Upplýsingatækni/EyesRelax
Lýsing á kerfi
[breyta]Eyes Relax er ókeypis Windows forrit sem minnir notandann á að taka sér pásu þegar verið er að vinna á tölvu. Þessi hugbúnaður leyfir notandanum að stilla tímann sem hann vinnur í tölvunni og lengdina á pásunni sem hann vill taka sér. Meðan pásan er getur hann æft augun, horfa á hluti sem eru langt í burtu annaðhvort á skrifstofunni sinni eða úti eða farið í göngutúr.
Í “Parent mode” er hægt að loka tölvunni í áhveðin tíma og ekki er hægt að vinna áfram nema að slá inn lykilorð. Þetta nýtist mjög vel þar sem börn hafa tilhneigingu til að gleyma að það sé til heimur þarna úti og leika sér í tölvunni aðeins of lengi.
2. Stilla tíma
Í upphafi þarf að slá inn tímann sem vinna á í tölvunni og tímann sem hléið á að vera.
Í reitnum “Work time” er tíminn sem vinna á í tölvunni stilltur. Hægt er að velja frá 1 mínútu upp í 100 mínútur.
Í reitnum “Break Time” er lengd hlés stillt. Hægt er að velja frá 1 mínútu upp í 100 mínútur.
Einnig er hægt að stilla hvort notandi fái tilkynningu þegar hlé er að koma og hversu langt er í það.
Í reitnum “Notification time” er lengdin á tímanum sem tilkynningin birtist stillt. Hægt er að velja frá 1 sekúndu upp í 300 sekúndur.
3. Hvernig skilaboð birtast
Í “Apperance” er valið hvernig hléið birtist notandanum þegar tíminn sem valinn var er liðinn.
Hægt er að velja í “Break time action”
• Tilkynning í “status bar”.
• Svartur skjár
• Mynd að eigin vali
Hægt er slá inn texta sem sem kemur í tilkynningunni.
Í “Notification action” er valið hvort tilkynningin birtist sem “Message box” eða “Baloon tip”
4. Parent Mode
Í “Parent Mode” er hægt að setja inn lykilorð sem þarf að slá inn til að slökkva á forritinu. Einnig er lykilorðið notað til að opna tölvuna aftur. Hér er einnig hægt að virkja “Parent Mode” en til þess þar að vera búið að setja inn lykilorð.
Hægt er að breyta lykilorði fyrir “Parent Mode”. sem þarf að slá inn til að virkja tölvuna aftur.
Hægt er að haka við og gera Task Manager óvirkan svo ekki sé hægt að slökkva á forritinu.
Valið að virkja “Parent Mode”
Sýnt hvað er langt í næsta hlé.
5. Lykilorð
Ef lykilorð er sett inn í fyrsta sinn eða verið að breyta því þá er það gert hér.
6. Stillingar
Í “Settings” er valið hvað aðgerð er framkvæmd þegar tvísmellt á vinstri músarhnapp hvort eigi að leyfa að hætta við pásu og hvort forritið eigi við ákveðna notendur eða alla sem hafa aðgang að tölvunni.
Í “Tray icon double click” er hægt að velja hvaða aðgerð er framkvæmd með þvi að tvísmella á vinstri músarhnapp á myndina af forritinu á “status bar” • Opna/fela forritið • Kveikja/slökkva á forriti • Taka hlé • Bæta við 5 mínútum í viðbót frá að taka hlé
Hægt er að haka við hvort leyfa eiga að hætta við pásu.
Hægt er að stilla að þessi virkni sé fyrir vissa “profile”
7. Um forritið
Hægt er að fá upplýsingar um framleiðandan og heimsíðu hans, í “About” flipanum.
8. Myndband um Eyes Relax