Fara í innihald

Upplýsingatækni/Google Reader

Úr Wikibókunum


Hvað er Google reader?

[breyta]

Google reader er forrit sem heldur utan um allar uppáhalds heimasíður einstaklings , og lætur vita þegar nýtt efni birtist á þerri síðu. Miljónir vefsvæða bjóða uppá svokallað Rss feed (Really Simple Syndication) og eða á íslensku svo kallaða vefstrauma, fólk getur skráð sig í áskrift á þessum rss feedum með því að bæta þeim inná Google Reader-inn sinn. Það er hægt að líkja þessu við að skrá sig á póstlista hjá heimasíðu og stöðuuppfærslunar færu inná Google Readerinn. Google Reader býður uppá marga góða kosti, svo sem að deila efni með öðru fólki og fá yfirlit yfir skoðaðar greinar á tilteknum síðum sem viðkomandi er áskrifandi að. Einn af kostunum er sá að hægt er að fá upplýsingarnar í síma, en margir af nýjustu símunum á markaðnum í dag geta notað Google reader. Þegar skoða á upplýsingar í síma, er farið inná internet browserinn í símanum og inná link sem heitir: reader.google.com Einnig er hægt að deila greinum af Google Reader með þeim sem þú kýst að deila með. T.d ef þér finnst eitthver grein mjög áhugaverð þá gætiru deilt þeirri grein með því fólki sem þú telur að gætu haft áhuga á að sjá viðkomandi grein. Google Reader getur sparað mjög mikinn tíma í flakk á milli síðna og gefur mun betra utanumhald um þær síður sem áhugi er á að skoða reglulega. Þar af leiðandi er hægt að fylgjast með uppfærðu efni af þeim síðum þar sem maður er áskrifandi að, á mjög þægilegan og tímasparandi máta.

Hvað þarf að gera til að fá Google Reader?

[breyta]

Þú þarft að vera með Google reikning. Ef þú ert ekki með google reikning þá er hægt að stofna slíkann reikning með því að fara inn á þessa síðu: www.google.com/reader , og einfaldlega stofnar nýjan reikning með því að fylla út nauðsynlegar persónuupplýsingar. Og þegar búið er að opna reikning og skrá nauðsynlegar upplýsingar er hægt að fara inná my account og undirflokkin my products og þar er farið inná Google Reader.

Að nota Google Reader

[breyta]

Þegar komið er inní Google Reader í fyrsta skipti þá eru subscriptions flokkurinn tómur. Þar geymast, eða eru listaðar, allar áskriftir af þeim Rss feedum sem þú ákveður, eða hefur áhuga á að gerast áskrifandi að. Flestar betri síður bjóða uppá að skrá áskriftina beint inná Google Reader, en ef ekki þá er hægt að bæta þeim handvirkt inn í sjálfum Google Readernum með að ýta á Add subscription. Misjafnt er hvar Rss feed áskriftirnar eru staðsettar á hverri heimasíðu en yfirleitt er um að ræða appelsínugult merki með hvítum punkt og tveimur ¼ hringjum yfir punktinum.

Að nota tölfræði yfir notkun hverrar síðu í Google Reader

[breyta]

Einn fídus í Google Reader er mjög góður. Það er að það er hægt að sjá tölfræði yfir lesnar greinar frá mismunandi áskrifendum. Oft á tíðum er erfitt að komast yfir að lesa allt það efni sem kemur inná Google Reader og getur því verið handægt og þægilegt að nota tölfræði töfluna til að greina og flokka hverju á að halda og hverju skal henda út. Tl að nýta sér þennan kost er farið inní flokkin Trends, inní Google Reader, og er grænt línurit hliðin á þeim lið. Þar inni er hægt að sjá yfirlit yfir lesnar greinar af þeim síðum sem eru í áskrift hjá viðkomandi og hægt er að sjá alls konar tölfræði yfir tiltekin tímabil.

Að Deila efni með öðrum með Google Reader

[breyta]

Til að deila efni með öðrum af Google Reader velurðu share undir þeirri grein sem þú hefur áhuga á að deila og þá ætti sú grein að deilast. Einnig er hægt að deila grein og láta skilaboð fylgja með og þá er valið share with note. Allt efni sem deilt er fer í flokkin Shared items, sem er í hliðarglugga vinstra megin og er með appelsínugulu rss feed merki til hliðar. Hægt er að stilla eða velja með hverjum maður deilir efni og greinum, og hvernig maður deilir efninu. Til að stilla það er farið í flokk sem heitir sharing settings og valið með hverjum efnið er deilt. Fyrir frekari upplýsingar um hvernig á að nota Google Reader eru að finna á heimasíðunni: http://www.ehow.com/videos-on_5132_use-google-reader.html og þar er ítarlega farið yfir það skref fyrir skref á myndböndum hvernig á að nota Google Reader.

Google Reader í námi og við kennslu

[breyta]

Hægt er að nota Google Reader til að miðla efni áfram til annarra. T.d ef maður hefur séð góð kennslumyndbönd á netinu eða góða fræðigrein , þá getur kennari eða nemandi miðlað þeirri grein af Google readernum sínum til annarra svo sem kennari til nemendena eða öfugt. Einn stærsti kosturinn við Google Reader er sá, að hægt er að hafa mikið af skemmtilegu og áhugaverðu efni á einum stað og þannig er yfirsýn mun betri yfir efnið, í stað þess að þurfa að leita á marga staði að efni og greinum.