Vatnslitir

Úr Wikibókunum

Inngangur[breyta]

Höfundur: Hildur Björk Þorsteinsdóttir

Þessi wikibók fjallar almennt um vatnsliti og er gerð fyrir alla listunnendum sem hafa áhuga á vatnslitamyndum. Vatnslitir eru mjög skemmtilegir litir og gaman að vinna. Vatnslitir hafa þann eiginleika að vera blautir og þurfa því sérstakan pappír sem tekur vel við þeim. Sá pappír kallast vatnslitapappír. Margir telja að vatnslitir séu erfiðir litir af því þeir renna svo hratt og geta verið óútreiknanlegir. Þess vegna geta mistök í vatnslitamálun verið mjög erfið að laga. Litarefnin í vatnslitum eru þau sömu og notuð eru í olíulitum en til þess að binda vatnslitina er þó notað annað efni. Það efni sem er ekki olía er kallað gum arabicum sem er vatnsleysanlegt efni. Efnið má finna til dæmis í opali.


Watercolours
Brush and watercolours

Vatnslitirnir koma yfirleitt í þurrum kubbum en það er einnig hægt að fá þá í túpum, trélitum og sérstakum vatnslita pennum. Til að geta notað litina þarf að nota vatn og bera þá á pappír. Litirnir eru vatnsleysanlegir og til eru margar aðferðir og tækni í vatnslitamálun. Til eru margar gerðir af vatnslitum og þeir eru misgóðir en það er um að gera að prófa sig áfram með litina. Vatnslitir eru virkilega fallegir, tærir og í þeim er hægt að finna einstök blæbrigði af litum og litatónum. Margir listamenn telja að vatnslitir vera lifandi og með þeim verður athöfnin að mála uppfull af tilfinningu.

Aquarelle- Ubeda, Andalousie - Espagne (5917835527)

Sagan[breyta]

Vatnslitir byrjuðu að þróast mjög snemma í mannkynssögunni. Frumbyggjar máluðu á veggi hella, myndir af viltum dýrum sem voru í umhverfi þeirra. Þeir notuðu til þess málningu sem þeir bjuggu til með blöndu af kolum, ochre og öðrum litarefnum sem fundust úti í náttúrunni. En frá þessum frumstæðum aðferðum skiluðu sér framfarir, bæði í þróun pappírsins og litana. Sem leiddist út í það að vera ein algengasta aðferðin til listsköpunar í myndlist í dag.

WadiSuraAnimal

Þróaðar aðferðir Kínverja til pappírsframleiðslu og notkun vatnslita til skrauts breyddust út til Evrópu á 12. öld, og seinna voru Evrópskir listamenn farnir að blanda sína eigin vatnsliti með því að blanda saman litarefnum og krít til að mála freskum (e.fresco) veggmyndir. Sixtínska kapellan, einkakappela páfa í Róm er frægasta dæmið um fyrstu notkun vatnslistanna og eru myndirnar eftir listamanninn Michelangelo og fleiri þekkta málara.

'Adam's Creation Sistine Chapel ceiling' by Michelangelo JBU33

Frá því á 17. Öld hefur aðferðin við að nota vatnsliti lítið breyst. Vatnslitir eru mjög þunnir og vatnslitapappírinn skipar stóran sess í framkvæmd verksins. Pappírinn er notaður sem ljós á móti skuggum í vatnslitamyndum þar sem hann sést vel í gegnum litina. Þegar er verið að mála með vatnsliti þá er hægt að hafa litinn gegnsæjan eða ógegnsæjan. Vatnsliti má vinna með vissu marki blautt í blautt en þar sem liturinn þornar mjög hratt þá er erfitt að laga til ef einhver mistök hafa átt sér stað á pappírnum. Vegna þess þá er ein algengasta leiðin að skissa fyrst myndina með blýant og svo fylla upp með litina. Hinsvegar þarf að passa vel að dempa blýantstrikin vel til dæmis með hnoðstrokleður, svo litarefnið frá blýantinum blandist síður við vatnslitina. Eins fram hefur komið áður þá eru margir leiðir og aðferðir við vatnslitamálun.

Upp úr 16. öld fóru listamenn eins og Albrecht Dürer(1471-1528) að nota vatnsliti í norður-Evrópu og van Dyck (1599-1641) máluðu margar landslagmyndir með vatnslitum.

Albrecht Dürer - Das große Rasenstück

Krossapróf[breyta]

1 Hvað heitir efnið sem bindur vatnslitinn?

opali
litur
gum arabicum
olía

2 Hvernig pappír þarf að nota við vatnslitamálun?

Karton
Vatnslitapappír
Venjulegan pappír
Cotton pappír

3 Með hverju máluðu frumbyggjarnir hellamyndir?

tússlitum
vatnsleysanlegir litir úr náttúrunni
olíulitum
akrýlmálingu

4 Hver er Michelangelo?

listamaður sem málaði myndir í Sixtínsku kapellunni?
Tréverksmaður frá ítalíu?
Íslendingur?
Læknir

5 Hvernig myndir málaði listamaðurinn van Dyck ?

landslagsmyndir?
kanínur?
sjálfsmyndir?
fuglamyndir?


Heimildir[breyta]

Tengt efni[breyta]

Gagnlegir tenglar og myndbönd[breyta]