsson. 2010. Vatnsaflsvirkjanir. Reykjavík. Iðnú
  • Landsvirkjun.is

Ítarefni