Upplýsingatækni/Ventrilo

Úr Wikibókunum

Ventrilo samskiptaforrit og leiðbeiningar um notkun þess


Hvað er Ventrilo?[breyta]

Ventrilo er samskiptaforrit sem gefur möguleika á því að tveir eða fleiri tali saman á rásum. Ventrilo virkar svipað og confrence call í símum en notast við VoIP (Voice over Internet Protocol).

Nánar[breyta]

Ventrilo byggist upp á miðlari(server) og notenda(client). Nauðsinlegt er að hafa uppsettan Ventrilo server sem notendur nota til að tengjast inn á með Ventrilo client. Bæði Ventrilo sever og client er hægt að nálgast frítt á Ventrilo.com, aftur á móti er fría útgáfan af miðlaranum með þeim takmörkunum að aðeins geta 8 mans tengst inn á hann í einu. Til að hægt sé að vera með fleiri notendur í einu þarf að leigja miðlara.


Hvernig byrja ég að nota Ventrilo?[breyta]

Til að byrja með er nauðsinlegt að vera með miðlara til afnota, hann er hægt að nálgast á Ventrilo.com og leiðbeiningar um uppsetningu eru þar. Notendur þurfa að sækja sér Ventrilo client sem hægt er að sækja Hér. Uppsetningin er einföld og kemur með forritinu leiðbeiningar. Þegar búið er að kveikja á forritinu eftir uppsetningu þarf að setja inn notanda og miðlara. Til að setja upp notenda er smelt á "Add or Edit user accounts" sem er staðsett hægramegin við "User Name" þar er smellt á "New" og upplýsingar um notenda settar upp. Næst er að velja miðlara en það er gert með sama hætti eða velja "Add or Edit server connection". Velja "New" og slá inn slóð eða IP á miðlarann, port sem notast skal við og lykilorð ef eitthvert er fyrir miðlara.


Hvernig hægt er að nota Ventrilo til kennslu[breyta]

Fjarnemendur hafa alltaf verið í vandræðum með að hafa samband við kennara þar sem þeir eru yfirleitt ekki staðsettir á sama svæði og skólinn. Með Ventrilo er hægt að setja upp viðtalstíma þar sem fjarnemendur hafa möguleika á því að tala við kennara án þess að þurfa að bíða eftir að ná í hann í síma. Hópvinna hefur verið að aukast í skólum og ekki er alltaf möguleiki fyrir hópa að hittast til að vinna verkefni. Ventrilo er hægt að nota til að hafa samskipti innan hópsins.


Snorri Jónsson Háskólinn í Reykjavík 2. febrúar 2010 kl. 00:47 (UTC)