Fara í innihald

Upplýsingatækni/Google Map Maker

Úr Wikibókunum

Almennt

Google Map Maker er kortagerðarforrit sem gerir notendum kleift að breyta og bæta upplýsingum við kortagagnagrunn sinn. Google Map Maker er viðbót við Google Maps og gefur notendum Google Maps möguleika á að búa til sín eigi kort af umhverfi sínu, í sveit eða borg. Með forritinu getur almenningur bætt við og breytt flestu því sem hægt er að finna á kortum, s.s. vegum, vötnum, almenningsgörðum, áhugaverðum stöðum o.s.frv. Um leið og þetta er gert uppfærast kortin sjálfkrafa. Síðast en ekki síst er þetta góð leið til þess að bæta við upplýsingum inn á Google Maps þar sem þær vantar eins og reyndar er tilfellið með Ísland og fleiri afskekkt lönd. Kortagrunnurinn af landinu sjálfu er til staðar inn á Google Maps en það vantar ennþá allskyns upplýsingar um landið inn á kortagrunninn. Google Maps er því að biðla til íbúa þeirra staða sem ekki er að fullu búið að kortleggja að bæta inn upplýsingum til þess að gera forritið betra.


Google Map Maker í kennslu

Auðvelt er að sjá það fyrir sér að Google Map Maker nýtist vel til kennslu í landafræði og umhverfisfræði. Í skólastofum hanga oftar en ekki landakort eða verkefni þar sem búið er að gera kort með alls kyns upplýsingum um nemendur bekkjarins eins og t.d. staði sem börnin hafa komið á. Það væri t.d. hægt að búa til kort af Íslandi sem nemendur bekkjarins hafa kannað af sjálfsdáðum. Eins væri hægt að búa til kort af hverfinu og merkja inn staðina sem börnin í bekknum búa á og setja inn myndir af þeim og heimilum þeirra, hugsanlega sem börnin teikna sjálf. Það mætti einnig merkja inn á kortagrunninn auðveldustu og hættuminnstu leiðirnar í skólann og til félaganna í yngstu bekkjunum. Síðan mætti merkja inn leiðir sem kettir fara, staði sem hrafnar og aðrir fuglar halda sig á, garða og fallega eða áhugaverða staði fyrir krakka eins og t.d. leynistaði. Slíkt myndi hugsanlega skapa umræður í bekknum um það hvað maður setur inn á netið sem allir geta séð og hverju maður ákveður að halda fyrir sjálfans sig. Ef börnin öðlast, með því að nota forritið, næmari skilning á umhverfi sínu, fegurð og dýralífi, þá getur það aukið siðgæðisþroska og ábyrgð í umhverfismálum.


Að setja inn upplýsingar um landslagsfyrirbæri í Google Map Maker

Forritið er notendavænt og auðvelt í notkunn. Á eftirfarandi netslóð eru leiðbeiningar um það hvernig fara á að við að bæta inn upplýsingum inn á Google Maps: http://www.google.com/mapmaker. Á þessari síðu er einnig tengill inn á umræðuvef kortagerðamanna.

Á einni upplýsingasíðunni er eftirfarandi texta að finna:

Inn á Google Map Maker er einkenni (e. feature), staður eða landfræðileg svipgerð. Til þess að bæta við nýju einkenni, getur þú notað tákn til þess að gefa til kynna áhugaverðan stað (eins og minnismerki eða starfsemi), teiknað línu (eins og veg eða á), eða teiknað marghyrninga (eins og í kring um vatn eða hverfi). Þegar landfræðilegum einkennum er bætt inn á kortagrunninn er farið í Hybrid map view (Hybrid táknar að stafrænir og myndrænir eiginleikar eru notaðir samtímis) til þess að mögulegt sé að sjá bæði hið teiknaða kort og og gerfihnattamyndina. Smelltu á Hybrid upp í horninu hægra megin í útsýnispunktinum, og lóðsaðu (e. navigate) síðan á svæðið þar sem þú vilt setja landfræðilega einkennið inn á.


Að lokum

Áður en landfræðilegum einkennum er bætt inn á kortagrunninn er betra að athuga hvort þessu einkenni hefur þegar verið bætt inn á kortagrunninn. Þetta kemur í veg fyrir að upplýsingar séu tvíteknar og gerir Google Maps nytsamlegra fyrir alla. Á leiðbeiningasíðu Googls Map Maker er síðan farið nákvæmlega í það á hvaða tákn maður nota á „teikniborðinu“ og í hvaða röð til þess að geta teiknað inn á kortagrunninn.