Upplýsingatækni/Google Sketch Up

Úr Wikibókunum

--Hvað er Google SketchUp ?


Google SketchUp er frítt teikniforrit sem er auðvelt í notkun. Þetta er forrit sem allir geta nýtt sér að teikna eða skissa auðveldlega í þrívídd. Það eru nokkur ár síðan Google SketchUp kom á markaðinn og er nú fáanleg 7. útgáfa af forritinu frí fyrir almenning, einnig er hægt að kaupa sér aðgang að Google SketchUp Pro útgáfu, en til að byrja með er meira en nóg að nota fríu útgáfuna. Þetta er frábært forrit fyrir alla frumhönnun á öllum sviðum.


Hverjir geta notað Google SketchUp?


Markhópurinn er í raun allir sem hafa áhuga á hönnun og vilja hanna? Það eru eiginlega enginn mörk í því hvað er hægt að teikna þar. Allt frá bílaframleiðendum, iðnhönnuðum, pípulagningarmönnum, smiðum eða arkitektum, og einnig nemar í öllum þessum greinum. Það geta allir nýtt sér að teikna, fá hugmyndir og vera sinn eiginn hönnuður með Google SketchUp. Hægt er að fá Google SketchUp útgáfur bæði Mac og PC tölvur.


Hvað þarftu að gera til að fá aðgang að Google SketchUp?


Þú þarft að niðurhala (Download) Google Sketch Up frá heimasíðunni þeirra, http://sketchup.google.com/ efst í hægra horninu stendur Download Google SketchUp, þú klikkar á það, þegar það er búið ertu kominn inn á aðra síðu, passaðu þig að ekki fara inn i Download Google SketchUp Pro sem er útgáfa fyrir fagmenn og er sú útgáfa ætluð fyrir fyrirtæki og er ekki ókeypis. En þar fyrir neðan er hægt að velja Download Google SketchUp 7, það er útgáfan sem þú vilt fá, og tekur það einungis nokkrar mínotur að niðurhala útgáfunni.


Að læra á Google SketchUp?


Það eru ótal mörg kennslumyndbönd sem hægt er að nálgast á netinu, flestir sem læra á Google SketchUp hafa lært á það sjálfir og af öðrum sem eru lengra komnir, enda er þetta mjög auðvelt forrit í samanburði við önnur teikniforrit á markaðinum eins og AutoCad eða Vectorworks. Á netinu er video fyrir byrjendur og einnig lengra komna, með hverri nýrri útgáfu er alltaf gerð video af því nýjasta. Hér er slóð sem inni heldur kennslumyndbönd bæði fyrir byrjenur og lengra komna: http://sketchup.google.com/training/videos.html . Einnig er er Google með þjálfun í SketchUp í Bandaríkjunum og öðrum löndum þar sem kennt er í skólastofuformi, (Training Centers), Hér er linkur sem hægt er að fá nánari upplýsingar um hvar er að finna þjálfunar búðir fyrir Google SketchUP: Bandaríkin: http://docs.google.com/Doc?id=dd8dnz54_6c3kgs3cz og önnur lönd: http://docs.google.com/Doc?id=dd8dnz54_2cndh7q


Kostir við Google Sketch Up og 3D warehouse.


Þetta er frítt forrit og auðvelt í notkun. Þú ert ekki einn úti í þessum stóra heimi, þetta er mótað samfélag sem þú ert að fara inn í, þú getur nálgast allskyns 3D módel í 3D warehouse sem liggur inn í forritinu þegar þú niðurhalar því. 3D warehouse eru 3D módel af allskyns toga, þú getur slegið inn leitarorð eftir hvað þú leitar að, þetta eru 3D módel sem fólk eins og þú sem hefur teiknað t.d. eldhús, borð, stól, bíl eða Ikea hillu og vill deila því með restinni af Sketch Up notendum – (Get models), þetta getur þú einnig gert, teiknað eitthvað og deilt því með hinum SketchUp notendunum – (Share model).

Það sem ég tel einn af stóru kostum forritsins að það talar mjög vel saman við mest notaða teikniforritið á markaðinum í dag, AutoCad. Þá er hægt að full vinna verkefni frá fyrstu frum hönnun til sér – og vinnuteikninga sem eru yfirleitt mun ýtarlegri teikningar en hægt er að framkvæma í SketchUp, þá er mjög mikilvægt að gera grunn vinnuna á forriti sem talar vel saman við forrit sem á að ljúka verkinu.


Hvernig nýtist Google SketchUp í námi og kennslu.


Það eru miklir notkunarmöguleikar í námi og kennslu, þetta er teikniforrit og er því bundið við vissar námsgreinar. En ég sé fyrir mér að það væri hægt að bjóða upp á þetta sem valfalg í grunnskólum fyrir þá nemendur sem hafa áhuga á hönnun og nýsköpun, þetta æfir þá í sjálfstæðri sköpun og hugsun, einnig æfir þetta enskukunnáttu því forritið og kennslumyndböndin eru öll á ensku. Þetta er gott skissu forrit og sem byrjunarforrit fyrir unga nýsköpunar huga.

Einnig nýtist þetta forrit vel þeim sem lengra eru komnir í námi. Á framhaldskólastigi mun þetta m.a. nýtast eftirtöldum greinum og fleiri greinum: Húsasmiðanám, píparanám, listnámsbraut, hönnunarbraut, tækniteiknari, módelsmíði. Á háskólastigi eða sérhæfðara námi gæti þetta nýst m.a. í eftirtöldum greinum: Arkitektúr, Byggingafræði, Tæknifærði, Verkfræði, Iðnhönnun.

Á öllum þessum skólastigum og greinum mun þetta nýtast nemendum vel og einnig geta kennara nýtt sér forritið. Hægt er að gera spennandi verkefni, auðvelt er að breyta og bæta í SketchUp og möguleikarnir eru endalausir. Við erum ekki lengur föst með blýantinn og teiknibokkina, heldur geta verið góð gangvirk samskipti milli nemenda og kennara, t.d. nemandinn skilar verkefni þegar hann er hálfnaður, fær álit kennarans. Ekki þarf nemandinn að byrja upp á nýtt eða stroka allt út, heldur getur hann unnið áfram með sama verkenfið, bætt það og breytt, og verður útkoman væntanlega betri en ella.

Einnig er forritið mjög vel tengt inn í atvinnulífið, og munu nemendur sem læra á forritið geta notfært sér það áfram í atvinnulífinu. Þó að tölvuþróunin sé hröð og forrit koma og fara. En ég spái því að Google SketchUp sé forrit sem á eftir að halda áfram að vaxa og verða stærra með komandi nýjungum. --157.157.177.72 13. desember 2009 kl. 23:31 (UTC) Stefanía Helga Pálmarsdóttir - stefaniahelga@gmail.com