Upplýsingatækni/NASA World Wind

Úr Wikibókunum

Hvað er NASA World Wind?[breyta]

Segja má að NASA World Wind sé nútíma hnattlíkanið sem allir kannist við, en það gerir nú meira en að sýna einugis löndin á jörðinni okkar. World Wind býður notanadanum uppá þann möguleika að geta virt nærmyndir af jörðinni sem eru teknar úr geimnum. World Wind styðst við gervihnattamyndir til að auka á ánægju og upplifun við notkun. Hægt er að skoða þrívíðar myndir af jörðinni og einnig í boði að skoða nokkrar af okkar helstu plánetum. Einnig er hægt að skoða myndskeið úr gervihnöttum af náttúruhamförum á borð við eldana miklu í Afríku 2002 eða hvernig fellibylurinn Katrín gekk yfir Bandaríkin. World Wind er ólíkt Google-Earth að því leyti að mikið af því sem hægt er að skoða eru myndskeiðinn sem talað var um hér að ofan og einnig að geta skoðað Tunglið, Mars og fleiri plánetur á sama máta og Jörðina. Með því að nálgst viðbætur fyrir World Wind er meðal annars hægt að sjá leiðina sem Lewis og Clark fóru þvert yfir Bandaríkin í byrjun nítjándu aldar, staðsetningar landnámsbýla í Noregi og fleiri plánetur til að skoða.


Hvar get ég sótt NASA World Wind?[breyta]

http://worldwindcentral.com/wiki/NASA_World_Wind_Download


Eiginleikar[breyta]

World Wind býður uppá þessa innbyggðu eiginleika fyrir notendur til að skoða:

Plánetur:

Jörðin – Blái hnötturinn okkar.

Tunglið – Tunglið sem skín svo skært á himnum.

Venus og Mars – Nágrannar okkar í sólkerfinu „morgun/kvöld stjarnan” og „Rauða plánetan”

Júpíter – Konungur plánetanna í okkar sólkerfi.

SDSS – Allar okkar stjörnur.


Myndefni[breyta]

Blue Marble Next Generation – World Wind býður uppá Blue Marble, sem eru ótrúlegar myndir af allri Jörðinni. Myndirnar eru samsettar úr gögnum frá gervihnöttum á borð við Terra og Aqua, en Blue Marble býður upplausn uppá 1km á hvern „pixel”. Blue Marble Next Generation er beintengdur netþjónum NASA og gögnin sótt á 12 mismunandi þjóna, en þeir sækja árstíðabundnar upplýsingar og er því einn fyrir hvern mánuð.

LandSatLandSat 7 er safn af myndum frá árunum 1999-2003 og eru þær með 15m á hverjum „pixel” í upplausn. Þessi upplausn gerir okkur kleift að skoða borgina okkar, hverfið og kennileiti á Jörðinni. Hægt er að skoða myndir frá Landsat 7 í sýnilegum litum, eða ”False color bands”.

USGS – stendur fyrir United States Geological Survey og eru því upplýsingar frá landmælingum Bandaríkjanna. USGS skilar mjög góðum myndum af Bandaríkjunum á skalanum 1:24.000. Einn meter á „pixel” upplausn af Bandaríkjunum, og flestar borgir Bandaríkjanna með upplausn upp á 0.25m á „pixel”.

Zoomit – Kemur einnig með þegar forritið er sótt og í þeim pakka eru myndir af fleiri stöðum í hærri upplausn, t.d. af Nýja-Sjálandi.


Landslagsgögn[breyta]

SRTM+ - LandSat 7 myndefni með Shuttle Radar Topography Missioin (SRTM), gefur notendanum yfirsýn af Jörðinni. Þetta gerir notendanum kleift að skoða Jöðrina í mikkilli nálægð og úr öllum áttum. Gögnum var safnað af gimskuttlunni Endeavor í febrúar árið 2000. Segja má að SRTM sé það sem veiti okkur þrívíða sýn af jörðinni.


Tól[breyta]

Rapid Fire MODIS – Til þess að fá nánast myndir í rauntíma frá gervihnöttum sem svífa yfir jörðinni. Hægt er að skoða gögn frá MODIS eftir dagsetningu og viðburði, t.d. fellibylnum Katrína.

VMS Vafri - Web Mapping Server (WMS) veitir okkur möguleika á því að tengjast öllum netþjónum WMS s.s. SVS(Scientific Visualization Studio) sem fylgir með.

GSFC – Goddard Space Center (GSFC) hafa gert margskonar hreyfimyndir sem sýna hin ýmsu atvik, s.s. hvirfibyli og árstíða skiptingar. World Wind skilar svo þessum upplýsingum sem myndskeiðum sem byrtast á Jörðinni og notandinn getur fylgst með


Sýnikennsla á NASA World Wind[breyta]

Byrjarð er á því að ræsa forritið. Með því að tvíklikka á World Wind hnappinn.

Eftir að upphasmyndinn keyrist upp kemur notandinn í aðal glugga forritsins. Þar efst kemur tækjastikan.

Á tækjastikunni eru mikið af tökkum, og helstu takkarnir sem við ætlum að nota eru: Position Information takkinn, NLT Landsat, Placenames, and Borders. Ef ekki er kveikt á þessum ákveðnu möguleikum er hægt að smella á viðkomandi takka á tækjastikunni. Þá hlaðast inn landamæri og nöfn. Skoða sig um Hnattlíkaninu er snúið með því að smella með músarhnappnum á hnöttinn, halda músarhnappnum niðri og hreyfa músina. Einnig er hægt að tvísmella á hnöttinn og fer þá notandinn á þann stað er hann smellir á. Í þessu sýnidæmi einblínum við á Bandaríkin þar sem hægt er að fá bestu upplausnina. Núna getum við skoðað myndefnið. Ef óskað er eftir að slökkva á landamærum og starnöfnum er það gert með því að smella á viðkomandi takka í tækjastikunni því oft getur verið mikið af upplýsingum og nöfnum á skjánum. Það ætti að vera lítil svört ör fyrir ofan NLT Landsat takkann, ef ekki, smellið þá á takkann. Núna getum við fært okkur nær, annaðhvort með því að skruna á músarhjólinu eða að halda báðum músartökkunum niðri og færa músina til og frá. Farið að San Francisco Bay svæðinu í þessu dæmi. Stöðvið inndráttinn í um 10000 metra fjarlægð. Hér er gott að mynnast á staðsettningar takkann. Í horninu efst vinstra megin á skjánum er takkinn. Ef þú sérð ekki fullt af tölum í efra horninu hægramegin á glugganum, smellið þá á hnappinn til að fá þær á skjáinn. Þetta gefur okkur til kynna hvar í heiminum við erum stödd. Á meðan við bíðum ættum við að sjá heiminn verða litmeiri og koma í betri upplausn. Fyrst viljum við ganga úr skugga um að kveikt sé á vertical exaggeration. Á menu-stikunni veljið og stillið gildið á um 2. Ef gildið er stillt hærra eða lægra verða fjöllin hærri eða lægri. Höldum núna niðri hægri músartakkanum og hreyfum músina( hreyfum hana niður til dæmis). Núna getum við skoða landslagið allt um kring. Ef við viljum fara aftur í venjulegt sjónarhorn smellum við einu sinni á SPACE takkann. Eftir að vera að búinn að skoða þetta getum við farið enþá nær, eða í um 1000m fjarlægð. Núna getum við smellt á "USGS Digital Ortho" takkann. Svarthvítir reytir ættu að byrja að birtast og byrja að hlaða inn myndum í enn betri upplausn. Þetta er þó einungis hægt að not ef verið er að skoða Bandaríkin og hvergi annarsstaðar. Þar sem við erum stöcdd í San Francisco, sem er stórborg í Bandaríkjunum getum við notað USGS Urban Area myndefni. Getum fært okkur niður í um 500m fjarlægð og smellum á USGS Urban Area takkann. Litlreytir byrja að hlaðast inn, og eru þetta bestu myndirnar sem World Wind býður uppá og er einungis fáanlegt í völdum borgum.


Notkun með námi[breyta]

NASA World Wind er forrit sem hægt er að nota við hin ýmsu námskeið og verkefni sem bæði er að finna í menntaskólum og grunnskólum.

Jarðfræði:

Samanburður á plánetum – Nýtist á menntaskóla og háskólastigi. Nýtist í ,,planatary“ jarðfræði og landfræði.

Uppgötva flekamörkin - Nýtast á menntaskóla og háskólastigi. Nýtist í rannsóknir á jarðskorpuhreyfingum, jarðskjálftum, skoðun á hafsbotnum og landmótunarfræði.

Eldfjalla leit – Nýtist á menntaskóla og háskólastigi. Nýtist í eldfjallafræði.

Mat á „heitum reitum“ eldfjallanna – Nýtist á menntaskóla og háskólastigi. Nýtist í rannsóknir á jarðskorpuhreyfingum sem og í eldfjallafræði.

Rannsóknir á landskriðum – Nýtist á menntaskóla og háskólastigi. Nýtist í landskriðsfræði og rannsóknir á aurskriðum.

Greinig á árferðum – Nýtist á menntaskóla og hásólastigi. Nýtist í landmótunarfræði með tilliti til ár. Skoða áhrif veðrunar með tilliti til árferða. Nýtist einnig í skoðanir á jarðskorpuhreyfingum.

Landafræði:

Landslagsþættir Eldfjalla – Nýtist á háskólastigi í eldfjallafræði og landmótunarfræði.

Landslagsþættir árferða – Nýtist á háskólastigi í landmótunarfræði og rannsóknir á árferðum.

Landslagsþættir stranda - Nýtist á háskólastigi í landmótunarfræði og rannsóknir á strandlengjum.

Uppbygging og mótun jökla – Nýtist á háskólastigi í landmótunarfræði og rannsóknir á jarðskorpuhreyfingum og jöklum.


--LarusOrn 9. febrúar 2010 kl. 18:18 (UTC)