Upplýsingatækni/linkedIn

Úr Wikibókunum

LinkedIn[breyta]

1 Hvernig nota á LinkedIn?[breyta]

Fer inn á http://www.LinkedIn.com Á forsíðunni skráir þú þig sem nýjan notanda, fyllir inn helstu upplýsingar. Nafn, föðurnafn, veffang og lykilorð sem þú velur að nota – og klikka á að halda áfram (continue). Nú ættir þú að vera komin inn á síðuna og þar skráir þú nánari upplýsingar um starfsferil og menntun, meðmæli og annað. En á LinkedIn fyllir þú út í ákveðna dálka sem við nefnum: reynsludálk (Experience), menntunardálk (Education), meðmæladálk (Recommeded by) og aðrar upplýsingar (Additional information).

Í reynsludálki segir þú frá reynslu sinni í námi, kennslu og vinnu. Í menntunardálki segir þú frá menntun sinni og námskeiðum og fyrirlestrum sem þú hefur haldið og sótt. Í meðmæladálki færð þú vini þína til að gefa þér meðmæli í gegnum LinkedIn, sömuleiðis getur þú gefið þeim meðmæli.

2 Hvernig skráir þú upplýsingar um þig í LinkedIn?[breyta]

Nú verður skýrt nánar frá því hvernig þú skráir LinkedIn persónu upplýsingar þínar (My profile). Efst á síðunni birtist borði sem á stendur: forsíða (Home), persónulegar upplýsingar (Profile), sambönd (Contact), hópar (Group), störf (Jobs), tölvupóstur (innbox (fjöldi skilaboða)), annað (More).

Klikkaðu nú á persónu upplýsingar (Profile) þá birtast samantekt á grunnupplýsingar um þig nafn, staða, núverandi og fyrri vinnuveitandi. Menntun, meðmælendur, tengiliðir í þínu tengslaneti, vefsíður, Twitter og það sem þú vilt að komi fram. Þar sem þú ert að gera þetta í fyrsta sinni þá eru engar upplýsingar komnar inn um þig annað en nafn þitt. Nú þarf þú að fylla út upplýsingar um þig sem farið verður í hér yfir lið fyrir lið.

Almennar upplýsingar

Næst kemur dálkur sem heitir almennar upplýsingar (Public profile) þar skráir þú inn slóðina þar sem þú vilt að fólk finni þig á (t.d. www.linkedin.com/arnheidur) Á eftir því er komið að lið þar sem þú skráir inn samantekt (Summary) á því hvernig þú lýsir reynslu þinni, áhugasviði og hver þú ert. Hverju þú ert að leita að og hvað þig langar til að gera. Undir liðnum dagbókin (Applications) getur þú stofnað og haldið utan um líf þitt rafrænt og þar getur þú valið að nýta þér Wordpress, box.net Files, Slide Share Presentations eða Blog Link. Hægra megin á síðunni eru pílur sem hægt er að færa til fram og til baka eftir því hvað er verið að velja. Með því að smella á eitthvað af þessu eða allt getur þú bætt þessum möguleikum við LinkedIn upplýsingarnar þínar. Ekki verður fjallað um þau forrit hér.

Samantekt

Undir liðnum samantekt (Summary) þar skráir þú helstu eiginleika þína og áhugasviði. Býrð til stutta lýsingu á þér og því sem þú hefur gert og getur, t.d. hvaða tungumál þú talar og skrifar. Því næst smellir þú á reynsla (Experience) og þar skráir þú reynslu þína sem við nefnum reynsludálk. Þegar þú smellir á persónuupplýsingar (Profile) þar skráir þú inn nafn, starf, land og sér svið þitt í starfi. Neðar á þeirri síðu skráir þú inn núverandi (Current) vinnuveitanda. Þá birtist á skjánum staða (Position) nafn fyrirtækis (Company name) þar fyrir neðan er kassi þar sem þú skráir inn starfstitil þinn. Þá er gefin möguleiki að haka í kassa hvort þú starfir þar enn og dagsetning þegar er skráð. Því næst er stærri kassi þar sem þú skráir stutta lýsingu á því starfi (Description). Þegar þessar upplýsingar hafa verið skráðar smellir þú á uppfæra (Update) eða eyða (Cancel). Í framhaldi af því fyrrverandi (Past) vinnuveitenda og skráir eins og þú gerðir í liðnum um núverandi starf.

Menntun

Þegar þú ert búin að skrá inn núverandi og fyrrverandi vinnuveitanda þá getur þú óskað eftir meðmælum um þig frá vinnuveitanda eða samstarfsfélaga sem tengjast þessu starfi. Í næsta lið smellir þú á menntun (Education) en þar skráir þá menntun sem þú hefur hlotið nefnum við hann menntunardálk.

Þú byrjar á því að skrá inn land (Country) nafn skóla (School name) hvernig skóli (Type of school name), gráður (degree), á hvaða sviði menntunin er (Field(s) of study) því næst hvenær hún hófst og hvenær lauk. Þá ertu komin að kassa sem þú skráir í hverju þú tókst þátt í á meðan námi stóð s.s. félagsstörfum.

Því næst er liður sem þú getur skráð eitthvað sérstakt sem þú vill að komi fram. Þegar þú ert búin að fylla út allar upplýsingar um menntun þína getur þú óskað eftir meðmælum fyrir þig frá annað hvort eða bæði samnemendum og/eða kennurum. Neðst á síðunni er takki til að vista breytingar (Save changes) og hætta við (Cancel) en á annan hvorn þeirra smellir þú.

Meðmælendur

Nú er komið að halda utan um hverjir mæla með þér (Recommended by) sem við nefnum meðmæladálk. Þar þarf þú að fara inn á lið og smella þar sem þú biður um meðmæli (Request recommendation) og skrá eftirfarandi. Hér birtast allir þeir sem hafa mælt með þér hvort sem það eru kennarar samnemendur, vinnuveitendur eða samstarfsfólk.

1.Veldu það sem þú vilt láta mæla með þér fyrir (Recommended for).

2.Í næsta lið velur þú þá sem þú vilt að sé haft samband (Decide who you´ll ask) við þar getur þú valið um 200 meðmælendur.

3.Semur skilaboð þín (Create your message) þá birtist á skjánum frá hverjum þau eru og hvaða netfang er notað. Hvert er málefnið (Subject). Því næst er stærri gluggi en í hann skráir þú það sem þú ert að biðja um.

4.Neðst á síðunni birtist sent (send) eða eytt (Cancel) þú velur annan hvorn sem við á. Ef þú þarft að nota þennan lið þá smellirðu á meðmæli (Request a Recommendation) og þá birtist á skjánum listi yfir þau fyrirtæki, skóla og einstaklinga sem tengjast þér. Með því einu að smella við þá sem þú vilt að gefi þér meðmæli.

Neðst á þessari síðu er liður sem heldur utan um þau meðmæli sem þú gefur (Make a recommendation). Þar velur þú nafn þess sem þú ætlar að mæla með hakar við hvort hann er samstarfsfélagi (Colleague) hefur fengið þjónustu frá (Service provider), viðskiptafélagi (Business partner) eða skólafélaga (Student). Því næst hakar þú í áframhald (Continue). Sem ekki verður útlistað hér. Í sambönd (Connections) skrár þú inn tengslanet þitt. Þar getur þú séð persónuupplýsingar þeirra sem þú ert í sambandi við á LinkedIn.

Aðrar upplýsingar

Aðrar upplýsingar (Additional Information) undir þessum líð skráir þú aðrar upplýsingar sem þú vilt að komi fram.

Í liðnum heimasíða (Website) getur þú tengt allt að 3 heimasíður við LinkedIn upplýsingarnar þínar. Ef smellir á website birtist síða þar sem þú setur í vefslóðir þeirra síða sem þú hefur valið. Ef þú smellir á Twitter þá skráir þú inn slóðina þína á Twitter (http://www.twitter.com). Nú er komið að dálki sem við nefnum aðrar upplýsingar (Groups and Associations). Þar getur þú skráð inn vefsíður t.d. félagasamtaka. Þar kemurðu inn á dálk sem heitir áhugasvið, hópar og/eða félagasamtök. Þar fyrir neðan er kassi í hann skráir þú þær viðurkenningar og það sem þú hefur verið heiðraður fyrir. Í lokin smellir þú á vista breytingar (Save changes) eða hætta við (Cancel) eftir því sem við á.

Næst kemur dálkur sem heitir persónulegar upplýsingar (Personal information) og þar smellir þú á edit, þar fyllir þú út í viðeigandi dálka, símanúmer (Phone), heimilsfang (Address), IM aðganginn þinn (IM account), fæðingardag og ár (Birthday) og hjúskaparstöðu (Marital status). Í lokin smellir þú á vista breytingar (Save changes).

Seinasti dálkurinn heitir tengiliða stillingar og þar gefurðu fólki ráðleggingu um hvernig þú vilt vera í sambandi við aðra. Þar ræður þú hvernig vefpóst þú vilt fá sendan frá LinkedIn og hakar í hvort þú viljir fá kynningu (Introductions) og vefpóst (InMail) eða bara kynningar (Introductions). Þar fyrir neðan er dálkur sem heitir hef áhuga á (Interested in) og þar hakar þú við hvernig þú vilt að fólk hafi samband við þig, atvinnutækifæri (Career oppurtunities), ný tækifæri (New ventures), eftirspurn sérfræði kunnáttu þinnar (Expertise request), eftirspurn um að þú gerist meðmælandi (Reference request), ráðgjafa boð (Consulting offers), atvinnu miðlun (Job inquiries), viðskipta tækifæri (Business deals) og að lokum vertu í bandi (Getting back to touch). Þar fyrir neðan er kassi þar sem þú getur skrá í t.d að þú viljir ekki að sölumenn hafi samband við þig. Þegar þessari skrásetningu er lokið þá gerir þú eins og áður smellir á vista breytingar (Save changes) eða hætta við (Cancel).

3 Hvað gerir LinkedIn ?[breyta]

LinkedIn er vefsíða sem gefur þér tækifæri til að stjórna kennimarki sínu á netinu. Hefurðu gúglað þig nýlega? Þú veist aldrei hvað kemur upp. LinkedIn ferill kemur efst upp í leitarvélum og því stjórnar þú fyrstu kynnum við fólk sem leitar að þér á netinu. Ef þú ert að leita þér að vinnu þá er það fyrsta sem atvinnurekandi gerir er að gúgla þig.

LinkedIn er eitt stærsti sérfræðigrunnur í heimi og eru yfir 50.000.000 notendur að honum. Það eru margir sem nota sér leitarvél LinkedIn og eru skráðir á LinkedIn. Þeir sem eru skráðir í sérfræðigrunninn hafa fullkomna stjórn á því hverjir sjá og hvað af síðunni þinni, aðeins þeir sem þú telur æskilegir geta haft aðgang að upplýsingum sem gæti leitt til aukinna tækifæra fyrir þig. Persónulegar upplýsingar birtast á tvennskonar formi

• Þar sem aðrir sjá af ferli þínum

• Þar sem þú getur lagfært og breytt á ferli sínum

Vinir, ættingjar og kunningjar hafa ekki alltaf það sem til þarf til að hjálpa þér að ná langt í starfsframa og því er LinkedIn eins og vegvísir um heiminn og hjálpar þér að ná sambandi við réttu aðilana í réttu störfunum. Hvort sem þú ert að leita þér að nýjum atvinnu möguleikum, ná þér í nýja viðskiptavini eða að byggja upp þitt fagmannlega mannorð. LinkedIn kemur þér í samband við störf, viðskiptavini og fyrirmyndar samstarfsaðilum. LinkedIn notar öflugar leitarvélar og er með atvinnumiðlun sem sýnir hverja þú þekkir í hvaða fyrirtæki. LinkedIn er síða til að nota til að auðlast ný tækifæri.

Mikilvægt er fyrir fólk að þegar námi líkur að það kunni og geti komið sér á framfæri þannig að það fái viðeigandi starf. Nýútskrifað fólk þekkir ekki alltaf alla möguleika sína og LinkedIn hjálpar þeim að komast í samband við réttu aðilana. Í stuttu máli, þá veit þú aldrei hverja vinir manns þekkja og hverja vinir vina mans þekkja og hvernig þeir geta hjálpað þér að komast í samband við rétta fólkið og LinkedIn gerir þér það kleift. Sambærileg íslensk síða er www.kvennaslodir.is, en útbreiðsla og leitarvél LinkedIn er svo margfalt öflugri.

10. desember 2009 kl. 22:52 (UTC)Arnheiður Sigurðardóttir

4 Heimildir[breyta]

[1] Sótt 10.desember 2009 Sótt frá ,,http://www.linkedin.com“