Fara í innihald

Upplýsingatækni/Grooveshark

Úr Wikibókunum

Hvað er Grooveshark[breyta]

Grooveshark er tónlistarsíða sem gerir notanda kleift að hlusta á tónlist frítt á netinu, þó ekki svo gott að notandinn fái lögin til eignar heldur hlustar notandinn á lögin sem hann velur í beinni útsendingu (webstream). Á síðunni er að finna meirihluta af útgefnum tónlistarupptökum sem gefnar hafa verið út í gegnum árin. Þó ber að hafa í huga að hvert lag sem hlustað er á flokkast undir erlent niðurhal, kannski ekki stórar skrár en mörg lög geta verið ansi mikið niðurhal.

Að hafa aðgang á Grooveshark[breyta]

Það þarf ekki endilega að stofna aðgang á síðunni hægt er að leita að og hlusta á öll lögin í gagnagrunninum. Kostur aðgangsins að síðunni er þó að hægt er að búa til sína eigin spilunarlista (playlista) með uppáhaldslögunum sínum og vistast þeir á síðu notandans. Svo er líka stór kostur við síðuna að þegar notandi hefur vistað sinn eigin spilunarlista þá getur hann nálgast hann í hvaða tölvu sem er (svo lengi sem tölvan hefur internetaðgang) og einnig getur hann deilt spilunarlistanum sínum sem öðrum sem nota síðuna.


Að stofna aðgang á Grooveshark[breyta]

Eftir að síðan hefur hlaðið sig þá er flipi í efsta borða síðunnar sem á stendur "Create an Account". Eftir að notandi hefur valið þann möguleika þá opnast sprettigluggi (pop-up window) og þarf tilvonandi notandi að skrá inn eftirfarandi: Notendanafn (username), lykilorð (password), staðfesta lykilorðið (confirm password), netfang (email address), fullt nafn (full name), fæðingardag(birthdate) og kyn (male / female). Auk þess að lesa notkunarskilmála síðunnar og staðfesta þá með fullri vitund. Eftir að allt þetta hefur verið frágengið þá er smellt á flipann "signup" og aðgangurinn er tilbúinn.


Hvernig notar maður Grooveshark[breyta]

Þegar síðan er opnuð hvort sem notandi er með aðgang eður ei, þá er á byrjunareit síðunnar stór gluggi sem á stendur "Search for music" . Þar getur notandi slegið inn nafn plötu, lags eða tónlistarmanns/hljómsveitar . Birtast því næst leitarniðurstöður leitarinnar, og eru fyrir ofan flipar sem skilgreina betur eftir flokkum hvað síðan hefur fundið. Þeir flokkar eru "Songs", "Artists", "Albums", "Playlists", "Peoples".


Að velja lag Eftir að notandi hefur fundið t.d. lag sem hann hefur leitað að þá getur hann valið að setja lagið í lagalistann sinn sem birtist þá neðst á síðunni eða bætt laginu við einhvern spilunarlista sem notandinn hefur þá búið til áður (ath. til þess að geta búið til spilunarlista og geymt hann þá þarf að búa til aðgang). Einnig er hægt bæta laginu við lagasafn sem notandinn hefur á sínum aðgangi.


Að hlusta á lag Notandi getur þá annað hvort valið flipana fyrir ofan leitarlistann sem á stendur "Play Now" eða einfaldlega tvísmellt á lagið sem notandinn velur. Lagið fer þá í spilunarlista sem birtist neðst á síðunni. Svo er hægt að leita að og velja fleiri lög og bætast þau við fyrir aftan þau lög sem áður hafa verið valin. Lögin geta svo verið tekin út með því að færa músarbendilinn yfir lagið á spilunarlistanum og smella á X.Nýting Grooveshark í kennslu[breyta]

Hægt er að nota Grooveshark á ýmsan hátt við kennslu þá helst myndi sú kennsla vera bundin við tónlist t.d. hljóðfærakennarar, tónlistarsögukennarar og tónsmíðakennarar. Einnig eiga tungumálakennarar það til að nýta sér tónlist með því tungumáli sem þeir kenna til þess að brydda uppá kennsluna fyrir nemendur.--Widdibok 11. febrúar 2010 kl. 12:51 (UTC)