Upplýsingatækni/Puppet Pals

Úr Wikibókunum

Hvað er Puppet Pals ?[breyta]

Puppet Pals er app fyrir iPad sem hægt er að nálgast inni á App Store. Það er ætlað fyrir aldurshópinn 6 ára og eldri. Hægt er að búa til þar inni teiknimyndir sem eru eins og lítil leikrit.

Hvernig virkar Puppet Pals ?[breyta]

Hægt er að velja úr ýmsum bakgrunnum sem koma með forritinu sem og hægt er að setja sínar eigin myndir inn sem bakgrunn, inni í forritinu er einnig talsvert úrval af karakterum sem er svo raðað inn á bakgrunninn, einnig er hægt að bæta við eigin myndum af fólki og dýrum. Þegar búið er að velja bakgrunn og raða inn þeim persónum sem eiga að vera í teiknimyndinni er upptaka hafin með því að ýta á þartilgerðan hnapp. Á meðan upptöku stendur er hægt að hreyfa persónurnar til og tala inn á fyrir þær. Að lokum er upptaka stöðvuð og þá verður eftir myndband sem hægt er að horfa á aftur og aftur

Hvernig nýtist Puppet Pals í kennslu ?[breyta]

Hægt er að nota Puppet Pals fyrir unga nemendur sem eiga við félagslegan vanda að etja þar sem forritið nýtist til að kenna hvaða hegðun væri æskileg við hinar ýmsu aðstæður og geta nemendur svo endurskapað aðstæðurnar og æft sig. Það sem gerir Puppet Pals sérstaklega hentugt forrit til þessa er sá möguleiki að geta bætt inn sínum eigin bakgrunnum og persónum og því hægt að endurskapa nánasta umhverfi barnsins og nota raun manneskjur sem barnið á í samskiptum við. Puppet Pals nýtist einnig mjög vel til að leysa úr ágreiningi þar sem hægt er að endurskapa aðstæður þar sem ungum nemendum hefur lent saman en eiga hugsanlega erfitt með að koma frá sér hvað það er sem gerðist. Eða til að fá sem besta lýsingu á atviki sem barn með skerta frásagnar getu vill koma frá sér.