Fara í innihald

Upplýsingatækni/Myspace

Úr Wikibókunum

Leiðbeiningar fyrir www.myspace.com netsamfélag

  1. Fyrsta skrefið er að fara inn á vefinn www.myspace.com. Efst í hægra horninu er hnappur sem heitir sign up. Smelltu á sign upp hnappinn og þá ertu beðinn um að skrá inn persónulegar upplýsingar.
  2. Skref eitt í að fylla inn persónuupplýsingar nefnist create your account. Þar er hægt að velja á milli þess hvort að myspace síðan verði síða fyrir þig persónulega eða hvort þú viljir koma þér á framfæri sem tónlistarmaður, uppistandari eða kvikmyndagerðarmaður. Í kjölfarið af því skráir þú inn nafn, netfang og velur þér lykilorð. Eftir að búið er að fylla inn allar upplýsingar smellir þú á ,,Sign up free“ sem er grænn hnappur neðst á síðunni.
  3. Þá er komið að skrefi tvö sem nefnist update your profile. Þar kemur upp valmöguleikinn ,,upload a photo“ en þar er hægt að hlaða inn mynd af sjálfum sér sem birtist sem forsíðumynd á þinni persónulegu myspace síðu. Einnig er hægt að velja sér lén fyrir síðuna sína. Ef viðkomandi einstaklingur heitir Jón Jónsson gæti hann til að mynda valið sér www.myspace.com/jonjonsson. Undir update your profile er einnig hægt að skrá í hvaða landi (Country) og borg (City) maður er staðsettur. Í framhaldi því smellir maður á ,,Next“.
  4. Þá er komið að þriðja og síðasta skrefinu og það er Add people and interests sem þýðir einfaldlega bættu fólki og áhugamálum á vinalistann þinn. Í þessu skrefi kemur myspace með tillögur að tónlistarmönnum og einstaklingum sem þú gætir haft áhuga á að vingast við. Ef þú hefur áhuga á að vingast við viðkomandi þá smelliru á hnappinn +Friend og gerir viðkomandi þannig að vini þínum. Ef þér hugnast það ekki þá smellir þú einfaldlega á hnappinn ,,continue to my home page“.
  5. Þegar þú ert kominn inn á þína heimasíðu (homepage) þá eru ýmsir valmöguleikar efst á síðunni. Home leiðir þig inn á þitt svæði. Á þínu svæði getur þú sett inn Status & Mood eða hugrenningar þínar á líðandi stundu og munu þær birtast vinum þínum. Vinir þínir koma svo til með að geta sett athugasemdir við það sem þú skrifar.
  6. Profile hnappurinn sem einnig er að finna efst á síðunni leiðir þig inn á þína eigin síðu eins og vinir þínir sjá hana. Þar getur þú séð allar þær athugasemdir eða Comment sem koma frá vinum þínum á þína persónulegu síðu. Þín persónulega síða er mjög sambærileg við persónulega síðu vina þinna og getur þú skrifað athugasemdir á síðuna hjá þeim og þína eigin með því að smella á hnappinn ,,Add comment“.
  7. Mail hnappurinn leiðir þig inn í þín persónulegu skilaboð. Þar getur þú séð skilaboð sem send eru til þín frá vinum þínum auk þess sem þú getur samið ný skilaboð og sent vinum með því að smella á ,,New“ hnappinn sem er blár efst til vinstri.
  8. Undir Friends hnappnum getur þú fundið vini þína. Þar getur þú séð alla þá sem eru vinir þínir á myspace auk þess sem þú getur smellt á bláan hnapp merktan ,,Browse people“ og leitað þar að nýjum vinum. Í vinaleit getur þú valið að leita að vinum eftir kyni, aldri og staðsetningu. Tilvalin leið til þess að leita uppi fólk sem þú þekkir eða til þess að kynnast nýjum einstaklingum.
  9. Undir hnappnum Photos getur þú hlaðið inn persónulegum myndum og búið til myndaalbúm sem eru sýnileg vinum þínum. Til þess að hlaða inn myndum smellir þú einfaldlega á ,,browse“ og leitar að myndum sem vistaðar eru á tölvuna þína og hleður þeim inn. Ef þú ert með innbyggða vefmyndavél í tölvunni þinni þá er einnig valmöguleiki að smella á hnappinn ,,Take a picture“ en þannig getur þú tekið mynd af sjálfri þér og hlaðið inn á síðuna. Undir photos getur þú einnig smellt á valmöguleikann Friends´Photos og skoðað þær myndir sem vinir þínir hafa verið að hlaða inn.
  10. Undir hnöppunum Music, Video og Games er svo að finna hina ýmsu afþreygingu þar sem hægt er að setja inn leitarorð og finna tónlist og myndbönd eftir áhugasviði. Tilvalin leið til þess að hlusta á ókeypis tónlist með þínum uppáhalds tónlistarmönnum. Síðan kemur einnig með tillögur að því hvað vert sé að skoða út frá vinsældum.